Sérfræðingar Sky: Klopp er fullkominn fyrir Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. október 2015 09:15 Jürgen Klopp. Vísir/Getty Jamie Carragher, Graeme Souness og Jamie Redknapp, allt fyrrum leikmenn Liverpool og nú sérfræðingar á Sky Sports, eru sammála um að Jürgen Klopp sé hárrétti maðurinn til að taka við starfi Brendan Rodgers. „Ef ég væri að velja þá tæki ég Klopp frekar en Ancelotti," sagði Jamie Carragher. Brendan Rodgers var rekinn í gær eftir 1-1 jafntefli á móti Everton. Liverpool –liðið hefur aðeins unnið 3 af 8 fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr þessa stundina í 10. Sætinu.Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Liverpool hafi haft samband við bæði Jürgen Klopp, fyrrum stjóra Borussia Dortmund og Carlo Ancelotti, fyrrum stjóra AC Milan, Chelsea og Real Madrid. „Klopp hefur meira að sanna. Liverpool-starfið er ekki auðvelt starf í dag. Ancelotti er frábær stjóri en hann hefur verið hjá félögum þar sem menn ætlast til að hann vinni titla," sagði Carragher á Sky Sports. „Það verður erfitt að koma Liverpool upp í eitt af fjórum efstu sætunum. Við getum gleymt titilbaráttunni. Félagið þarf orkumikinn einstakling sem hefur getu til að koma félaginu þar sem það vill vera. Ég tel að Klopp sé sá maður," sagði Carragher. „Ancelotti var síðast hjá Chelsea, PSG og Real Madrid. Það eru allt félög sem geta keypt bestu leikmennina í heimi. Þeir hafa meiri pening en allir aðrir. Klopp er því betri kostur. Dortmund var alltaf að missa sína bestu leikmenn og Klopp er því vanur því að vinna með yngri og óreyndari leikmönnum," sagði Graeme Souness. „Ég sé þessa góðu áru í kringum Jürgen Klopp. Hann hefur eitthvað sérstakt við sig. Ég held að hann muni hafi stuðningsmennina með sér frá fyrsta degi og hann er fullkominn kostur fyrir Liverpool. Sú staðreynd að hann er laus segir mér að Liverpool muni reyna við hann," sagði Jamie Redknapp. „Auðvitað vill hann koma með sitt starfsfólk. Það er erfitt því það er nauðsynlegt að hjá félaginu séu menn sem þekkja innviði félagsins og vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ég myndi samt mæla með Klopp," sagði Redknapp. Jürgen Klopp hefur þjálfað bæði Mainz og Borussia Dortmund. Dortmund vann þýska titilinn tvö ár í röð undir hans stjórn og tvöfalt seinna árið. Hann kom liðinu líka í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013. Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp efstur á óskalistanum Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti. 5. október 2015 08:15 Rodgers rekinn frá Liverpool Brendan Rodgers varð í dag fyrsti þjálfarinn sem var rekinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann var rekinn frá Liverpool eftir rúmlega þrjú ár í starfi. 4. október 2015 17:35 Jafnt í borgarslagnum í Liverpool | Sjáðu mörkin Everton og Liverpool skyldu jöfn 1-1 í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Everton eftir að Danny Ings kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik. 4. október 2015 14:15 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Jamie Carragher, Graeme Souness og Jamie Redknapp, allt fyrrum leikmenn Liverpool og nú sérfræðingar á Sky Sports, eru sammála um að Jürgen Klopp sé hárrétti maðurinn til að taka við starfi Brendan Rodgers. „Ef ég væri að velja þá tæki ég Klopp frekar en Ancelotti," sagði Jamie Carragher. Brendan Rodgers var rekinn í gær eftir 1-1 jafntefli á móti Everton. Liverpool –liðið hefur aðeins unnið 3 af 8 fyrstu leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og situr þessa stundina í 10. Sætinu.Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Liverpool hafi haft samband við bæði Jürgen Klopp, fyrrum stjóra Borussia Dortmund og Carlo Ancelotti, fyrrum stjóra AC Milan, Chelsea og Real Madrid. „Klopp hefur meira að sanna. Liverpool-starfið er ekki auðvelt starf í dag. Ancelotti er frábær stjóri en hann hefur verið hjá félögum þar sem menn ætlast til að hann vinni titla," sagði Carragher á Sky Sports. „Það verður erfitt að koma Liverpool upp í eitt af fjórum efstu sætunum. Við getum gleymt titilbaráttunni. Félagið þarf orkumikinn einstakling sem hefur getu til að koma félaginu þar sem það vill vera. Ég tel að Klopp sé sá maður," sagði Carragher. „Ancelotti var síðast hjá Chelsea, PSG og Real Madrid. Það eru allt félög sem geta keypt bestu leikmennina í heimi. Þeir hafa meiri pening en allir aðrir. Klopp er því betri kostur. Dortmund var alltaf að missa sína bestu leikmenn og Klopp er því vanur því að vinna með yngri og óreyndari leikmönnum," sagði Graeme Souness. „Ég sé þessa góðu áru í kringum Jürgen Klopp. Hann hefur eitthvað sérstakt við sig. Ég held að hann muni hafi stuðningsmennina með sér frá fyrsta degi og hann er fullkominn kostur fyrir Liverpool. Sú staðreynd að hann er laus segir mér að Liverpool muni reyna við hann," sagði Jamie Redknapp. „Auðvitað vill hann koma með sitt starfsfólk. Það er erfitt því það er nauðsynlegt að hjá félaginu séu menn sem þekkja innviði félagsins og vita hvernig hlutirnir ganga fyrir sig. Ég myndi samt mæla með Klopp," sagði Redknapp. Jürgen Klopp hefur þjálfað bæði Mainz og Borussia Dortmund. Dortmund vann þýska titilinn tvö ár í röð undir hans stjórn og tvöfalt seinna árið. Hann kom liðinu líka í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2013.
Enski boltinn Tengdar fréttir Klopp efstur á óskalistanum Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti. 5. október 2015 08:15 Rodgers rekinn frá Liverpool Brendan Rodgers varð í dag fyrsti þjálfarinn sem var rekinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann var rekinn frá Liverpool eftir rúmlega þrjú ár í starfi. 4. október 2015 17:35 Jafnt í borgarslagnum í Liverpool | Sjáðu mörkin Everton og Liverpool skyldu jöfn 1-1 í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Everton eftir að Danny Ings kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik. 4. október 2015 14:15 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Sjá meira
Klopp efstur á óskalistanum Forráðamenn Liverpool munu hafa sett sig í samband við Jürgen Klopp og Carlo Ancelotti. 5. október 2015 08:15
Rodgers rekinn frá Liverpool Brendan Rodgers varð í dag fyrsti þjálfarinn sem var rekinn í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en hann var rekinn frá Liverpool eftir rúmlega þrjú ár í starfi. 4. október 2015 17:35
Jafnt í borgarslagnum í Liverpool | Sjáðu mörkin Everton og Liverpool skyldu jöfn 1-1 í nágrannaslag í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Romelu Lukaku skoraði jöfnunarmark Everton eftir að Danny Ings kom Liverpool yfir í fyrri hálfleik. 4. október 2015 14:15