Erlent

Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot

Atli Ísleifsson skrifar
Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Cosby.
Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Cosby. Vísir/AFP

Bandaríski saksóknarinn Kevin Steal hefur greint frá því að búið sé að ákæra leikarann Bill Cosby fyrir að hafa byrlað vinkonu sinni, Andrea Constand, ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004.

Á vef People kemur fram að handtökuskipun hafi verið gefin út á hendur Cosby.

Hinn 78 ára Cosby hefur verið sakaður um að hafa misnotað um fjörutíu konur. Hann hefur neitað ásökunum og stefnt nokkum þeirra fyrir meiðyrði.

Um er að ræða fyrst ákæran sem gefin er út á hendur Cosby.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×