Van Gaal njósnaði um leikmenn United sem voru stundum nálægt uppreisn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 08:15 Louis van Gaal er að öllum líkindum á útleið og leikmennirnir verða víst fegnir. vísir/getty Daniel Taylor, aðal fótboltafréttaritari enska blaðsins The Guardian, skrifar magnaðan pistil á heimasíðu Guardian þar sem hann opinberar hvernig tímabilið er búið að vera hjá Manchester United hvað varðar Louis van Gaal og samband hans við leikmenn liðsins. Hann rekur söguna alveg til fyrstu æfingaferðar liðsins undir stjórn Van Gaals. Áður en Taylor tók við sem yfirmaður fótboltaskrifa hjá Guardian var hann fréttaritari blaðsins í Manchester og er vel tengdur inn í bæði Manchester United og Manchester City. Svo virðist sem vandræðin hafi byrjað strax í fyrstu æfingaferð Van Gaal sumarið 2014 þegar liðið fór til Bandaríkjanna en innan herbúða Manchester United kenndu leikmennirnir æfingaferðinni um ömurlega byrjun liðsins í deildinni sem var sú versta í 25 ára. Þeim fannst æfingaferðin frekar líkjast fangabúðum þar sem æft var tvisvar sinnum á dag, margir fundir haldnir og kvöldmaturinn var ekki meira en ristuð brauðsneið. Leikmennirnir voru á fullu frá hálf níu um morguninn og fram til hálf ellefu um kvöldið.David De Gea er sagður enginn aðdáandi Van Gaals.Vísir/GettyHundskammaðir Hollendingurinn er allt annað en vinsæll hjá flestum leikmönnum liðsins, að því fram kemur í pistli Daniels Taylors, en hugmyndafræði hans og leikskipulag er svo óvinsælt hjá leikmönnunum að nokkrir þeirra hafa kvartað fyrir framan aðra leikmenn í búningsklefanum. Framkomu Van Gaal við leikmenn United er líkt við gamaldags skólastjóra í Bretlandi og aðferðir hans sagðar hafa nuddað leikmennina eins og sandpappír. Taylor segist hafa heimildir fyrir því að stundum hafi einfaldlega verið stutt í uppreisn hjá leikmönnunum gegn Van Gaal. Hollenski þjálfarinn er sagður duglegur við að gagnrýna menn og hreinlega hundskamma þá opinberlega fyrir framan aðra menn í klefanum. Það er eitthvað sem fór illa í leikmannahópinn og gekk það svo langt að Wayne Rooney og Michael Carrick fóru á fund með Van Gaal til að ræða þau mál. Van Gaal fær prik hjá Taylor fyrir að vera alltaf sagður til í að hlusta á leikmennina og hvetja þá til að tala af hreinskilni ef eitthvað er að hjá þeim.Er Mourinho á leiðinni?vísir/gettyNjósnir En eftir þennan fund fór Van Gaal að senda leikmönnunum tölvupósta, ekki á allan hópinn heldur á hvern og einn. Í póstunum fór hann yfir mistök og misgjörðir hvers og eins leikmanns og sýndi þeim myndbönd af því sem hann var óánægður með. Þetta virkaði ekki því á þessum tíma voru leikmennirnir orðnir svo svekktir út í Van Gaal að þeir opnuðu ekki einu sinni póstana. Van Gaal grunaði að þannig væri í pottinn búið þannig hann hengdi sporrekjanda við póstana þannig hann vissi hvort leikmennirnir væru að opna póstinn frá honum og hversu lengi hann var opinn. „Þetta varð leikur kattarins að músinni,“ skrifar Taylor en leikmennirnir svöruðu þessu bragði Van Gaal með því að opna póstinn í símanum og skilja hann eftir opinn í 20 mínútur á meðan þeir fóru að gera eitthvað annað. Þrátt fyrir að skila bikarmeistaratitli í hús er fastlega búist við því að Louis van Gaal verði rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United og líklega strax í dag. José Mourinho verður svo ráðinn seinna í vikunni. Allan pistil Taylors má lesa hér. Enski boltinn Tengdar fréttir BBC: Van Gaal verður rekinn á mánudaginn | Mourinho tekur við daginn eftir BBC greinir frá því í kvöld á heimasíðu sinni að Louis Van Gaal verði sagt upp störfum hjá Manchester United á mánudaginn og að Jose Mourinho taki við liðinu daginn eftir. 