Trump segir Clinton gallaðan frambjóðanda sem auðvelt verði að sigra Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2016 19:20 Donald Trump vann stóra sigra í forvali í tveimur ríkjum Bandaríkjanna í gær og segir að Hillary Clinton verði auðvelt skotmark í forsetakosningunum í nóvember. Hún vann afgerandi sigur í Mississippi í gær en tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan. Svartir eru stór kjósendahópur í Mississippi þar sem níu af hverju tíu þeirra veitti Clinton stuðning sinn en hún tapaði óvænt naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan þar sem Clinton hafði verið spáð um 20 prósenta meira fylgi en hann. Hillary hefur þó tryggt sér mun fleiri landsfundarfulltrúa en Sanders og er nú strax farin að einbeita sér að Ohio þar sem forval fer fram í næstu viku. „Og þessi barátta snýst um að byggja upp framtíð þar sem allir Bandaríkjamenn, karlar og konur, geta ræktað sína hæfileika til fulls. Burt séð frá því hvaðan þeir koma, hvernig þeir líta út eða hverja þeir elska,“ sagði Clinton í ávarpi við mikinn fögnuð stuðningsfólks í Cleveland. En þótt Sanders sé langt á eftir Clinton í fulltrúatölu er hann ekki á þeim brókunum að gefast upp. „Úrslit kvöldsins þýða að kosningabarátta Bernie Sanders, bylting alþýðunnar, sú bylting fólksins sem við erum að tala um, hin pólitíska bylting sem við tölum um; er sterk í öllum landshlutum. Í mestu einlægni trúum við því að okkar sterkustu landshlutar séu framundan. Okkur mun ganga mjög vel á vesturströndinni og í öðrum hlutum landsins,“ sagði Sanders þegar úrslitin voru orðin nokkuð ljós í gærkvöldi. Forval demókrata er ólíkt forvali republikana að því leitinu að hlutfallskosning fer fram í öllum forvalskosningum demókrata en einungis í sumum hjá republikönum. Í næstu viku verður til dæmis kosið á nokkrum stöðum þar sem Donald Trump getur aukið forskot sitt enn meira á aðra frambjóðendur republikana þar sem sigurvegarinn fær alla landsfundarfulltrúanna.38 milljón dollara lygarTrump vann örugga sigra í forvali Republikana í Michigan og Mississippi í gær þrátt fyrir mikinn áróður gegn honum innan Republikanaflokksins. Hann var að venju sigurreifur þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. „Jæja, þakka ykkur öllum kærlega fyrir. Þetta var stórkostlegt kvöld. Ég held að aldrei hafi verið eins eins margt hræðilegt verið sagt um mig á einni viku. Hræðilegar lygar sem kostuðu 38 milljónir dollara. En það er allt í lagi. Þetta sýnir hvað almenningur er stórkostlegur, vegna þess að hann vissi að þetta var allt lygi. Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ sagði Trump með gamalkunnum tilburðum. Og hann gerði lítið úr líklegasta andstæðingi sínum í forsetakosningunum í nóvember. „Það verður mjög auðvelt að sigra Hillary. Hún er mjög gallaður frambjóðandi. Mjög, mjög gallaður frambjóðandi. Og ég trúi að hún verði ákaflega auðvelt skotmark,“ sagði Trump, ef stjórnvöld samþykktu yfirleitt að hún byði sig fram. En það er fastur liður hjá honum að gefa í skyn að hún sé ólögmætur frambjóðandi án þess að færa fyrir því nokkur haldbær rök. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Donald Trump vann stóra sigra í forvali í tveimur ríkjum Bandaríkjanna í gær og segir að Hillary Clinton verði auðvelt skotmark í forsetakosningunum í nóvember. Hún vann afgerandi sigur í Mississippi í gær en tapaði naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan. Svartir eru stór kjósendahópur í Mississippi þar sem níu af hverju tíu þeirra veitti Clinton stuðning sinn en hún tapaði óvænt naumlega fyrir Bernie Sanders í Michigan þar sem Clinton hafði verið spáð um 20 prósenta meira fylgi en hann. Hillary hefur þó tryggt sér mun fleiri landsfundarfulltrúa en Sanders og er nú strax farin að einbeita sér að Ohio þar sem forval fer fram í næstu viku. „Og þessi barátta snýst um að byggja upp framtíð þar sem allir Bandaríkjamenn, karlar og konur, geta ræktað sína hæfileika til fulls. Burt séð frá því hvaðan þeir koma, hvernig þeir líta út eða hverja þeir elska,“ sagði Clinton í ávarpi við mikinn fögnuð stuðningsfólks í Cleveland. En þótt Sanders sé langt á eftir Clinton í fulltrúatölu er hann ekki á þeim brókunum að gefast upp. „Úrslit kvöldsins þýða að kosningabarátta Bernie Sanders, bylting alþýðunnar, sú bylting fólksins sem við erum að tala um, hin pólitíska bylting sem við tölum um; er sterk í öllum landshlutum. Í mestu einlægni trúum við því að okkar sterkustu landshlutar séu framundan. Okkur mun ganga mjög vel á vesturströndinni og í öðrum hlutum landsins,“ sagði Sanders þegar úrslitin voru orðin nokkuð ljós í gærkvöldi. Forval demókrata er ólíkt forvali republikana að því leitinu að hlutfallskosning fer fram í öllum forvalskosningum demókrata en einungis í sumum hjá republikönum. Í næstu viku verður til dæmis kosið á nokkrum stöðum þar sem Donald Trump getur aukið forskot sitt enn meira á aðra frambjóðendur republikana þar sem sigurvegarinn fær alla landsfundarfulltrúanna.38 milljón dollara lygarTrump vann örugga sigra í forvali Republikana í Michigan og Mississippi í gær þrátt fyrir mikinn áróður gegn honum innan Republikanaflokksins. Hann var að venju sigurreifur þegar hann ávarpaði stuðningsmenn sína í gærkvöldi. „Jæja, þakka ykkur öllum kærlega fyrir. Þetta var stórkostlegt kvöld. Ég held að aldrei hafi verið eins eins margt hræðilegt verið sagt um mig á einni viku. Hræðilegar lygar sem kostuðu 38 milljónir dollara. En það er allt í lagi. Þetta sýnir hvað almenningur er stórkostlegur, vegna þess að hann vissi að þetta var allt lygi. Það var ótrúlegt að fylgjast með þessu,“ sagði Trump með gamalkunnum tilburðum. Og hann gerði lítið úr líklegasta andstæðingi sínum í forsetakosningunum í nóvember. „Það verður mjög auðvelt að sigra Hillary. Hún er mjög gallaður frambjóðandi. Mjög, mjög gallaður frambjóðandi. Og ég trúi að hún verði ákaflega auðvelt skotmark,“ sagði Trump, ef stjórnvöld samþykktu yfirleitt að hún byði sig fram. En það er fastur liður hjá honum að gefa í skyn að hún sé ólögmætur frambjóðandi án þess að færa fyrir því nokkur haldbær rök.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Bernie Sanders vann óvæntan sigur í Michigan Hillary Clinton eykur forskot sitt á Bernie Sanders þrátt fyrir sigur Sanders í Michigan. 9. mars 2016 07:37