Mál Cosby hefði fyrnst innan nokkurra daga Birgir Olgeirsson skrifar 30. desember 2015 22:54 Bill Cosby leiddur fyrir dómara í dag. Vísir/Getty Bandaríski grínistinn Bill Cosby var í dag ákærður Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna fyrir að beita konu kynferðislegu ofbeldi fyrir tæpum tólf árum. Cosby var látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingargjaldi upp á eina milljón dollara, sem nemur um 129 milljónum íslenskra króna miða við gengi dagsins í dag. Saksóknara embætti Montgomery-sýslu sendi frá sér meðfylgjandi ljósmynd sem var tekin af Cosby við handtökuna hans í dag. Búist er við að Cosby þurfi að mæta aftur í dómsal vegna málsins 14. janúar næstkomandi. Þegar hann yfirgaf dómshúsið í bænum Elkins Park í dag neitaði hann að tjá sig við fjölmiðla. Sakaður um að byrla konunni ólyfjan Konan sem um ræðir er Andrea Constand en ásamt ásökunum um kynferðisofbeldi sakar hún Cosby um að hafa byrlað sér ólyfjan á heimili hans í Philadelphia árið 2004. Um er að ræða fyrstu ákæruna gegn hinum 78 ára gamla Cosby. Hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað um fjörutíu konur. Hann hefur neitað ásökunum og stefnt nokkrum þeirra fyrir meiðyrði. Ljósmynd sem yfirvöld í Montgomery-sýslu tóku af Bill Cosby fyrr í dag.Vísir/Getty Verði Cosby sakfelldur í þessu máli á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist. Bandaríski vefmiðillinn The Huffington Post ræddi við Kevin Steele, hjá embætti saksóknara í Montgomery-sýslu, sem sagði að málið gegn Cosby hefði verið tekið til rannsóknar að nýju eftir að ný sönnunargögn komu fram á sjónarsviðið og eftir að greint var frá ásökunum fjölda annarra kvenna í fjölmiðlum. „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess,“ var haft eftir Steele. Málið hefði fyrnst innan nokkurra daga Hefði saksóknara embættið í Montgomery-sýslu ekki gefið út ákæru í dag hefði málið gegn Cosby fyrnst innan nokkurra daga. Andrea Constand var ein þeirra fyrstu sem steig fram og ásakaði Cosby um kynferðislegt ofbeldi. Það gerði hún árið 2005. Á þeim tíma neitaði embætti saksóknara í Montgomery-sýslu að rannsaka ásakanir hennar. Hún höfðaði þess í stað einkamál gegn honum og lauk því með sátt þeirra á milli utan dómstóla árið 2006. Leit á hann sem læriföður og vin Cosby og Constand þekktust í gegnum Temple-háskólann. Hún stýrði kvennadeild háskólans í körfubolta en Cosby hafði keppt fyrir hönd skólans á sínum yngri árum. Hann hafði boðið henni inn á heimili sitt í Pennsylvaníu undir þeim formerkjum að ræða feril hennar. Þess í stað á umrædd árás að hafa átt sér stað. „Fórnarlambið leit á Cosby sem læriföður og vin,“ sagði Kevin Steele við fjölmiðla í dag. Hann nefndi aldrei Constand á nafn en sagði fórnarlambið í málinu hafa hafnað Cosby tvívegis áður en hann á að hafa byrlað því ólyfjan. Cosby hefur áður neitað ásökunum kvenna um kynferðislegt ofbeldi en verjendur hans sögðu það ekki eiga við mál Constands, þar sem samkomulagið sem þau tvö náðu utan dómstóla árið 2006 kveður á um að hann megi ekki tjá sig um málið. Bandaríkin Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Cosby stefnir fyrir meiðyrði Bill Cosby kallar konurnar tækifærissinna. 14. desember 2015 23:42 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Gamalt viðtal Bill Cosby við Sofiu Vergara þykir einstaklega óþægilegt "Karlmenn horfa á þig, og þeir hugsa bara um synd.