21. maí 2016 20:08 Mourinho fékk 728 milljónir fyrir að taka ekki annað starf á meðan United gerði upp hug sinn Portúgalinn verður að öllum líkindum kynntur sem nýr stjóri Manchester United í vikunni. 23. maí 2016 07:45 Van Gaal: Þetta er búið Louis van Gaal, knattspyrnustjóri nýkrýndra bikarmeistara Manchester United, virðist vera meðvitaður um að dagar hans hjá félaginu séu taldir. 22. maí 2016 12:02 Lingard tryggði Manchester United 12. bikarmeistaratitilinn | Sjáðu mörkin Tíu leikmenn Manchester United náðu að knýja fram sigur í framlengingu í úrslitum FA-bikarsins gegn Crystal Palace en Jesse Lingard skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn sem varamaður. 21. maí 2016 00:01 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Sjá meira
Daniel Taylor, aðal fótboltafréttaritari enska blaðsins The Guardian, skrifar magnaðan pistil á heimasíðu Guardian þar sem hann opinberar hvernig tímabilið er búið að vera hjá Manchester United hvað varðar Louis van Gaal og samband hans við leikmenn liðsins. Hann rekur söguna alveg til fyrstu æfingaferðar liðsins undir stjórn Van Gaals. Áður en Taylor tók við sem yfirmaður fótboltaskrifa hjá Guardian var hann fréttaritari blaðsins í Manchester og er vel tengdur inn í bæði Manchester United og Manchester City. Svo virðist sem vandræðin hafi byrjað strax í fyrstu æfingaferð Van Gaal sumarið 2014 þegar liðið fór til Bandaríkjanna en innan herbúða Manchester United kenndu leikmennirnir æfingaferðinni um ömurlega byrjun liðsins í deildinni sem var sú versta í 25 ára. Þeim fannst æfingaferðin frekar líkjast fangabúðum þar sem æft var tvisvar sinnum á dag, margir fundir haldnir og kvöldmaturinn var ekki meira en ristuð brauðsneið. Leikmennirnir voru á fullu frá hálf níu um morguninn og fram til hálf ellefu um kvöldið.David De Gea er sagður enginn aðdáandi Van Gaals.Vísir/GettyHundskammaðir Hollendingurinn er allt annað en vinsæll hjá flestum leikmönnum liðsins, að því fram kemur í pistli Daniels Taylors, en hugmyndafræði hans og leikskipulag er svo óvinsælt hjá leikmönnunum að nokkrir þeirra hafa kvartað fyrir framan aðra leikmenn í búningsklefanum. Framkomu Van Gaal við leikmenn United er líkt við gamaldags skólastjóra í Bretlandi og aðferðir hans sagðar hafa nuddað leikmennina eins og sandpappír. Taylor segist hafa heimildir fyrir því að stundum hafi einfaldlega verið stutt í uppreisn hjá leikmönnunum gegn Van Gaal. Hollenski þjálfarinn er sagður duglegur við að gagnrýna menn og hreinlega hundskamma þá opinberlega fyrir framan aðra menn í klefanum. Það er eitthvað sem fór illa í leikmannahópinn og gekk það svo langt að Wayne Rooney og Michael Carrick fóru á fund með Van Gaal til að ræða þau mál. Van Gaal fær prik hjá Taylor fyrir að vera alltaf sagður til í að hlusta á leikmennina og hvetja þá til að tala af hreinskilni ef eitthvað er að hjá þeim.Er Mourinho á leiðinni?vísir/gettyNjósnir En eftir þennan fund fór Van Gaal að senda leikmönnunum tölvupósta, ekki á allan hópinn heldur á hvern og einn. Í póstunum fór hann yfir mistök og misgjörðir hvers og eins leikmanns og sýndi þeim myndbönd af því sem hann var óánægður með. Þetta virkaði ekki því á þessum tíma voru leikmennirnir orðnir svo svekktir út í Van Gaal að þeir opnuðu ekki einu sinni póstana. Van Gaal grunaði að þannig væri í pottinn búið þannig hann hengdi sporrekjanda við póstana þannig hann vissi hvort leikmennirnir væru