Síðustu hústökumennirnir í Oregon gefast upp Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2016 19:45 Hústökunni sem staðið hefur yfir í 41 dag er nú loks lokið eftir að síðustu hústökumennirnir gáfust upp. Vísir/AFP Síðustu hústökumennirnir af þeim sem tóku yfir skrifstofu dýraathvarfs í Oregon-ríki í Bandaríkjunum 2. janúar hafa gefist upp og eru þeir nú í haldi Alríkislögreglunnar. David Fry, Jeff Banta, Sean Anderson og kona hans Sandy tóku yfir skrifstofuna fyrir 41 degi síðan, vopnuð byssum ásamt 12 öðrum. Krafðist hópurinn þess að ríkisstjórn Bandaríkjanna gæfi friðarsvæði við bæinn Burns til heimamanna. Ammon Bundy, forsprakki hópsins, var handtekinn ásamt sex öðrum í lok janúar þegar lögregluyfirvöld réðust til atlögu. Fjórmenningarnir voru þau einu sem eftir voru og höfðu þau lýst því yfir að þau væri tilbúin til þess að gefast upp í dag. Jeff og hjónin Sean og Sandy voru fyrst til þess að gefa sig fram en David fékk bakþanka og hótaði því að fremja sjálfsmorð. Atburðarrásinni var útvarpað í beinni útsendingu. „Ég er frjáls maður og ég ætla að deyja sem frjáls maður,“ sagði David en um klukkutíma síðar gafst hann upp eftir að sagst vilja fá kexkökur og sígarettur. Á ýmsu hefur gengið frá því að hústökumennirnir tóku yfir dýraathvarfið. Einn þeirra var skotinn af lögreglu auk þess sem að fjórmenningarnar síðustu hafa birtu reglulega myndbönd frá svæðinu sem sjá má hér. Myndböndin hafa vakið töluverða athygli þar sem fólkið hefur varpað fram fjölmörgum staðhæfingum. Einn þeirra líkti sér við skosku frelsishetjuna William Wallace. Tengdar fréttir Segja Finicum hafa verið myrtan af lögreglu FBI birti myndband af handtöku hóps manna í Oregon þar sem LaVoy Finicum var skotinn til bana. 30. janúar 2016 10:42 Ammon Bundy og félagar handteknir í Oregon Til skotbardaga kom í nótt þegar Alríkislögreglan bandaríska réðst til atlögu gegn vopnuðum hópi manna sem hafa haft skrifstofur náttúruverndarstofnunar í Oregon á sínu valdi um nokkurra vikna skeið. Einn mannanna féll í átökunum og annar særðist en leiðtogi þeirra, Ammon Bundy, er nú í haldi lögreglu ásamt sex öðrum félögum sínum. 27. janúar 2016 07:10 Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Tilbúin til að gefast upp Þau fjögur sem enn halda til í húsnæði friðlands í Oregon eru nú umkringd af lögregluþjónum. 11. febrúar 2016 07:52 Talsmaður hústökumannanna féll í skotbardaga Sjö leiðtogar hópsins voru handteknir þegar þeir voru á leið á íbúafund. 27. janúar 2016 10:45 Bundy hvetur félaga sína til að leggja niður vopn Leiðtogi vopnaða uppreisnarhópsins í Oregon er nú í haldi lögreglu. 28. janúar 2016 07:28 FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Síðustu hústökumennirnir af þeim sem tóku yfir skrifstofu dýraathvarfs í Oregon-ríki í Bandaríkjunum 2. janúar hafa gefist upp og eru þeir nú í haldi Alríkislögreglunnar. David Fry, Jeff Banta, Sean Anderson og kona hans Sandy tóku yfir skrifstofuna fyrir 41 degi síðan, vopnuð byssum ásamt 12 öðrum. Krafðist hópurinn þess að ríkisstjórn Bandaríkjanna gæfi friðarsvæði við bæinn Burns til heimamanna. Ammon Bundy, forsprakki hópsins, var handtekinn ásamt sex öðrum í lok janúar