Erlent

Cosby stefnir fyrir meiðyrði

vísir/ap

Bandaríski leikarinn Bill Cosby, sem sakaður er um að hafa misnotað yfir fjörutíu konur, hefur stefnt nokkrum þeirra fyrir meiðyrði. Hann segir þær einungis sækjast eftir peningum og kallar þær tækifærissinna. BBC greinir frá.



Cosby lagði stefnuna fram eftir að sjö konur leituðu til dómstóla og kröfðust skaðabóta, en þær segja hann og hans fulltrúa hafa reynt að eyðileggja mannorð þeirra, eftir að þær stigu fram með ásakanirnar.



Cosby hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og hefur ekki verið ákærður en konurnar saka hann um að hafa byrlað þeim ólyfjan og nauðgað þeim.



New York Times hefur undir höndum lokaðan vitnisburð leikarans hjá lögreglu frá árinu 2005, þar sem Cosby viðurkenndi að hafa orðið sér úti um vöðvaslakandi lyf, undir því yfirskyni a hann þjáðist af bakverkjum, og boðið konunum. Allt sem hafi gerst í kjölfarið hafi verið með þeirra samþykki.  



Um er að ræða þúsund blaðsíðna vitnisburð hans en hann var yfirheyrður í fjóra daga á árunum 2005 og 2006, eftir að kona sakaði hann um kynferðisbrot. Síðan þá hafa fjölmargar konur kært hinn sjötíu og átta ára gamla leikara fyrir svipaðar sakir. Sum brotanna ná aftur til áttunda áratugarins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×