Enski boltinn

Rashford í 26 manna hóp Englendinga | Sjáðu hópinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rashford í leik með United í vetur.
Rashford í leik með United í vetur. vísir/getty
Roy Hodgson, stjóri Englendinga, er búinn að velja 26 manna undirbúningshóp fyrir Evrópumótið sem fram fer í Frakklandi í sumar.

Hodgson þarf svo að fækka um þrjá í hópnum fyrir 31. maí, en Marcus Rashford, framherji Manchester United, er meðal annars í hópnum. Hann spilaði sínu fyrstu leiki í haust fyrir United.

Það er ekkert pláss fyrir leikmenn eins og Theo Walcott frá Arsenal eða Phil Jagielka hjá Everton, en Jack Wilshere og Andros Townsend fá sæti í hópnum.

England er í riðli með Wales, Rússlandi og Slóvakíu og er fyrsti leikurinn gegn Rússlandi þann ellefta júní áður en þeir mæta Wales svo 16. júní. Lokaleikurinn í riðlinum verður svo 20. júní.

Hópurinn í heild sinni:

Markmenn: Joe Hart (Manchester City), Fraser Forster (Southampton), Tom Heaton (Burnley).

Varnarmenn: Gary Cahill (Chelsea), Chris Smalling (Manchester United), John Stones (Everton), Kyle Walker (Tottenham Hotspur), Ryan Bertrand (Southampton), Danny Rose (Tottenham Hotspur), Nathaniel Clyne (Liverpool).

Miðjumenn: Dele Alli (Tottenham Hotspur), Ross Barkley (Everton), Fabian Delph (Manchester City), Eric Dier (Tottenham Hotspur), Danny Drinkwater (Leicester City), Jordan Henderson (Liverpool), Adam Lallana (Liverpool), James Milner (Liverpool), Raheem Sterling (Manchester City), Andros Townsend (Newcastle United), Jack Wilshere (Arsenal).

Framherjar: Wayne Rooney (Manchester United), Harry Kane (Tottenham Hotspur), Jamie Vardy (Leicester City), Daniel Sturridge (Liverpool), Marcus Rashford (Manchester United).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×