Erlent

Bretar ætla ekki að banna Trump

Samúel Karl Ólason skrifar
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. Vísir/EPA
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, hefur neitað því að Donald Trump verði meinuð aðgang að Bretlandi. Þess í stað hefur hann stungið upp á að Bretar ættu að bjóða Trump í heimsókn þar sem hann myndi „sameina þau öll gegn sér“. Cameron sagði einnig að ummæli forsetaframbjóðandans væru „sundrandi, heimskuleg og röng“.

Nú hafa rúmlega 560 þúsund manns sett nafn sitt við undirskriftasöfnun um að meina eigi Trump aðgang að Bretlandi. Söfnunin var sett af stað eftir að Trump viðraði þá hugmynd sína að meina múslimum aðgang að Bandaríkjunum.

Sjá einnig: Breska þingið þarf að íhuga að banna Trump að koma til Bretlands

Lögum samkvæmt þarf þingið að taka málið til skoðunar safnist meira en 100 þúsund undirskriftir. Það er að ákvæða hvort að sérstök umræða eigi að fara fram um það.

Cameron var hvattur til þess á þingi í dag að nota núverandi lög í Bretlandi til að koma í veg fyrir að Trump kæmist til Bretlands. Hann vildi þó ekki gera það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×