Óvænt úrslit í Michigan opna allt upp á gátt Guðsteinn Bjarnason skrifar 10. mars 2016 07:00 Bernie Sanders hefur styrkt stöðu sína verulega, þótt enn sé Clinton spáð nokkuð öruggum sigri. Nordicphotos/AFP Kosningafræðingar vestra velta nú mjög fyrir sér hvernig á því standi, að Bernie Sanders hafi borið sigur úr býtum í forkosningum Demókrataflokksins í Michigan á þriðjudaginn. Skoðanakannanir höfðu eindregið bent til þess að Hillary Clinton myndi sigra, en þegar upp var staðið hafði Sanders betur. Úrslitin eru sögð hin óvæntustu í sögu bandarískra skoðanakannana í nokkra áratugi. Clinton er að vísu enn með mikið forskot á Sanders í forkosningum Demókrataflokksins, en þeim lýkur ekki fyrr en í júní og enn vantar Clinton töluvert upp á að hafa tryggt sér sigurinn. Sigur Sanders í Michigan, þótt naumur sé, hefur valdið nokkrum óróa í herbúðum Clinton, enda er Michigan eitt af miðvesturríkjum Bandaríkjanna og líkara mörgum þeim ríkjum sem enn á eftir að halda forkosningar í en þeim sem búið er að kjósa í. Þar eru til sögunnar nefnd bæði Ohio og Illinois, þar sem forkosningar verða haldnar á þriðjudaginn kemur. Clinton hefur verið spáð sigri í þeim báðum, en nú hefur trú manna á þeim spám dvínað nokkuð. „Ef Michigan var bara tilviljun (sem er mögulegt), þá mun kvöldið í kvöld gleymast hratt,“ skrifar Harry Enten, sérfræðingur á vefnum fivethirtyeight.com, sem sérhæfir sig í skoðanakönnunum og kosningavangaveltum. „En ef þeim sem gera skoðanakannanir hefur sést yfir eitthvað mikilvægara um kjósendur þá gæti orðið mun mjórra á mununum í Ohio og Illinois en búist er við.“ Í herbúðum repúblikana styrkti Donald Trump mjög forskot sitt á hina frambjóðendurna, bæði í Michigan og Mississippi. Hvorki Ted Cruz né Marco Rubio tókst að ná þar umtalsverðum árangri, þótt Cruz hafi sigrað í Idaho. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Trump segir Clinton gallaðan frambjóðanda sem auðvelt verði að sigra Hillary Clinton tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan í gær en hún vann engu að síður fleiri landsfundarfulltrúa samanlagt þar og í Mississippi. 9. mars 2016 19:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Kosningafræðingar vestra velta nú mjög fyrir sér hvernig á því standi, að Bernie Sanders hafi borið sigur úr býtum í forkosningum Demókrataflokksins í Michigan á þriðjudaginn. Skoðanakannanir höfðu eindregið bent til þess að Hillary Clinton myndi sigra, en þegar upp var staðið hafði Sanders betur. Úrslitin eru sögð hin óvæntustu í sögu bandarískra skoðanakannana í nokkra áratugi. Clinton er að vísu enn með mikið forskot á Sanders í forkosningum Demókrataflokksins, en þeim lýkur ekki fyrr en í júní og enn vantar Clinton töluvert upp á að hafa tryggt sér sigurinn. Sigur Sanders í Michigan, þótt naumur sé, hefur valdið nokkrum óróa í herbúðum Clinton, enda er Michigan eitt af miðvesturríkjum Bandaríkjanna og líkara mörgum þeim ríkjum sem enn á eftir að halda forkosningar í en þeim sem búið er að kjósa í. Þar eru til sögunnar nefnd bæði Ohio og Illinois, þar sem forkosningar verða haldnar á þriðjudaginn kemur. Clinton hefur verið spáð sigri í þeim báðum, en nú hefur trú manna á þeim spám dvínað nokkuð. „Ef Michigan var bara tilviljun (sem er mögulegt), þá mun kvöldið í kvöld gleymast hratt,“ skrifar Harry Enten, sérfræðingur á vefnum fivethirtyeight.com, sem sérhæfir sig í skoðanakönnunum og kosningavangaveltum. „En ef þeim sem gera skoðanakannanir hefur sést yfir eitthvað mikilvægara um kjósendur þá gæti orðið mun mjórra á mununum í Ohio og Illinois en búist er við.“ Í herbúðum repúblikana styrkti Donald Trump mjög forskot sitt á hina frambjóðendurna, bæði í Michigan og Mississippi. Hvorki Ted Cruz né Marco Rubio tókst að ná þar umtalsverðum árangri, þótt Cruz hafi sigrað í Idaho.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Trump segir Clinton gallaðan frambjóðanda sem auðvelt verði að sigra Hillary Clinton tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan í gær en hún vann engu að síður fleiri landsfundarfulltrúa samanlagt þar og í Mississippi. 9. mars 2016 19:20 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37
Trump segir Clinton gallaðan frambjóðanda sem auðvelt verði að sigra Hillary Clinton tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan í gær en hún vann engu að síður fleiri landsfundarfulltrúa samanlagt þar og í Mississippi. 9. mars 2016 19:20