Van Gaal njósnaði um leikmenn United sem voru stundum nálægt uppreisn Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. maí 2016 08:15 Louis van Gaal er að öllum líkindum á útleið og leikmennirnir verða víst fegnir. vísir/getty Daniel Taylor, aðal fótboltafréttaritari enska blaðsins The Guardian, skrifar magnaðan pistil á heimasíðu Guardian þar sem hann opinberar hvernig tímabilið er búið að vera hjá Manchester United hvað varðar Louis van Gaal og samband hans við leikmenn liðsins. Hann rekur söguna alveg til fyrstu æfingaferðar liðsins undir stjórn Van Gaals. Áður en Taylor tók við sem yfirmaður fótboltaskrifa hjá Guardian var hann fréttaritari blaðsins í Manchester og er vel tengdur inn í bæði Manchester United og Manchester City. Svo virðist sem vandræðin hafi byrjað strax í fyrstu æfingaferð Van Gaal sumarið 2014 þegar liðið fór til Bandaríkjanna en innan herbúða Manchester United kenndu leikmennirnir æfingaferðinni um ömurlega byrjun liðsins í deildinni sem var sú versta í 25 ára. Þeim fannst æfingaferðin frekar líkjast fangabúðum þar sem æft var tvisvar sinnum á dag, margir fundir haldnir og kvöldmaturinn var ekki meira en ristuð brauðsneið. Leikmennirnir voru á fullu frá hálf níu um morguninn og fram til hálf ellefu um kvöldið.David De Gea er sagður enginn aðdáandi Van Gaals.Vísir/GettyHundskammaðir Hollendingurinn er allt annað en vinsæll hjá flestum leikmönnum liðsins, að því fram kemur í pistli Daniels Taylors, en hugmyndafræði hans og leikskipulag er svo óvinsælt hjá leikmönnunum að nokkrir þeirra hafa kvartað fyrir framan aðra leikmenn í búningsklefanum. Framkomu Van Gaal við leikmenn United er líkt við gamaldags skólastjóra í Bretlandi og aðferðir hans sagðar hafa nuddað leikmennina eins og sandpappír. Taylor segist hafa heimildir fyrir því að stundum hafi einfaldlega verið stutt í uppreisn hjá leikmönnunum gegn Van Gaal. Hollenski þjálfarinn er sagður duglegur við að gagnrýna menn og hreinlega hundskamma þá opinberlega fyrir framan aðra menn í klefanum. Það er eitthvað sem fór illa í leikmannahópinn og gekk það svo langt að Wayne Rooney og Michael Carrick fóru á fund með Van Gaal til að ræða þau mál. Van Gaal fær prik hjá Taylor fyrir að vera alltaf sagður til í að hlusta á leikmennina og hvetja þá til að tala af hreinskilni ef eitthvað er að hjá þeim.Er Mourinho á leiðinni?vísir/gettyNjósnir En eftir þennan fund fór Van Gaal að senda leikmönnunum tölvupósta, ekki á allan hópinn heldur á hvern og einn. Í póstunum fór hann yfir mistök og misgjörðir hvers og eins leikmanns og sýndi þeim myndbönd af því sem hann var óánægður með. Þetta virkaði ekki því á þessum tíma voru leikmennirnir orðnir svo svekktir út í Van Gaal að þeir opnuðu ekki einu sinni póstana. Van Gaal grunaði að þannig væri í pottinn búið þannig hann hengdi sporrekjanda við póstana þannig hann vissi hvort leikmennirnir væru að opna póstinn frá honum og hversu lengi hann var opinn. „Þetta varð leikur kattarins að músinni,“ skrifar Taylor en leikmennirnir svöruðu þessu bragði Van Gaal með því að opna póstinn í símanum og skilja hann eftir opinn í 20 mínútur á meðan þeir fóru að gera eitthvað annað. Þrátt fyrir að skila bikarmeistaratitli í hús er fastlega búist við því að Louis van Gaal verði rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United og líklega strax í dag. José Mourinho verður svo ráðinn seinna í vikunni. Allan pistil Taylors má lesa hér. Enski boltinn Tengdar fréttir BBC: Van Gaal verður rekinn á mánudaginn | Mourinho tekur við daginn eftir BBC greinir frá því í kvöld á heimasíðu sinni að Louis Van Gaal verði sagt upp störfum hjá Manchester United á mánudaginn og að Jose Mourinho taki við liðinu daginn eftir. 