Erlent

Þrjár konur til viðbótar saka Cosby um kynferðisofbeldi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Bill Cosby var vinsæll grínleikari hér á árum áður.
Bill Cosby var vinsæll grínleikari hér á árum áður.

Þrjár konur til viðbótar stigu fram í dag og ásökuðu Bill Cosby um kynferðislegt áreiti. Konurnar höfðu þagað yfir áreitninni í fjölda ára en ákváðu að stíga fram eftir að þær lásu sögur hinna kvennanna sem þegar hafa ásakað grínleikarann um að hafa misnotað sér aðstöðu sína og brotið á konunum.

Ein kvennanna þriggja sem stigu fram í dag var þjónustustúlka á jassklúbbi á Redondo strönd í Kaliforníu á áttunda áratugnum. Hún hefur sakað Cosby um að hafa stolið nærbuxum sínum eftir að hafa byrlað henni lyf og brotið á henni í bílnum hennar þegar hún var meðvitundarlaus.

Önnur kvennanna þriggja er fyrrum fyrirsæta og leikkona sem lék aukahlutverk í „The Cosby Show“. Hún segir Cosby hafa sagt við hana að hún skyldi sofa hjá honum ellegar ætti hún aldrei færi á því að koma sér á framfæri í skemmtanabransanum.

„Eftir að hafa lifað með þessum skammarlegu minningum í þögn í 35 ár fann ég loksins styrk í öllum hinum konunum sem hafa nýlega sagt sögur sínar,“ sagði Sharon Van Ert, fyrrum þjónustustúlkan á jassklúbbinum.

Yfir fjörtíu konur hafa stigið fram og sakað Cosby um að hafa brotið á sér kynferðislega á síðastliðnum fjörtíu árum. Hann hefur þó aldrei verið kærður formlega og hefur alfarið neitað ásökununum.

CNN greinir frá.


Tengdar fréttir

Cosby viðurkenndi brot fyrir áratug

Bill Cosby viðurkenndi í lokuðum vitnisburði hjá lögreglu að hafa greitt konum sem hann átti kynlíf með til að greina ekki frá því.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×