Erlent

Geimskotið tókst en lendingin ekki

Samúel Karl Ólason skrifar
Falcon 9 flaug SpaceX var skotið á loft í Flórída snemma í morgun.
Falcon 9 flaug SpaceX var skotið á loft í Flórída snemma í morgun. Vísir/AP/AFP
Fyrirtækinu SpaceX tókst að koma birgðum til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, en byltingarkennd tilraun þeirra til að lenda eldflauginni aftur á pramma fljótandi á Atlantshafinu tókst ekki. Þetta var í fyrsta skipti sem slíkt er reynt, en endurnotkun eldflauga gæti sparað gífurlega fjármuni.

Elon Musk stofnandi fyrirtækisins segir á Twitter að lendingin hafi næstum því tekist.

Starfsmönnum SpaceX tókst að beina eldflauginni að prammanum og lenti hún í raun á honum. Þó kom hún á allt of miklum hraða til lendingar og eyðilagðist eldflaugin. Skipið sjálft er í ágætis standi.

Fyrir skotið hafði Musk sagt að um 50 prósent líkur væru á að tilraunin heppnaðist, en ljóst er að fyrirtækið hefur fengið góða reynslu frá skotinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×