FBI tekur málin í sínar hendur í Oregon Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. janúar 2016 11:06 Ammon Bundy í dýraathvarfinu í gær þar sem vopnaðir menn ráða ríkjum. skjáskot Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. FBI sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að embættið vinni nú með „Fógetanum í Harney County, ríkislögreglunni í Oregon og öðrum löggæsluyfirvöldum,“ til að tryggja farsælar málalyktir. Þungvopnaðir menn réðust inn á skrifstofurnar í gær en þeir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar. Þeir hafa hvatt aðra föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig.Sjá einnig: Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninniRauði punkturinn gefur nokkurn veginn til kynna staðsetningu dýraathvarfsins.google mapsÞeir vilja að landsvæði sem eru í ríkiseigu verði færð í hendur yfirvalda í Oregon og vonast til að aðgerðir þeirra muni blása öðrum sama sinnis byr undir báða vængi. Í samtali við blaðamann Oregonian sagði Ammon Bundy, einn hinna vopnuðu, að markmið þeirra væri ekki að beita ofbeldi en ekki væri hægt að útiloka vopnuð átök ef yfirvöld freistuðu þess að brjóta sér leið inn í athvarfið. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum og séu þungvopnaðir. Ryan Bundy, bróðir Ammons, neitaði að svara til um fjöldann þegar hann var inntur eftir því við þarlenda fjölmiðla í gærkvöld. „Markmið okkar er að skila fólkinu hér réttindum sínum svo það geti nýtt landið og auðlindirnar,“ sagði Ryan Bundy. „Við erum hér til að koma á reglu, við erum hér til að endurvekja réttindi fólks og það getur farið fram auðveldlega og án átaka,“ sagði Bundy. Ammon bróðir hans tísti sambærilegum skilaboðum í nótt.We have not destroyed any property, businesses, or harmed any citizens. #OregonUnderAttack This is truly a peaceful protest against the #BLM— Ammon Bundy (@Ammon_Bundy) January 4, 2016 Unlike other protest that have taken place in this country over the last year and a half we have not put anyone in danger #OregonUnderAttack— Ammon Bundy (@Ammon_Bundy) January 4, 2016 Fógetinn í Harney County sagði í tilkynningu í dag að Bundy-bræðurnir og vopnuðu samherjar þeirra væru í Oregon á fölskum forsendum. „Þeir sögðust hafa komið til Harney County til að ganga til liðs við vopnaða stuðningsmenn bænda á svæðinu. Sannleikurinn er sá að þeir ætluðu sér að steypa yfirvöldum hér af stóli með það að markmiði að koma á byltingu í Bandaríkjunum,“ sagði fógetinn Dave Ward. Tengdar fréttir Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Alríkislögregla Bandaríkjanna, FBI, stýrir nú lögregluaðgerðum í Oregon-ríki þar sem hópur vopnaðra manna hefur náð skrifstofum dýraathvarfs á sitt vald. FBI sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að embættið vinni nú með „Fógetanum í Harney County, ríkislögreglunni í Oregon og öðrum löggæsluyfirvöldum,“ til að tryggja farsælar málalyktir. Þungvopnaðir menn réðust inn á skrifstofurnar í gær en þeir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar. Þeir hafa hvatt aðra föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig.Sjá einnig: Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninniRauði punkturinn gefur nokkurn veginn til kynna staðsetningu dýraathvarfsins.google mapsÞeir vilja að landsvæði sem eru í ríkiseigu verði færð í hendur yfirvalda í Oregon og vonast til að aðgerðir þeirra muni blása öðrum sama sinnis byr undir báða vængi. Í samtali við blaðamann Oregonian sagði Ammon Bundy, einn hinna vopnuðu, að markmið þeirra væri ekki að beita ofbeldi en ekki væri hægt að útiloka vopnuð átök ef yfirvöld freistuðu þess að brjóta sér leið inn í athvarfið. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum og séu þungvopnaðir. Ryan Bundy, bróðir Ammons, neitaði að svara til um fjöldann þegar hann var inntur eftir því við þarlenda fjölmiðla í gærkvöld. „Markmið okkar er að skila fólkinu hér réttindum sínum svo það geti nýtt landið og auðlindirnar,“ sagði Ryan Bundy. „Við erum hér til að koma á reglu, við erum hér til að endurvekja réttindi fólks og það getur farið fram auðveldlega og án átaka,“ sagði Bundy. Ammon bróðir hans tísti sambærilegum skilaboðum í nótt.We have not destroyed any property, businesses, or harmed any citizens. #OregonUnderAttack This is truly a peaceful protest against the #BLM— Ammon Bundy (@Ammon_Bundy) January 4, 2016 Unlike other protest that have taken place in this country over the last year and a half we have not put anyone in danger #OregonUnderAttack— Ammon Bundy (@Ammon_Bundy) January 4, 2016 Fógetinn í Harney County sagði í tilkynningu í dag að Bundy-bræðurnir og vopnuðu samherjar þeirra væru í Oregon á fölskum forsendum. „Þeir sögðust hafa komið til Harney County til að ganga til liðs við vopnaða stuðningsmenn bænda á svæðinu. Sannleikurinn er sá að þeir ætluðu sér að steypa yfirvöldum hér af stóli með það að markmiði að koma á byltingu í Bandaríkjunum,“ sagði fógetinn Dave Ward.
Tengdar fréttir Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Sjá meira
Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. 3. janúar 2016 22:13