Þetta er önnur tilraun fyrirtækisins sem er í eigu Elon Musk.
Með því að ná að lenda eldflaugum og nota þær aftur, má draga gífurlega úr kostnaði við geimskot. Í viðtali við Bloomberg í mars sagði Musk að verði tæknin að raunveruleika muni geimskot kosta um tvö til þrjú hundruð þúsund dali í stað um 61 milljónar dala, um 8,4 milljarðar króna. Þannig myndi SpaceX breyta gangi geimskota í heiminum.
Looks like Falcon landed fine, but excess lateral velocity caused it to tip over post landing pic.twitter.com/eJWzN6KSJa
— Elon Musk (@elonmusk) April 14, 2015
Fleiri myndbönd frá geimskotum og tilraunum SpaceX má sjá á Youtube-síðu fyrirtækisins.