þegar lögregluyfirvöld réðust til atlögu. Fjórmenningarnir voru þau einu sem eftir voru og höfðu þau lýst því yfir að þau væri tilbúin til þess að gefast upp í dag. Jeff og hjónin Sean og Sandy voru fyrst til þess að gefa sig fram en David fékk bakþanka og hótaði því að fremja sjálfsmorð. Atburðarrásinni var útvarpað í beinni útsendingu. „Ég er frjáls maður og ég ætla að deyja sem frjáls maður,“ sagði David en um klukkutíma síðar gafst hann upp eftir að sagst vilja fá kexkökur og sígarettur. Á ýmsu hefur gengið frá því að hústökumennirnir tóku yfir dýraathvarfið. Einn þeirra var skotinn af lögreglu auk þess sem að fjórmenningarnar síðustu hafa birtu reglulega myndbönd frá svæðinu sem sjá má hér. Myndböndin hafa vakið töluverða athygli þar sem fólkið hefur varpað fram fjölmörgum staðhæfingum. Einn þeirra líkti sér við skosku frelsishetjuna William Wallace.
Tengdar fréttir Segja Finicum hafa verið myrtan af lögreglu FBI birti myndband af handtöku hóps manna í Oregon þar sem LaVoy Finicum var skotinn til bana. 30. janúar 2016 10:42 Ammon Bundy og félagar handteknir í Oregon Til skotbardaga kom í nótt þegar Alríkislögreglan bandaríska réðst til atlögu gegn vopnuðum hópi manna sem hafa haft skrifstofur náttúruverndarstofnunar í Oregon á sínu valdi um nokkurra vikna skeið. Einn mannanna féll í átökunum og annar særðist en leiðtogi þeirra, Ammon Bundy, er nú í haldi lögreglu ásamt sex öðrum félögum sínum. 27. janúar 2016 07:10 Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Tilbúin til að gefast upp Þau fjögur sem enn halda til í húsnæði friðlands í Oregon eru nú umkringd af lögregluþjónum. 11. febrúar 2016 07:52 Talsmaður hústökumannanna féll í skotbardaga Sjö leiðtogar hópsins voru handteknir þegar þeir voru á leið á íbúafund. 27. janúar 2016 10:45 Bundy hvetur félaga sína til að leggja niður vopn Leiðtogi vopnaða uppreisnarhópsins í Oregon er nú í haldi lögreglu. 28. janúar 2016 07:28 FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06 Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Sjá meira
Segja Finicum hafa verið myrtan af lögreglu FBI birti myndband af handtöku hóps manna í Oregon þar sem LaVoy Finicum var skotinn til bana. 30. janúar 2016 10:42
Ammon Bundy og félagar handteknir í Oregon Til skotbardaga kom í nótt þegar Alríkislögreglan bandaríska réðst til atlögu gegn vopnuðum hópi manna sem hafa haft skrifstofur náttúruverndarstofnunar í Oregon á sínu valdi um nokkurra vikna skeið. Einn mannanna féll í átökunum og annar særðist en leiðtogi þeirra, Ammon Bundy, er nú í haldi lögreglu ásamt sex öðrum félögum sínum. 27. janúar 2016 07:10
Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13
Tilbúin til að gefast upp Þau fjögur sem enn halda til í húsnæði friðlands í Oregon eru nú umkringd af lögregluþjónum. 11. febrúar 2016 07:52
Talsmaður hústökumannanna féll í skotbardaga Sjö leiðtogar hópsins voru handteknir þegar þeir voru á leið á íbúafund. 27. janúar 2016 10:45
Bundy hvetur félaga sína til að leggja niður vopn Leiðtogi vopnaða uppreisnarhópsins í Oregon er nú í haldi lögreglu. 28. janúar 2016 07:28
FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. 4. janúar 2016 11:06