Vopnaðir menn ögra alríkisstjórninni Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 3. janúar 2016 22:13 Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon-ríki í Bandaríkjunum. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. Mennirnir réðust inn á skrifstofurnar stuttu eftir samstöðufund í bænum Burns í Oregon þar sem hópur fólks kom saman til að sýna feðgunum Dwight og Steven Hammond stuðning. Feðgunum hefur verið skipað að gefa sig fram við lögreglu til að ljúka afplánun fimm ára fangelsisdóms sem þeir hlutu árið 2012 í tengslum við íkveikju á landi í ríkiseigu. Leiðtogar hópsins eru bræðurnir Ammon og Ryan Bundy. Þeir eru þekktir andófsmenn og eru synir nautgripabóndans Clive Bundy sem leiddi hóp vopnaðra manna sem bauð alríkislögreglunni birginn árið 2014 i Las Vegas í kjölfar lagabreytinga um beitilönd. Mennirnir sem standa á bak við yfirtökuna í dýraathvarfinu í Oregon núna eru þekktir fyrir róttækar skoðanir í garð bandarísku alríkisstjórnarinnar og saka hana um harðstjórn. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum og séu þungvopnaðir. Mennirnir hvetja föðurlandsvini til að grípa til vopna og halda til Oregon. Í samtali við blaðamann Oregonian sagði Ammon Bundy að markmið þeirra væri ekki að beita ofbeldi en ekki væri hægt að útiloka vopnuð átök ef yfirvöld freistuðu þess að brjóta sér leið inn í athvarfið. Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira
Hópur vopnaðra manna hefur náð á sitt vald skrifstofum dýraathvarfs í Oregon-ríki í Bandaríkjunum. Mennirnir segja markmið sitt vera að berjast gegn harðstjórn og alræði bandarísku alríkisstjórnarinnar og hvetja föðurlandsvini til að ganga til liðs við sig. Mennirnir réðust inn á skrifstofurnar stuttu eftir samstöðufund í bænum Burns í Oregon þar sem hópur fólks kom saman til að sýna feðgunum Dwight og Steven Hammond stuðning. Feðgunum hefur verið skipað að gefa sig fram við lögreglu til að ljúka afplánun fimm ára fangelsisdóms sem þeir hlutu árið 2012 í tengslum við íkveikju á landi í ríkiseigu. Leiðtogar hópsins eru bræðurnir Ammon og Ryan Bundy. Þeir eru þekktir andófsmenn og eru synir nautgripabóndans Clive Bundy sem leiddi hóp vopnaðra manna sem bauð alríkislögreglunni birginn árið 2014 i Las Vegas í kjölfar lagabreytinga um beitilönd. Mennirnir sem standa á bak við yfirtökuna í dýraathvarfinu í Oregon núna eru þekktir fyrir róttækar skoðanir í garð bandarísku alríkisstjórnarinnar og saka hana um harðstjórn. Ekki er vitað hversu margir menn eru í athvarfinu en fjölmiðlar í Oregon fullyrða að þeir skipti tugum og séu þungvopnaðir. Mennirnir hvetja föðurlandsvini til að grípa til vopna og halda til Oregon. Í samtali við blaðamann Oregonian sagði Ammon Bundy að markmið þeirra væri ekki að beita ofbeldi en ekki væri hægt að útiloka vopnuð átök ef yfirvöld freistuðu þess að brjóta sér leið inn í athvarfið.
Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Fleiri fréttir Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Sjá meira