að opna póstinn frá honum og hversu lengi hann var opinn. „Þetta varð leikur kattarins að músinni,“ skrifar Taylor en leikmennirnir svöruðu þessu bragði Van Gaal með því að opna póstinn í símanum og skilja hann eftir opinn í 20 mínútur á meðan þeir fóru að gera eitthvað annað. Þrátt fyrir að skila bikarmeistaratitli í hús er fastlega búist við því að Louis van Gaal verði rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United og líklega strax í dag. José Mourinho verður svo ráðinn seinna í vikunni. Allan pistil Taylors má lesa hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir BBC: Van Gaal verður rekinn á mánudaginn | Mourinho tekur við daginn eftir BBC greinir frá því í kvöld á heimasíðu sinni að Louis Van Gaal verði sagt upp störfum hjá Manchester United á mánudaginn og að Jose Mourinho taki við liðinu daginn eftir. 21. maí 2016 20:08 Mourinho fékk 728 milljónir fyrir að taka ekki annað starf á meðan United gerði upp hug sinn Portúgalinn verður að öllum líkindum kynntur sem nýr stjóri Manchester United í vikunni. 23. maí 2016 07:45 Van Gaal: Þetta er búið Louis van Gaal, knattspyrnustjóri nýkrýndra bikarmeistara Manchester United, virðist vera meðvitaður um að dagar hans hjá félaginu séu taldir. 22. maí 2016 12:02 Lingard tryggði Manchester United 12. bikarmeistaratitilinn | Sjáðu mörkin Tíu leikmenn Manchester United náðu að knýja fram sigur í framlengingu í úrslitum FA-bikarsins gegn Crystal Palace en Jesse Lingard skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn sem varamaður. 21. maí 2016 00:01 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Fótbolti Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Liverpool eyddi meira en öll sádi-arabíska deildin til samans Rauðu djöflarnir horfa til framtíðar með nýjum markverði Sunnudagsmessan: Fylltu í eyðurnar Guardiola fer ótroðnar slóðir með Donnarumma milli stanganna Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Biturðin lak af tilkynningu um Isak Man. City seldi markvörð og lánaði varnarmann Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Andri Lucas flytur til Englands Gerir eins og Isak en vill komast til Newcastle Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Markalaust ómarkvert jafntefli á Elland Road Bournemouth stöðvaði sigurgöngu Tottenham og Grealish áfram í stuði Vítaspyrna í uppbótartíma bjargaði United fyrir horn Chelsea á toppnum eftir tvo umdeilda dóma Segja Manchester United skulda Antony 996 milljónir í laun Sjáðu mörkin hjá sex yngstu markaskorum í sögu Liverpool Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Sjá meira
BBC: Van Gaal verður rekinn á mánudaginn | Mourinho tekur við daginn eftir BBC greinir frá því í kvöld á heimasíðu sinni að Louis Van Gaal verði sagt upp störfum hjá Manchester United á mánudaginn og að Jose Mourinho taki við liðinu daginn eftir. 21. maí 2016 20:08
Mourinho fékk 728 milljónir fyrir að taka ekki annað starf á meðan United gerði upp hug sinn Portúgalinn verður að öllum líkindum kynntur sem nýr stjóri Manchester United í vikunni. 23. maí 2016 07:45
Van Gaal: Þetta er búið Louis van Gaal, knattspyrnustjóri nýkrýndra bikarmeistara Manchester United, virðist vera meðvitaður um að dagar hans hjá félaginu séu taldir. 22. maí 2016 12:02
Lingard tryggði Manchester United 12. bikarmeistaratitilinn | Sjáðu mörkin Tíu leikmenn Manchester United náðu að knýja fram sigur í framlengingu í úrslitum FA-bikarsins gegn Crystal Palace en Jesse Lingard skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn sem varamaður. 21. maí 2016 00:01