Ted Cruz kjöldregur Trump Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2015 10:57 Ted Cruz tekur hér í hönd hins hárprúða auðkýfings Donald Trump Vísir/AFP Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowafylki. Þeir sækjast báðir eftir útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Kosningarnar í Iowa eru oft sagðar gefa tóninn fyrir kosningar annarra fylkja en íbúar Iowa eru þeir fyrstu til að ganga að kjörborðinu. Í könnun Des Moines Register og Bloomberg kemur fram að Cruz njóti nú 31 prósent fylgis í Iowa en Trump mælist með 21 prósent stuðning. Niðurstöðurnar eru til marks um gífurlega sveiflu í fylgi Cruz sem lengi framanaf var að mælast með um 10 prósent stuðning. Kosningabarátta hans í Iowa hefur snúist í meginatriðum um að sannfæra leiðtoga hinna fjölmörgu kristilegu safnaða í fylkinu. Það hefur borið árangur og er opinber stuðningur Bob Vander Plaats við Cruz talið stærsta ummerki þessi. Plaats stóð dyggilega við bakið á þeim frambjóðendum sem urðu hlutskarpastir í tveimur síðustu forkosningum í Iowa. Aðrir frambjóðendur repúblikana eru með töluvert minna fylgi í ríkinu. Taugaskurðlæknirinn Ben Carson er í þriðja sæti með 13 prósent, Marco Rubio með 10 prósent fylgi og situr sem fastast í fjórða sæti. Jeb Bush bætir við sig einu prósenti og mælist nú með 6 prósent.Rand Paul, Mike Huckabee og Chris Christie eru jöfn með 3. Næstu kappræður repúblikana fara fram í Las Vegas á þriðjudag. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19 Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Trump mælist enn með mest fylgi þrátt fyrir ummæli um múslima Donald Trump mælist með 35 prósent fylgi á meðal kjósenda Repúblikanaflokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters og Ipsos. 11. desember 2015 23:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Nú þegar sjö vikur eru til kosninga hefur Ted Cruz tíu prósentustiga forskot á mótframbjóðanda sinn auðkýfinginn Donald Trump í Iowafylki. Þeir sækjast báðir eftir útnefningu repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum á næsta ári. Kosningarnar í Iowa eru oft sagðar gefa tóninn fyrir kosningar annarra fylkja en íbúar Iowa eru þeir fyrstu til að ganga að kjörborðinu. Í könnun Des Moines Register og Bloomberg kemur fram að Cruz njóti nú 31 prósent fylgis í Iowa en Trump mælist með 21 prósent stuðning. Niðurstöðurnar eru til marks um gífurlega sveiflu í fylgi Cruz sem lengi framanaf var að mælast með um 10 prósent stuðning. Kosningabarátta hans í Iowa hefur snúist í meginatriðum um að sannfæra leiðtoga hinna fjölmörgu kristilegu safnaða í fylkinu. Það hefur borið árangur og er opinber stuðningur Bob Vander Plaats við Cruz talið stærsta ummerki þessi. Plaats stóð dyggilega við bakið á þeim frambjóðendum sem urðu hlutskarpastir í tveimur síðustu forkosningum í Iowa. Aðrir frambjóðendur repúblikana eru með töluvert minna fylgi í ríkinu. Taugaskurðlæknirinn Ben Carson er í þriðja sæti með 13 prósent, Marco Rubio með 10 prósent fylgi og situr sem fastast í fjórða sæti. Jeb Bush bætir við sig einu prósenti og mælist nú með 6 prósent.Rand Paul, Mike Huckabee og Chris Christie eru jöfn með 3. Næstu kappræður repúblikana fara fram í Las Vegas á þriðjudag.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19 Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09 Trump mælist enn með mest fylgi þrátt fyrir ummæli um múslima Donald Trump mælist með 35 prósent fylgi á meðal kjósenda Repúblikanaflokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters og Ipsos. 11. desember 2015 23:30 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Stórbruni í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Sjá meira
Donald Trump kallar yfir sig reiði Anonymous Bandaríski auðkýfingurinn kominn á lista með íslenskum stjórnvöldum og ISIS. 12. desember 2015 11:19
Hillary Clinton: Trump er ekki lengur fyndinn, hann er hættulegur Forsetaframbjóðandinn segir að Repúblikanar verði að stíga upp og segja við Trump: „Nú er komið nóg.“ 11. desember 2015 13:09
Trump mælist enn með mest fylgi þrátt fyrir ummæli um múslima Donald Trump mælist með 35 prósent fylgi á meðal kjósenda Repúblikanaflokksins samkvæmt nýrri skoðanakönnun Reuters og Ipsos. 11. desember 2015 23:30