21. maí 2016 20:08 Mourinho fékk 728 milljónir fyrir að taka ekki annað starf á meðan United gerði upp hug sinn Portúgalinn verður að öllum líkindum kynntur sem nýr stjóri Manchester United í vikunni. 23. maí 2016 07:45 Van Gaal: Þetta er búið Louis van Gaal, knattspyrnustjóri nýkrýndra bikarmeistara Manchester United, virðist vera meðvitaður um að dagar hans hjá félaginu séu taldir. 22. maí 2016 12:02 Lingard tryggði Manchester United 12. bikarmeistaratitilinn | Sjáðu mörkin Tíu leikmenn Manchester United náðu að knýja fram sigur í framlengingu í úrslitum FA-bikarsins gegn Crystal Palace en Jesse Lingard skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn sem varamaður. 21. maí 2016 00:01 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira
Daniel Taylor, aðal fótboltafréttaritari enska blaðsins The Guardian, skrifar magnaðan pistil á heimasíðu Guardian þar sem hann opinberar hvernig tímabilið er búið að vera hjá Manchester United hvað varðar Louis van Gaal og samband hans við leikmenn liðsins. Hann rekur söguna alveg til fyrstu æfingaferðar liðsins undir stjórn Van Gaals. Áður en Taylor tók við sem yfirmaður fótboltaskrifa hjá Guardian var hann fréttaritari blaðsins í Manchester og er vel tengdur inn í bæði Manchester United og Manchester City. Svo virðist sem vandræðin hafi byrjað strax í fyrstu æfingaferð Van Gaal sumarið 2014 þegar liðið fór til Bandaríkjanna en innan herbúða Manchester United kenndu leikmennirnir æfingaferðinni um ömurlega byrjun liðsins í deildinni sem var sú versta í 25 ára. Þeim fannst æfingaferðin frekar líkjast fangabúðum þar sem æft var tvisvar sinnum á dag, margir fundir haldnir og kvöldmaturinn var ekki meira en ristuð brauðsneið. Leikmennirnir voru á fullu frá hálf níu um morguninn og fram til hálf ellefu um kvöldið.David De Gea er sagður enginn aðdáandi Van Gaals.Vísir/GettyHundskammaðir Hollendingurinn er allt annað en vinsæll hjá flestum leikmönnum liðsins, að því fram kemur í pistli Daniels Taylors, en hugmyndafræði hans og leikskipulag er svo óvinsælt hjá leikmönnunum að nokkrir þeirra hafa kvartað fyrir framan aðra leikmenn í búningsklefanum. Framkomu Van Gaal við leikmenn United er líkt við gamaldags skólastjóra í Bretlandi og aðferðir hans sagðar hafa nuddað leikmennina eins og sandpappír. Taylor segist hafa heimildir fyrir því að stundum hafi einfaldlega verið stutt í uppreisn hjá leikmönnunum gegn Van Gaal. Hollenski þjálfarinn er sagður duglegur við að gagnrýna menn og hreinlega hundskamma þá opinberlega fyrir framan aðra menn í klefanum. Það er eitthvað sem fór illa í leikmannahópinn og gekk það svo langt að Wayne Rooney og Michael Carrick fóru á fund með Van Gaal til að ræða þau mál. Van Gaal fær prik hjá Taylor fyrir að vera alltaf sagður til í að hlusta á leikmennina og hvetja þá til að tala af hreinskilni ef eitthvað