Erlent

Segja Trump óhæfan í forsetaembætti

Samúel Karl Ólason skrifar
Donald Trump.
Donald Trump. Vísir/EPA
Ummæli Donald Trump, sem tekur nú þátt í forvali Repúblikana vegna forsetakosninga í Bandaríkjunum, um að banna ætti múslimum að koma til Bandaríkjanna hafa valdið miklum usla. Hann hefur verið fordæmdur víða og meðal annars hefur J.KRowling sagt að Trump sé verri en Voldemort.

Paul Ryan, forseti þingsins og einn af leiðtogum, Repúblikana, er einn þeirra sem hefur fordæmt ummæli Trump.

Talsmaður Barack Obama sagði ummæli Trump gera hann óhæfan til að gegna embætti forseta. Josh Earnest kallaði eftir því að aðrir frambjóðendur Repúblikana fordæmi ummæli Trump.

Bannið sem Trump segist vilja setja á myndi snúa að öllum múslimum, hvort sem þeir væru að flytja til Bandaríkjanna, eða í fríi. Hann sagði marga múslima hata Bandaríkin og að bannið væri nauðsynlegt til að verja Bandaríkin.

Josh Earnest, talsmaður Barack Obama. Paul Ryan, leiðtogi Repúblikana, fordæmdi einnig ummæli Trump.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×