Erlent

Trump frestar ferð sinni til Ísraels

Atli Ísleifsson skrifar
Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir orð sín.
Donald Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir orð sín. Vísir/AFP
Bandaríski auðjöfurinn Donald Trump hefur ákveðið að fresta fyrirhugaðri ferð sinni til Ísraels.

Trump sagði á Twitter-síðu sinni að hann færi í ferðina „síðar, eftir að ég verð forseti Bandaríkjanna“.

Trump hefur sætt mikilli gagnrýni síðustu daga eftir að hann sagðist vilja tímabundið banna öllum múslimum að ferðast til Bandaríkjanna.

Benyamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, er í hópi þeirra sem hefur gagnrýnt orð Trump.

Trump sækist nú eftir að verða forsetaefni Repúblikanaflokksins, og hefur hann mælst með mest fylgi í könnunum.


Tengdar fréttir

Trump lofar að fara hvergi

„Ég mun aldrei hætta í þessari kosningabaráttu,“ sagði Donald Trump, sem sækist eftir útnefningu Repúblikanaflokks Bandaríkjanna til forsetaframboðs, í samtali við Washington Post í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×