er að hjá þeim.Er Mourinho á leiðinni?vísir/gettyNjósnir En eftir þennan fund fór Van Gaal að senda leikmönnunum tölvupósta, ekki á allan hópinn heldur á hvern og einn. Í póstunum fór hann yfir mistök og misgjörðir hvers og eins leikmanns og sýndi þeim myndbönd af því sem hann var óánægður með. Þetta virkaði ekki því á þessum tíma voru leikmennirnir orðnir svo svekktir út í Van Gaal að þeir opnuðu ekki einu sinni póstana. Van Gaal grunaði að þannig væri í pottinn búið þannig hann hengdi sporrekjanda við póstana þannig hann vissi hvort leikmennirnir væru að opna póstinn frá honum og hversu lengi hann var opinn. „Þetta varð leikur kattarins að músinni,“ skrifar Taylor en leikmennirnir svöruðu þessu bragði Van Gaal með því að opna póstinn í símanum og skilja hann eftir opinn í 20 mínútur á meðan þeir fóru að gera eitthvað annað. Þrátt fyrir að skila bikarmeistaratitli í hús er fastlega búist við því að Louis van Gaal verði rekinn sem knattspyrnustjóri Manchester United og líklega strax í dag. José Mourinho verður svo ráðinn seinna í vikunni. Allan pistil Taylors má lesa hér.
Enski boltinn Tengdar fréttir BBC: Van Gaal verður rekinn á mánudaginn | Mourinho tekur við daginn eftir BBC greinir frá því í kvöld á heimasíðu sinni að Louis Van Gaal verði sagt upp störfum hjá Manchester United á mánudaginn og að Jose Mourinho taki við liðinu daginn eftir. 21. maí 2016 20:08 Mourinho fékk 728 milljónir fyrir að taka ekki annað starf á meðan United gerði upp hug sinn Portúgalinn verður að öllum líkindum kynntur sem nýr stjóri Manchester United í vikunni. 23. maí 2016 07:45 Van Gaal: Þetta er búið Louis van Gaal, knattspyrnustjóri nýkrýndra bikarmeistara Manchester United, virðist vera meðvitaður um að dagar hans hjá félaginu séu taldir. 22. maí 2016 12:02 Lingard tryggði Manchester United 12. bikarmeistaratitilinn | Sjáðu mörkin Tíu leikmenn Manchester United náðu að knýja fram sigur í framlengingu í úrslitum FA-bikarsins gegn Crystal Palace en Jesse Lingard skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn sem varamaður. 21. maí 2016 00:01 Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Fleiri fréttir Í beinni: Newcastle - Arsenal | Skytturnar mæta á St James' Park Villa kláraði dæmið í byrjun seinni hálfleiks „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjá meira
BBC: Van Gaal verður rekinn á mánudaginn | Mourinho tekur við daginn eftir BBC greinir frá því í kvöld á heimasíðu sinni að Louis Van Gaal verði sagt upp störfum hjá Manchester United á mánudaginn og að Jose Mourinho taki við liðinu daginn eftir. 21. maí 2016 20:08
Mourinho fékk 728 milljónir fyrir að taka ekki annað starf á meðan United gerði upp hug sinn Portúgalinn verður að öllum líkindum kynntur sem nýr stjóri Manchester United í vikunni. 23. maí 2016 07:45
Van Gaal: Þetta er búið Louis van Gaal, knattspyrnustjóri nýkrýndra bikarmeistara Manchester United, virðist vera meðvitaður um að dagar hans hjá félaginu séu taldir. 22. maí 2016 12:02
Lingard tryggði Manchester United 12. bikarmeistaratitilinn | Sjáðu mörkin Tíu leikmenn Manchester United náðu að knýja fram sigur í framlengingu í úrslitum FA-bikarsins gegn Crystal Palace en Jesse Lingard skoraði sigurmarkið eftir að hafa komið inn sem varamaður. 21. maí 2016 00:01