Google fjárfestir í SpaceX Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. janúar 2015 07:00 Elon Musk stofnaði SpaceX. VÍSIR/AP/AFP Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í SpaceX, geimferðafyrirtæki Elon Musk. Þetta hafa talsmenn SpaceX staðfest. Fjárfesting Google og Fidelity tryggir þeim rétt um tíu prósenta hlut í SpaceX, sem þýðir að verðmæti fyrirtækisins sé metið á um 10 milljarða dollara, jafnvirði 1.319 milljarða íslenskra króna.Á kynningarfundi síðastliðinn föstudag sagði Musk frá áætlunum SpaceX um að koma háhraða internettengingu til allra horna heimsins. Til þess ætlar fyrirtækið að þróa fjögur þúsund smáa gervihnetti sem eiga að hringsóla jörðina í 1.200 kílómetra hæð. Samkvæmt The Information, sem greindi fyrst frá kaupunum á mánudag, er tilgangurinn sá að tryggja þróun á þessum gervihnöttum SpaceX. Google hefur lengi haft það að markmiðið að nettengja sem flesta á jörðinni og fellur fjárfestingin að þeim markmiðum. Á kynningarfundinum sagðist Musk telja að það tæki um fimm ár að byggja upp gervihnattanetið og að heildarkostnaður verkefnisins væru um tíu milljarðar dala. Tengdar fréttir Vill dreifa internetinu með gervihnöttum Elon Musk vill þróa fjögur þúsund gervihnatta net yfir jörðinni sem koma á háhraða tengingu til allra. 19. janúar 2015 13:45 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Google og fjárfestingafélagið Fidelity hafa fjárfest fyrir samtals um einn milljarð dollara í SpaceX, geimferðafyrirtæki Elon Musk. Þetta hafa talsmenn SpaceX staðfest. Fjárfesting Google og Fidelity tryggir þeim rétt um tíu prósenta hlut í SpaceX, sem þýðir að verðmæti fyrirtækisins sé metið á um 10 milljarða dollara, jafnvirði 1.319 milljarða íslenskra króna.Á kynningarfundi síðastliðinn föstudag sagði Musk frá áætlunum SpaceX um að koma háhraða internettengingu til allra horna heimsins. Til þess ætlar fyrirtækið að þróa fjögur þúsund smáa gervihnetti sem eiga að hringsóla jörðina í 1.200 kílómetra hæð. Samkvæmt The Information, sem greindi fyrst frá kaupunum á mánudag, er tilgangurinn sá að tryggja þróun á þessum gervihnöttum SpaceX. Google hefur lengi haft það að markmiðið að nettengja sem flesta á jörðinni og fellur fjárfestingin að þeim markmiðum. Á kynningarfundinum sagðist Musk telja að það tæki um fimm ár að byggja upp gervihnattanetið og að heildarkostnaður verkefnisins væru um tíu milljarðar dala.
Tengdar fréttir Vill dreifa internetinu með gervihnöttum Elon Musk vill þróa fjögur þúsund gervihnatta net yfir jörðinni sem koma á háhraða tengingu til allra. 19. janúar 2015 13:45 Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Vill dreifa internetinu með gervihnöttum Elon Musk vill þróa fjögur þúsund gervihnatta net yfir jörðinni sem koma á háhraða tengingu til allra. 19. janúar 2015 13:45