Salah Abdeslam, sem talinn er einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París, segist hafa hætt við að sprengja sig í loft upp til að koma í veg fyrir meira manntjón.
Þetta fullyrðir bróðir hans sem fékk að heimsækja hann í fangelsið í Belgíu þar sem hann er í haldi. Franskir fjölmiðlar greina frá þessu en eitt hundrað og þrjátíu létu lífið í árásunum í París í Frakklandi í nóvember í fyrra.
Sjá einnig: Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel
Salah Abdeslam sem var einn árásarmannanna í París náði að flýja af vettvangi. Hann er talinn vera einn af þeim sem skipulögðu árásirnar í París þar árásarmennirnir hófu skotárásir á nokkrum stöðum og sprengdu þrjár sprengjur.
Abdeslam var handtekinn um miðjan mars í Belgíu aðeins nokkrum dögum fyrir hryðjuverkaárásirnar á Brussel en hann er Belgi. Talið er að hann hafi komið þangað skömmu eftir árásirnar í París og falið sig þar fyrir lögreglunni.
Sjá einnig: Salah Abdeslam framseldur til Frakklands
Bróðir hans Mohamed Abdeslam hefur nú fengið að heimsækja hann í fangelsið. Hann segir bróður sínum hafi snúist hugur þegar á hólminn var komið og hætt við að sprengja sig í loft upp. Þannig hafi hann komið í veg fyrir meira manntjón.
Þá segir hann bróðir sinn hafa óskað eftir því að verða framseldur til Frakklands til að geta svarað fyrir árásirnar þar. Belgíska lögreglan hefur fundið vísbendingar um tengsl Abdeslam við árásirnar í Brussel. Hann fullyrðir hins vegar að hann hafi á engan hátt komið nálægt þeim.
Abdeslam segist hafa hætt við að sprengja sig upp til að bjarga mannslífum

Tengdar fréttir

Abdeslam segist ekki hafa vitað af árásunum
Hefur snúist hugur og vill verða framseldur til Frakklands sem fyrst.

Dramatískt myndband af handtöku lögreglu í Brussel
Myndbandið er því mögulega af handtöku á Saleh Abdeslam, einum höfuðpaura hryðjuverkaárásanna í París í nóvember.

Salah Abdeslam framseldur til Frakklands
Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári.