Einn af þeim sem stóð að árásunum í Brussel í Belgíu í síðasta mánuði hefur greint frá því við yfirheyrslur að hópurinn hafi verið með í bígerð aðra árás í Frakklandi.
Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá þessu á vef sínum en þar er haft eftir embætti saksóknara þar í landi að Mohamed Abrini, einn þeirra sem voru handteknir í Belgíu síðastliðinn föstudag, hafi greint frá því við yfirheyrslu að hópurinn hafi ákveðið gera árás í Brussel eftir að Salah Abdeslam var handtekinn.
Hann viðurkenndi að hafa ætlað að sprengja sig í loft upp á flugvellinum í Brussel, en flúði af vettvangi eftir að tveir félaga hans höfðu gert það. 130 manns létust í árásunum í París 13. nóvember síðastliðinn. 32 létust í árásum hryðjuverkamanna á flugvöll og lestarstöð í Brussel 22. mars síðastliðinn.
Hryðjuverkasamtökin ISIS lýstu yfir ábyrgð á árásunum. Abrini var handtekinn í Brussel síðastliðinn föstudag en hann er sagður hafa tjáð við yfirheyrslur hryðjuverkahópurinn sem hann tilheyrði hefði ákveðið að gera árás á Brussel eftir að Abdeslam var handtekinn 18. mars síðastliðinn.
Það kom hópnum á óvart að hans sögn hve lögreglan hafði nálgast þá hratt sem varð til þess að ákvörðunin um árásirnar í Brussel var tekin með hraði. Abrini var ákærður fyrir hryðjuverk ásamt þremur öðrum í gær. Hann viðurkenndi að hafa verið maðurinn með hattinn sem var sagður þriðji sprengjumaðurinn á flugvellinum í Brussel sem leitað var að.
Hópurinn ætlaði upphaflega að gera aðra árás í París

Tengdar fréttir

Fleiri árásir voru í bígerð
Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel.

Abdeslam segist hafa hætt við að sprengja sig upp til að bjarga mannslífum
Þetta segir bróðir hans sem heimsótt hefur Salah Abdeslam í fangelsi.

Fjórir ákærðir í tengslum við árásirnar í Brussel
Alls hafa sex verið ákærðir vegna árásanna.

Salah Abdeslam framseldur til Frakklands
Abdeslam er grunaður um að vera einn af höfuðpaurum hryðjuverkaárásanna í París á síðasta ári.

Abrini viðurkennir að vera maðurinn með hattinn
"Hann sagðist hafa hent jakkanum sínum í ruslafötu og selt hattinn sinn eftir árásina.“