Trump um Pútín: Engum hefur tekist að sanna að hann hafi drepið einhvern Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. desember 2015 21:58 Donald Trump ferðast nú landshorna á milli í kosningabaráttu sinni. vísir/Ap „Ef Pútín ber virðingu fyrir mér og ef Pútín kallar mig snilling þá þigg ég hrósið fyrir minn part, sem og fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir auðkýfingurinn Donald Trump. Í árlegu sjónvarpsávarpi sínu á fimmtudag fór Vladimir Pútín Rússlandsforseti fögrum orðum um Trump sem sækist nú eftir útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Þar hældi Pútín honum á hvert reipi, sagði hann bæði snjallan og hæfileikaríkan. „Það er ekki okkar að leggja mat á kosti hans, heldur bandarískra kjósenda,“ sagði Pútín við blaðamenn að lokinni sjónvarpsútsendingunni. „Hann er mjög áberandi persóna, hæfileikaríkur, tvímælalaust.“ Í samtali við ABC News í dag sagðist Trump vera þakklátur fyrir jafn hlý ummæli í sinn garð og tók upp hanskann fyrir hinn nýja bandamann sinn. Inntur eftir svörum um hvað honum þætti um orðróma þess efnis að Pútín hafi látið taka fjölda blaðamanna af lífi í valdatíð sinni sagðist Trump ekki hafa séð neinar sannanir þess efnis. „Engum hefur tekist að sanna að hann hafi drepið nokkurn mann,“ sagði Trump og bætti við. „Hann hefur alltaf neitað því. Þú ert saklaus uns sekt er sönnuð, að minnsta kosti hérlendis. Það hefur aldrei verið sannað að hann hafi drepið blaðamenn.“Talið er að um 36 blaðamenn hafi verið myrtir í Rússlandi frá árinu 1992. Frægasta dæmi þess er eflaust rannsóknarblaðamaðurinn Anna Politkovskaya, sem reyndist stjórn Pútíns óþægur ljár í þúfu, sem var myrt árið 2006. Morðingi hennar var dæmdur í lífstíðarfangelsi á síðasta ári. Sjá má viðtalið við Trump á ABC hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19 Repúblíkanar hlynntari loftárásum á Aladín en Demókratar Þrír af hverjum tíu kjósendum Repúblíkanaflokksins eru hlynntir því að gera loftárásir á Agrabah. 18. desember 2015 21:32 Bretar ætla ekki að banna Trump David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir ummæli Donald Trump vera "heimskuleg og röng“. 16. desember 2015 13:45 Bush atyrðir Trump í tilnefningarslag „Svívirðingar skila þér ekki í forsetaembættið,“ sagði Jeb Bush við Donald Trump í sjónvarpskappræðum í fyrrinótt. 17. desember 2015 07:00 Ted Cruz kjöldregur Trump Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowa. 13. desember 2015 10:57 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
„Ef Pútín ber virðingu fyrir mér og ef Pútín kallar mig snilling þá þigg ég hrósið fyrir minn part, sem og fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir auðkýfingurinn Donald Trump. Í árlegu sjónvarpsávarpi sínu á fimmtudag fór Vladimir Pútín Rússlandsforseti fögrum orðum um Trump sem sækist nú eftir útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Þar hældi Pútín honum á hvert reipi, sagði hann bæði snjallan og hæfileikaríkan. „Það er ekki okkar að leggja mat á kosti hans, heldur bandarískra kjósenda,“ sagði Pútín við blaðamenn að lokinni sjónvarpsútsendingunni. „Hann er mjög áberandi persóna, hæfileikaríkur, tvímælalaust.“ Í samtali við ABC News í dag sagðist Trump vera þakklátur fyrir jafn hlý ummæli í sinn garð og tók upp hanskann fyrir hinn nýja bandamann sinn. Inntur eftir svörum um hvað honum þætti um orðróma þess efnis að Pútín hafi látið taka fjölda blaðamanna af lífi í valdatíð sinni sagðist Trump ekki hafa séð neinar sannanir þess efnis. „Engum hefur tekist að sanna að hann hafi drepið nokkurn mann,“ sagði Trump og bætti við. „Hann hefur alltaf neitað því. Þú ert saklaus uns sekt er sönnuð, að minnsta kosti hérlendis. Það hefur aldrei verið sannað að hann hafi drepið blaðamenn.“Talið er að um 36 blaðamenn hafi verið myrtir í Rússlandi frá árinu 1992. Frægasta dæmi þess er eflaust rannsóknarblaðamaðurinn Anna Politkovskaya, sem reyndist stjórn Pútíns óþægur ljár í þúfu, sem var myrt árið 2006. Morðingi hennar var dæmdur í lífstíðarfangelsi á síðasta ári. Sjá má viðtalið við Trump á ABC hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19 Repúblíkanar hlynntari loftárásum á Aladín en Demókratar Þrír af hverjum tíu kjósendum Repúblíkanaflokksins eru hlynntir því að gera loftárásir á Agrabah. 18. desember 2015 21:32 Bretar ætla ekki að banna Trump David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir ummæli Donald Trump vera "heimskuleg og röng“. 16. desember 2015 13:45 Bush atyrðir Trump í tilnefningarslag „Svívirðingar skila þér ekki í forsetaembættið,“ sagði Jeb Bush við Donald Trump í sjónvarpskappræðum í fyrrinótt. 17. desember 2015 07:00 Ted Cruz kjöldregur Trump Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowa. 13. desember 2015 10:57 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Sjá meira
Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19
Repúblíkanar hlynntari loftárásum á Aladín en Demókratar Þrír af hverjum tíu kjósendum Repúblíkanaflokksins eru hlynntir því að gera loftárásir á Agrabah. 18. desember 2015 21:32
Bretar ætla ekki að banna Trump David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir ummæli Donald Trump vera "heimskuleg og röng“. 16. desember 2015 13:45
Bush atyrðir Trump í tilnefningarslag „Svívirðingar skila þér ekki í forsetaembættið,“ sagði Jeb Bush við Donald Trump í sjónvarpskappræðum í fyrrinótt. 17. desember 2015 07:00
Ted Cruz kjöldregur Trump Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowa. 13. desember 2015 10:57