“ 27. október 2015 19:48 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Bandaríski grínistinn Bill Cosby var í dag ákærður Pennsylvaníu-ríki Bandaríkjanna fyrir að beita konu kynferðislegu ofbeldi fyrir tæpum tólf árum. Cosby var látinn laus úr gæsluvarðhaldi gegn tryggingargjaldi upp á eina milljón dollara, sem nemur um 129 milljónum íslenskra króna miða við gengi dagsins í dag. Saksóknara embætti Montgomery-sýslu sendi frá sér meðfylgjandi ljósmynd sem var tekin af Cosby við handtökuna hans í dag. Búist er við að Cosby þurfi að mæta aftur í dómsal vegna málsins 14. janúar næstkomandi. Þegar hann yfirgaf dómshúsið í bænum Elkins Park í dag neitaði hann að tjá sig við fjölmiðla. Sakaður um að byrla konunni ólyfjan Konan sem um ræðir er Andrea Constand en ásamt ásökunum um kynferðisofbeldi sakar hún Cosby um að hafa byrlað sér ólyfjan á heimili hans í Philadelphia árið 2004. Um er að ræða fyrstu ákæruna gegn hinum 78 ára gamla Cosby. Hann hefur verið sakaður um að hafa misnotað um fjörutíu konur. Hann hefur neitað ásökunum og stefnt nokkrum þeirra fyrir meiðyrði. Ljósmynd sem yfirvöld í Montgomery-sýslu tóku af Bill Cosby fyrr í dag.Vísir/Getty Verði Cosby sakfelldur í þessu máli á hann yfir höfði sér allt að tíu ára fangelsisvist. Bandaríski vefmiðillinn The Huffington Post ræddi við Kevin Steele, hjá embætti saksóknara í Montgomery-sýslu, sem sagði að málið gegn Cosby hefði verið tekið til rannsóknar að nýju eftir að ný sönnunargögn komu fram á sjónarsviðið og eftir að greint var frá ásökunum fjölda annarra kvenna í fjölmiðlum. „Það var aldrei spurning að hefja rannsókn að nýju, okkur bar skylda til þess,“ var haft eftir Steele. Málið hefði fyrnst innan nokkurra daga Hefði saksóknara embættið í Montgomery-sýslu ekki gefið út ákæru í dag hefði málið gegn Cosby fyrnst innan nokkurra daga. Andrea Constand var ein þeirra fyrstu sem steig fram og ásakaði Cosby um kynferðislegt ofbeldi. Það gerði hún árið 2005. Á þeim tíma neitaði embætti saksóknara í Montgomery-sýslu að rannsaka ásakanir hennar. Hún höfðaði þess í stað einkamál gegn honum og lauk því með sátt þeirra á milli utan dómstóla árið 2006. Leit á hann sem læriföður og vin Cosby og Constand þekktust í gegnum Temple-háskólann. Hún stýrði kvennadeild háskólans í körfubolta en Cosby hafði keppt fyrir hönd skólans á sínum yngri árum. Hann hafði boðið henni inn á heimili sitt í Pennsylvaníu undir þeim formerkjum að ræða feril hennar. Þess í stað á umrædd árás að hafa átt sér stað. „Fórnarlambið leit á Cosby sem læriföður og vin,“ sagði Kevin Steele við fjölmiðla í dag. Hann nefndi aldrei Constand á nafn en sagði fórnarlambið í málinu hafa hafnað Cosby tvívegis áður en hann á að hafa byrlað því ólyfjan. Cosby hefur áður neitað ásökunum kvenna um kynferðislegt ofbeldi en verjendur hans sögðu það ekki eiga við mál Constands, þar sem samkomulagið sem þau tvö náðu utan dómstóla árið 2006 kveður á um að hann megi ekki tjá sig um málið.
Bandaríkin Mál Bill Cosby Tengdar fréttir Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15 Cosby stefnir fyrir meiðyrði Bill Cosby kallar konurnar tækifærissinna. 14. desember 2015 23:42 Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28 Gamalt viðtal Bill Cosby við Sofiu Vergara þykir einstaklega óþægilegt "Karlmenn horfa á þig, og þeir hugsa bara um synd.“ 27. október 2015 19:48 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Konurnar 35 sem ásaka Bill Cosby stíga fram á áhrifamikilli forsíðu New York Magazine birtir sögur 35 kvenna sem telja sig hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu Bill Cosby. 27. júlí 2015 14:15
Cosby ákærður fyrir kynferðisbrot Bill Cosby er sakaður um að hafa byrlað Andrea Constand ólyfjan og beitt hana kynferðislegu ofbeldi á heimili Cosby í Philadelphia árið 2004. 30. desember 2015 15:28
Gamalt viðtal Bill Cosby við Sofiu Vergara þykir einstaklega óþægilegt "Karlmenn horfa á þig, og þeir hugsa bara um synd.“ 27. október 2015 19:48