Joe Allen tryggði Liverpool stig gegn Arsenal í miklum markaleik | Sjáið mörkin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2016 21:45 Joe Allen fagnar jöfnunarmarki sínu. vísir/getty Varamaðurinn Joe Allen tryggði Liverpool 3-3 jafntefli með marki á lokamínútunni á móti Arsenal í mögnuðum leik á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liverpool komst tvisvar yfir í fyrri hálfleiknum en Arsenal jafnaði í bæði skiptin og komst síðan í 3-2 með öðru marki Olivier Giroud eftir aðeins tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Það stefndi í það að það yrði sigurmarkið í leiknum en Liverpool-mönnum tókst að jafna metin og tryggja sér stig. Fyrstu 25 mínútur leiksins voru ótrúlegar þar sem liðin skoruðu saman fjögur mörk. Roberto Firmino kom Liverpool tvisvar yfir en Arsenal-menn jöfnuðu í bæði skiptin. Roberto Firmino kom Liverpool í 1-0 strax á 10. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti xxx sem Peter Cech varði. Aaron Ramsey jafnaði metin fjórum mínútum síðar eftir undirbúning frá Joel Campbell. Roberto Firmino skoraði síðan frábært mark á 19. mínútu með glæsilegu langskoti og var því búinn að koma Liverpool yfir í tvígang í leiknum. Það tók Arsenal-menn þó aðeins sex mínútur að jafna þegar Olivier Giroud potaði boltanum inn eftir hornspyrnu Aaron Ramsey. Olivier Giroud fékk síðan ótrúlegt færi til að skora sitt annað mark þremur mínútum síðar en hitti ekki boltann fyrir framan opið markið. Roberto Firmino var líka nálægt því að skora sitt þriðja mark í uppbótartíma fyrri hálfleiksins þegar skot hans fór í slána. Olivier Giroud átti eftir að bæta fyrir klúðrið sitt í fyrri hálfleik þegar hann afgreiddi boltann í markið á 55. mínútu og kom Arsenal í 3-2. Liverpool sótti grimmt í lokin og það var síðan varamaðurinn Joe Allen sem jafnaði metin á lokamínútunni við mikinn fögnuð Jürgen Klopp og hans manna.Roberto Firmino kemur Liverpool í 1-0 Aaron Ramsey jafnar fyrir Arsenal Roberto Firmino kemur Liverpool aftur yfir Olivier Giroud jafnar í 2-2 Klúður ársins hjá Olivier Giroud Olivier Giroud kemur Arsenal yfir í 3-2 Joe Allen tryggir Liverpool jafntefli Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Varamaðurinn Joe Allen tryggði Liverpool 3-3 jafntefli með marki á lokamínútunni á móti Arsenal í mögnuðum leik á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Liverpool komst tvisvar yfir í fyrri hálfleiknum en Arsenal jafnaði í bæði skiptin og komst síðan í 3-2 með öðru marki Olivier Giroud eftir aðeins tíu mínútna leik í seinni hálfleik. Það stefndi í það að það yrði sigurmarkið í leiknum en Liverpool-mönnum tókst að jafna metin og tryggja sér stig. Fyrstu 25 mínútur leiksins voru ótrúlegar þar sem liðin skoruðu saman fjögur mörk. Roberto Firmino kom Liverpool tvisvar yfir en Arsenal-menn jöfnuðu í bæði skiptin. Roberto Firmino kom Liverpool í 1-0 strax á 10. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti xxx sem Peter Cech varði. Aaron Ramsey jafnaði metin fjórum mínútum síðar eftir undirbúning frá Joel Campbell. Roberto Firmino skoraði síðan frábært mark á 19. mínútu með glæsilegu langskoti og var því búinn að koma Liverpool yfir í tvígang í leiknum. Það tók Arsenal-menn þó aðeins sex mínútur að jafna þegar Olivier Giroud potaði boltanum inn eftir hornspyrnu Aaron Ramsey. Olivier Giroud fékk síðan ótrúlegt færi til að skora sitt annað mark þremur mínútum síðar en hitti ekki boltann fyrir framan opið markið. Roberto Firmino var líka nálægt því að skora sitt þriðja mark í uppbótartíma fyrri hálfleiksins þegar skot hans fór í slána. Olivier Giroud átti eftir að bæta fyrir klúðrið sitt í fyrri hálfleik þegar hann afgreiddi boltann í markið á 55. mínútu og kom Arsenal í 3-2. Liverpool sótti grimmt í lokin og það var síðan varamaðurinn Joe Allen sem jafnaði metin á lokamínútunni við mikinn fögnuð Jürgen Klopp og hans manna.Roberto Firmino kemur Liverpool í 1-0 Aaron Ramsey jafnar fyrir Arsenal Roberto Firmino kemur Liverpool aftur yfir Olivier Giroud jafnar í 2-2 Klúður ársins hjá Olivier Giroud Olivier Giroud kemur Arsenal yfir í 3-2 Joe Allen tryggir Liverpool jafntefli
Enski boltinn Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira