Trump um Pútín: Engum hefur tekist að sanna að hann hafi drepið einhvern Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. desember 2015 21:58 Donald Trump ferðast nú landshorna á milli í kosningabaráttu sinni. vísir/Ap „Ef Pútín ber virðingu fyrir mér og ef Pútín kallar mig snilling þá þigg ég hrósið fyrir minn part, sem og fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir auðkýfingurinn Donald Trump. Í árlegu sjónvarpsávarpi sínu á fimmtudag fór Vladimir Pútín Rússlandsforseti fögrum orðum um Trump sem sækist nú eftir útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Þar hældi Pútín honum á hvert reipi, sagði hann bæði snjallan og hæfileikaríkan. „Það er ekki okkar að leggja mat á kosti hans, heldur bandarískra kjósenda,“ sagði Pútín við blaðamenn að lokinni sjónvarpsútsendingunni. „Hann er mjög áberandi persóna, hæfileikaríkur, tvímælalaust.“ Í samtali við ABC News í dag sagðist Trump vera þakklátur fyrir jafn hlý ummæli í sinn garð og tók upp hanskann fyrir hinn nýja bandamann sinn. Inntur eftir svörum um hvað honum þætti um orðróma þess efnis að Pútín hafi látið taka fjölda blaðamanna af lífi í valdatíð sinni sagðist Trump ekki hafa séð neinar sannanir þess efnis. „Engum hefur tekist að sanna að hann hafi drepið nokkurn mann,“ sagði Trump og bætti við. „Hann hefur alltaf neitað því. Þú ert saklaus uns sekt er sönnuð, að minnsta kosti hérlendis. Það hefur aldrei verið sannað að hann hafi drepið blaðamenn.“Talið er að um 36 blaðamenn hafi verið myrtir í Rússlandi frá árinu 1992. Frægasta dæmi þess er eflaust rannsóknarblaðamaðurinn Anna Politkovskaya, sem reyndist stjórn Pútíns óþægur ljár í þúfu, sem var myrt árið 2006. Morðingi hennar var dæmdur í lífstíðarfangelsi á síðasta ári. Sjá má viðtalið við Trump á ABC hér að neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19 Repúblíkanar hlynntari loftárásum á Aladín en Demókratar Þrír af hverjum tíu kjósendum Repúblíkanaflokksins eru hlynntir því að gera loftárásir á Agrabah. 18. desember 2015 21:32 Bretar ætla ekki að banna Trump David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir ummæli Donald Trump vera "heimskuleg og röng“. 16. desember 2015 13:45 Bush atyrðir Trump í tilnefningarslag „Svívirðingar skila þér ekki í forsetaembættið,“ sagði Jeb Bush við Donald Trump í sjónvarpskappræðum í fyrrinótt. 17. desember 2015 07:00 Ted Cruz kjöldregur Trump Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowa. 13. desember 2015 10:57 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
„Ef Pútín ber virðingu fyrir mér og ef Pútín kallar mig snilling þá þigg ég hrósið fyrir minn part, sem og fyrir hönd þjóðarinnar,“ segir auðkýfingurinn Donald Trump. Í árlegu sjónvarpsávarpi sínu á fimmtudag fór Vladimir Pútín Rússlandsforseti fögrum orðum um Trump sem sækist nú eftir útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Þar hældi Pútín honum á hvert reipi, sagði hann bæði snjallan og hæfileikaríkan. „Það er ekki okkar að leggja mat á kosti hans, heldur bandarískra kjósenda,“ sagði Pútín við blaðamenn að lokinni sjónvarpsútsendingunni. „Hann er mjög áberandi persóna, hæfileikaríkur, tvímælalaust.“ Í samtali við ABC News í dag sagðist Trump vera þakklátur fyrir jafn hlý ummæli í sinn garð og tók upp hanskann fyrir hinn nýja bandamann sinn. Inntur eftir svörum um hvað honum þætti um orðróma þess efnis að Pútín hafi látið taka fjölda blaðamanna af lífi í valdatíð sinni sagðist Trump ekki hafa séð neinar sannanir þess efnis. „Engum hefur tekist að sanna að hann hafi drepið nokkurn mann,“ sagði Trump og bætti við. „Hann hefur alltaf neitað því. Þú ert saklaus uns sekt er sönnuð, að minnsta kosti hérlendis. Það hefur aldrei verið sannað að hann hafi drepið blaðamenn.“Talið er að um 36 blaðamenn hafi verið myrtir í Rússlandi frá árinu 1992. Frægasta dæmi þess er eflaust rannsóknarblaðamaðurinn Anna Politkovskaya, sem reyndist stjórn Pútíns óþægur ljár í þúfu, sem var myrt árið 2006. Morðingi hennar var dæmdur í lífstíðarfangelsi á síðasta ári. Sjá má viðtalið við Trump á ABC hér að neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19 Repúblíkanar hlynntari loftárásum á Aladín en Demókratar Þrír af hverjum tíu kjósendum Repúblíkanaflokksins eru hlynntir því að gera loftárásir á Agrabah. 18. desember 2015 21:32 Bretar ætla ekki að banna Trump David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir ummæli Donald Trump vera "heimskuleg og röng“. 16. desember 2015 13:45 Bush atyrðir Trump í tilnefningarslag „Svívirðingar skila þér ekki í forsetaembættið,“ sagði Jeb Bush við Donald Trump í sjónvarpskappræðum í fyrrinótt. 17. desember 2015 07:00 Ted Cruz kjöldregur Trump Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowa. 13. desember 2015 10:57 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Innlent Fleiri fréttir Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Sjá meira
Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19
Repúblíkanar hlynntari loftárásum á Aladín en Demókratar Þrír af hverjum tíu kjósendum Repúblíkanaflokksins eru hlynntir því að gera loftárásir á Agrabah. 18. desember 2015 21:32
Bretar ætla ekki að banna Trump David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir ummæli Donald Trump vera "heimskuleg og röng“. 16. desember 2015 13:45
Bush atyrðir Trump í tilnefningarslag „Svívirðingar skila þér ekki í forsetaembættið,“ sagði Jeb Bush við Donald Trump í sjónvarpskappræðum í fyrrinótt. 17. desember 2015 07:00
Ted Cruz kjöldregur Trump Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowa. 13. desember 2015 10:57