Erlent

Salah Abdeslam kominn til Frakklands

Samúel Karl Ólason skrifar
Salah Abdeslam var í felum í Brussel í fjóra mánuði.
Salah Abdeslam var í felum í Brussel í fjóra mánuði. Vísir/AFP
Salah Abdeslam hefur verið framseldur frá Belgíu til Frakklands og er hann kominn í hendur franskra yfirvalda. Hann er grunaður um aðild að árásunum í París í nóvember og jafnframt er hann grunaður um aðkomu að árásunum í Brussel í síðasta mánuði.

Saksóknarar í Belgíu tilkynntu framsalið í morgun, en Abdeslam hafði flúið þangað eftir að hafa hætt við að sprengja sig í loft upp í París. Bróðir hans tók einnig þátt í árásunum og myndband af misheppnaðri sjálfsmorðsárás hans var birt á dögunumAbdeslam er talinn vera síðasti eftirlifandi meðlimur hópsins sem myrti 130 manns í París. 32 létu lífið í árásunum í Brussel.

Abdeslam er franskur ríkisborgari sem á ættir sínar að rekja til Marokkó. Hann bjó þó í Brussel.

Sjá einnig: Á flótta undan ISIS og yfirvöldum:Hver er Salah Abdeslam og hvað gerði hann?

Myndband náðist af handtöku Abdeslam sem birt var í fjölmiðlum, en hann var særður af lögreglu þegar hann reyndi að hlaupa frá þeim. Þá var hann ákærður af yfirvöldum í Belgíu vegna skotbardaga í Brussel nokkrum dögum áður en hann var handtekinn. Fjórir lögregluþjónar særðust í bardaganum.

Innanríkisráðherra Frakklands segir að Abdeslam verði komið fyrir í einangrun í fangelsi nærri París.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×