Breska þingið þarf að íhuga að banna Trump að koma til Bretlands Aðalsteinn Kjartansson skrifar 9. desember 2015 15:49 Bandaríska varnarmálaráðuneytið telur ummæli um að banna múslímum að koma til Bandaríkjanna dragi úr þjóðaröryggi. Vísir/AFP Breska þingið þarf samkvæmt lögum að fjalla um kröfu rúmlega 200 þúsund Breta um að banna Donald Trump, fjárfestis og frambjóðanda í forvali Repúblikanaflokksins fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum, að koma til Bretlandseyja.Undirskriftarsöfnun fór af stað í kjölfar umdeildra ummæla Trump um að banna ætti múslímum að koma til Bandaríkjanna á mánudag. Fljótlega voru undirskriftirnar komnar yfir 100 þúsunda múrinn, en það er sá fjöldi sem þarf að skrifa undir til að þingið þurfi að taka málið til umfjöllunar. Þingið mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort málið komi til umræðu í þingsal. Ólíklegt þykir að málið fari lengra en það hefur þegar gert og nær útilokað að þingið samþykki að meina Trump að koma til Bretlands. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í samtali við Guardian að besta leiðin til að takast á við svona vitleysu væri lýðræðisleg umræða. Ef Trump verði hins vegar meinað að koma til landsins verður hann ekki sá fyrsti . Bretar hafa áður bannað fólki að koma til landsins, til að mynda grínistanum Dieudonné M’bala M’bala vegna gyðingahaturs. Ummælin hafa eins og áður segir vakið gríðarlega sterk viðbrögð og telur bandaríska varnarmálaráðuneytið að þau dragi úr þjóðaröryggi í landinu. Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, Peter Cook, segir að ummæli sem þessi falli vel að málflutningi ISIS. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Trump óhæfan í forsetaembætti Ummæli forsetaframbjóðandans um að banna ætti múslimum að koma til Bandaríkjanna hafa vakið mikla reiði. 8. desember 2015 19:23 Bandaríkin ekki í stríði við múslima Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, varar við því að láta óttann við hryðjuverk kljúfa þjóðina. Hvetur þingið til að herða skotvopnareglur. Forsetaframbjóðendur repúblikana lítt hrifnir af boðskapnum. 8. desember 2015 06:00 Trump vill loka Bandaríkjunum fyrir múslimum Donald Trump varpaði enn einni sprengjunni í kosningabaráttunni á fundi í Suður-Karólínu í gær 8. desember 2015 08:44 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Sjá meira
Breska þingið þarf samkvæmt lögum að fjalla um kröfu rúmlega 200 þúsund Breta um að banna Donald Trump, fjárfestis og frambjóðanda í forvali Repúblikanaflokksins fyrir komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum, að koma til Bretlandseyja.Undirskriftarsöfnun fór af stað í kjölfar umdeildra ummæla Trump um að banna ætti múslímum að koma til Bandaríkjanna á mánudag. Fljótlega voru undirskriftirnar komnar yfir 100 þúsunda múrinn, en það er sá fjöldi sem þarf að skrifa undir til að þingið þurfi að taka málið til umfjöllunar. Þingið mun þurfa að taka afstöðu til þess hvort málið komi til umræðu í þingsal. Ólíklegt þykir að málið fari lengra en það hefur þegar gert og nær útilokað að þingið samþykki að meina Trump að koma til Bretlands. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í samtali við Guardian að besta leiðin til að takast á við svona vitleysu væri lýðræðisleg umræða. Ef Trump verði hins vegar meinað að koma til landsins verður hann ekki sá fyrsti . Bretar hafa áður bannað fólki að koma til landsins, til að mynda grínistanum Dieudonné M’bala M’bala vegna gyðingahaturs. Ummælin hafa eins og áður segir vakið gríðarlega sterk viðbrögð og telur bandaríska varnarmálaráðuneytið að þau dragi úr þjóðaröryggi í landinu. Upplýsingafulltrúi ráðuneytisins, Peter Cook, segir að ummæli sem þessi falli vel að málflutningi ISIS.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja Trump óhæfan í forsetaembætti Ummæli forsetaframbjóðandans um að banna ætti múslimum að koma til Bandaríkjanna hafa vakið mikla reiði. 8. desember 2015 19:23 Bandaríkin ekki í stríði við múslima Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, varar við því að láta óttann við hryðjuverk kljúfa þjóðina. Hvetur þingið til að herða skotvopnareglur. Forsetaframbjóðendur repúblikana lítt hrifnir af boðskapnum. 8. desember 2015 06:00 Trump vill loka Bandaríkjunum fyrir múslimum Donald Trump varpaði enn einni sprengjunni í kosningabaráttunni á fundi í Suður-Karólínu í gær 8. desember 2015 08:44 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Innlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Fleiri fréttir Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Sjá meira
Segja Trump óhæfan í forsetaembætti Ummæli forsetaframbjóðandans um að banna ætti múslimum að koma til Bandaríkjanna hafa vakið mikla reiði. 8. desember 2015 19:23
Bandaríkin ekki í stríði við múslima Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, varar við því að láta óttann við hryðjuverk kljúfa þjóðina. Hvetur þingið til að herða skotvopnareglur. Forsetaframbjóðendur repúblikana lítt hrifnir af boðskapnum. 8. desember 2015 06:00
Trump vill loka Bandaríkjunum fyrir múslimum Donald Trump varpaði enn einni sprengjunni í kosningabaráttunni á fundi í Suður-Karólínu í gær 8. desember 2015 08:44