Erlent

Mótmælaaldan í Bandaríkjunum breiðist út

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Fjölmenn mótmæli voru haldin í New York.
Fjölmenn mótmæli voru haldin í New York. Vísir/Getty

Mótmælaaldan í Bandaríkjunum vegna dauðsfalla svartra manna af völdum lögreglu heldur áfram að breiða úr sér í bandarískum borgum.

Hundruð mótmælenda söfnuðust saman í San Francisco í Kaliforníu og í Miami í Flórída. Í New York voru einnig tuttugu handteknir eftir fjölmenn mótmæli á Manhattan.

Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram að undanskildum borgunum Baton Rouge í Louisiana-ríkiu og í Minnesota þar sem dauðsföll tveggja svarta manna af völdum lögreglu í síðustu áttu sér stað.

Sjá einnig: Bandarískt þjóðfélag í uppnámi

Spennan hefur magnast í Bandaríkjunum á undanförnum dögum eftir dauðsföll Philando Castle og Alton Sterling og árásina í Dallas þar sem fimm lögreglumenn létust en árásarmaðurinn var sérstaklega á eftir hvítum lögreglumönnum.

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur fordæmt árásina í Dallas en segir að lögregla þyrfti að hafa hraðar hendur við umbætur á lögregluofbeldi gegn minnihlutahópum sem væri óásættanlegt.


Tengdar fréttir

Vildi drepa hvíta lögregluþjóna

Árásarmaður sem var felldur af lögreglu í Dallas sagðist vera reiður yfir því að lögregluþjónar skutu unga svarta menn til bana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.