Óvænt úrslit í Michigan opna allt upp á gátt Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. mars 2016 07:00 Bernie Sanders hefur styrkt stöðu sína verulega, þótt enn sé Clinton spáð nokkuð öruggum sigri. Nordicphotos/AFP Kosningafræðingar vestra velta nú mjög fyrir sér hvernig á því standi, að Bernie Sanders hafi borið sigur úr býtum í forkosningum Demókrataflokksins í Michigan á þriðjudaginn. Skoðanakannanir höfðu eindregið bent til þess að Hillary Clinton myndi sigra, en þegar upp var staðið hafði Sanders betur. Úrslitin eru sögð hin óvæntustu í sögu bandarískra skoðanakannana í nokkra áratugi. Clinton er að vísu enn með mikið forskot á Sanders í forkosningum Demókrataflokksins, en þeim lýkur ekki fyrr en í júní og enn vantar Clinton töluvert upp á að hafa tryggt sér sigurinn. Sigur Sanders í Michigan, þótt naumur sé, hefur valdið nokkrum óróa í herbúðum Clinton, enda er Michigan eitt af miðvesturríkjum Bandaríkjanna og líkara mörgum þeim ríkjum sem enn á eftir að halda forkosningar í en þeim sem búið er að kjósa í. Þar eru til sögunnar nefnd bæði Ohio og Illinois, þar sem forkosningar verða haldnar á þriðjudaginn kemur. Clinton hefur verið spáð sigri í þeim báðum, en nú hefur trú manna á þeim spám dvínað nokkuð. „Ef Michigan var bara tilviljun (sem er mögulegt), þá mun kvöldið í kvöld gleymast hratt,“ skrifar Harry Enten, sérfræðingur á vefnum fivethirtyeight.com, sem sérhæfir sig í skoðanakönnunum og kosningavangaveltum. „En ef þeim sem gera skoðanakannanir hefur sést yfir eitthvað mikilvægara um kjósendur þá gæti orðið mun mjórra á mununum í Ohio og Illinois en búist er við.“ Í herbúðum repúblikana styrkti Donald Trump mjög forskot sitt á hina frambjóðendurna, bæði í Michigan og Mississippi. Hvorki Ted Cruz né Marco Rubio tókst að ná þar umtalsverðum árangri, þótt Cruz hafi sigrað í Idaho. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Trump segir Clinton gallaðan frambjóðanda sem auðvelt verði að sigra Hillary Clinton tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan í gær en hún vann engu að síður fleiri landsfundarfulltrúa samanlagt þar og í Mississippi. 9. mars 2016 19:20 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Kosningafræðingar vestra velta nú mjög fyrir sér hvernig á því standi, að Bernie Sanders hafi borið sigur úr býtum í forkosningum Demókrataflokksins í Michigan á þriðjudaginn. Skoðanakannanir höfðu eindregið bent til þess að Hillary Clinton myndi sigra, en þegar upp var staðið hafði Sanders betur. Úrslitin eru sögð hin óvæntustu í sögu bandarískra skoðanakannana í nokkra áratugi. Clinton er að vísu enn með mikið forskot á Sanders í forkosningum Demókrataflokksins, en þeim lýkur ekki fyrr en í júní og enn vantar Clinton töluvert upp á að hafa tryggt sér sigurinn. Sigur Sanders í Michigan, þótt naumur sé, hefur valdið nokkrum óróa í herbúðum Clinton, enda er Michigan eitt af miðvesturríkjum Bandaríkjanna og líkara mörgum þeim ríkjum sem enn á eftir að halda forkosningar í en þeim sem búið er að kjósa í. Þar eru til sögunnar nefnd bæði Ohio og Illinois, þar sem forkosningar verða haldnar á þriðjudaginn kemur. Clinton hefur verið spáð sigri í þeim báðum, en nú hefur trú manna á þeim spám dvínað nokkuð. „Ef Michigan var bara tilviljun (sem er mögulegt), þá mun kvöldið í kvöld gleymast hratt,“ skrifar Harry Enten, sérfræðingur á vefnum fivethirtyeight.com, sem sérhæfir sig í skoðanakönnunum og kosningavangaveltum. „En ef þeim sem gera skoðanakannanir hefur sést yfir eitthvað mikilvægara um kjósendur þá gæti orðið mun mjórra á mununum í Ohio og Illinois en búist er við.“ Í herbúðum repúblikana styrkti Donald Trump mjög forskot sitt á hina frambjóðendurna, bæði í Michigan og Mississippi. Hvorki Ted Cruz né Marco Rubio tókst að ná þar umtalsverðum árangri, þótt Cruz hafi sigrað í Idaho.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Trump segir Clinton gallaðan frambjóðanda sem auðvelt verði að sigra Hillary Clinton tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan í gær en hún vann engu að síður fleiri landsfundarfulltrúa samanlagt þar og í Mississippi. 9. mars 2016 19:20 Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37
Trump segir Clinton gallaðan frambjóðanda sem auðvelt verði að sigra Hillary Clinton tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan í gær en hún vann engu að síður fleiri landsfundarfulltrúa samanlagt þar og í Mississippi. 9. mars 2016 19:20