Smíði draumalestar Elon Musk hafin Finnur Thorlacius skrifar 2. mars 2015 09:32 Hyperloop lestin. Elon Musk forstjóri Tesla er ekki einhamur maður og hann hefur fleira á prjónunum en smíði bíla. Musk er einnig hugmyndasmiður „Hyperloop“-lestarinnar, en hún svífur í röri og fer ógnarhratt á milli staða. Nú hefur verið ákveðið að smíða um 8 kílómetra bút af lest af þessu tagi í Quay Valley, sem er mitt á milli Los Angeles og San Francisco. Það er Hyperloop Transportation Technologies (HTT) sem sér um smíði hennar, en þar hefur Elon Musk lítil tök. Smíði hennar er ekki bara í tilraunaskyni, heldur á hún að þjóna íbúum á þessu svæði og í framtíðinni má við hana bæta í báðar áttir. Kostnaðurinn við smíði hennar er 13,2 milljarðar króna. Ef slík lest yrði smíðuð á milli Los Angeles og San Francisco myndi það kosta 800 og 1.300 milljarðar króna. Hún á að geta ferðast á 962 km hraða, eða á svipaðri ferð og venjulegr farþegaþotur. Því gæti skilað fólki á milli borganna á um hálftíma, vegna þess ógnarhraða sem hún nær. Þessi stutti bútur sem smíðaður verður nú hamlar að lestin nái þessum mikla hraða, en til þess þarf lengri vegalengd. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent
Elon Musk forstjóri Tesla er ekki einhamur maður og hann hefur fleira á prjónunum en smíði bíla. Musk er einnig hugmyndasmiður „Hyperloop“-lestarinnar, en hún svífur í röri og fer ógnarhratt á milli staða. Nú hefur verið ákveðið að smíða um 8 kílómetra bút af lest af þessu tagi í Quay Valley, sem er mitt á milli Los Angeles og San Francisco. Það er Hyperloop Transportation Technologies (HTT) sem sér um smíði hennar, en þar hefur Elon Musk lítil tök. Smíði hennar er ekki bara í tilraunaskyni, heldur á hún að þjóna íbúum á þessu svæði og í framtíðinni má við hana bæta í báðar áttir. Kostnaðurinn við smíði hennar er 13,2 milljarðar króna. Ef slík lest yrði smíðuð á milli Los Angeles og San Francisco myndi það kosta 800 og 1.300 milljarðar króna. Hún á að geta ferðast á 962 km hraða, eða á svipaðri ferð og venjulegr farþegaþotur. Því gæti skilað fólki á milli borganna á um hálftíma, vegna þess ógnarhraða sem hún nær. Þessi stutti bútur sem smíðaður verður nú hamlar að lestin nái þessum mikla hraða, en til þess þarf lengri vegalengd.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent