Erlent

Bush atyrðir Trump í tilnefningarslag

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Ted Cruz, Jeb Bush og Donald Trump á sviði í fyrrinótt.
Ted Cruz, Jeb Bush og Donald Trump á sviði í fyrrinótt. Nordicphotos/AFP
„Svívirðingar skila þér ekki í forsetaembættið,“ sagði Jeb Bush við Donald Trump í sjónvarpskappræðum í fyrrinótt.

„Ja, látum okkur sjá. Ég er í 43 prósentum, þú í þremur. Til þessa hefur mér gengið betur,“ svaraði Trump, sem hvergi sparaði stóryrðin fremur en í fyrri kappræðum repúblikananna níu, sem allir sækjast eftir því að verða forsetaefni flokks síns.

Þetta voru fimmtu sjónvarpskappræður repúblikana, í þetta skiptið haldnar í Los Angeles, en enn þá eru nærri ellefu mánuðir í forsetakosningarnar.

Að þessu sinni snerist umræðan ekki síst um öryggi bandarísku þjóðarinnar og undarlega kröfu Trumps um að banna öllum músl­imum að koma til Bandaríkjanna.

Sumir frambjóðendurnir notuðu tímann óspart til þess að gagnrýna Trump og yfirlýsingagleði hans.

Bush fór þar fremstur og sagði Trump góðan í hnyttnum tilsvörum. Hins vegar væri hann „… glundroðaframbjóðandi. Og hann yrði glundroðaforseti.“

Rand Paul skaut einnig á Trump fyrir áform hans um að loka Internetinu að hluta, svo öfgamenn geti ekki notað það til að afla sér fylgismanna. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×