Erlent

Skjóta geimflaug á loft

Samúel Karl Ólason skrifar
Dragon geimfar SpaceX sést hér á Falcon 9 eldflauginni.
Dragon geimfar SpaceX sést hér á Falcon 9 eldflauginni. Vísir/AFP
Fyrirtækið SpaceX mun skjóta geimflaug á loft í dag sem ætlað er að koma birgðum til Alþjóða geimstöðvarinnar. Eldflauginni Falcon 9 er ætlað að koma geimfarinu Dragon til geimstöðvarinnar og lenda svo á lendingapalli sem flýtur nú á Atlantshafinu.

Lendingarpallur SpaceX sem Falcon 9 eldflauginni er ætlað að lenda á.Vísir/AFP
Til stendur að skjóta flauginni á loft klukkan 11:20 að íslenskum tíma. Um borð er matur fyrir geimfarana í ISS, vatn, fatnaður og rannsóknargögn.

Ef tilraunin tekst verður Falcon 9 eldflaugin sú fyrsta sem lendir aftur í heilu lagi. Markmið SpaceX er að þróa tækni sem gerir geimferðir mun ódýrari. Fyrirtækið telur að um fimmtíu prósent líkur séu á að tilraunin heppnist.

Hægt er að fylgjast með geimskotinu hér að neðan.

Uppfært 11:59

Geimskotinu hefur verið frestað fram á föstudag vegna vélabilunar sem varð skömmu fyrir skot.


Broadcast live streaming video on Ustream



Fleiri fréttir

Sjá meira


×