Erlent

Einn árásarmannanna vann á flugvellinum

Samúel Karl Ólason skrifar
DNA Laachraoui fannst á flugvellinum eftir sprengingarnar.
DNA Laachraoui fannst á flugvellinum eftir sprengingarnar. Vísir/AFP
Einn árásarmannanna í BrusselNajim Laachraoui, sem sprengdi sig í loft upp á Zaventem flugvellinum í borginni í síðasta mánuði, vann þar í fimm ár. Hann er sagður hafa hætt þar árið 2012 samkvæmt fjölmiðlum í Belgíu. Fyrir nokkrum árum vann hann einnig við þrif í Evrópuþinginu.

32 létu lífið þegar sjálfsmorðsárásir voru gerðar á flugvellinum og í lest í Brussell þann 22. mars.

DNA Laachraoui fannst á flugvellinum eftir sprengingarnar, en hann er einnig talinn hafa búið til sprengjurnar sem notaðar voru í árásunum í París í fyrra. Þá létu 130 manns lífið, en Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á báðum árásunum.

Samkvæmt AFP fréttaveitunni er hann talinn hafa ferðast til Sýrlands árið 2013 með Salah Abdeslam, sem var handtekinn skömmu fyrir árásirnar í Brussel fyrir aðild að árásunum í París. Þar gengu þeir tveir til liðs við ISIS. Tveimur mánuðum fyrir árásirnar í París var Laachrauoi svo stöðvaður á landamærum Austurríkis og Ungverjalands. Þá ferðast hann til Evrópu með fölsuðum skilríkjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.