Neyðarástandi lýst yfir í Ferguson Jóhann Óli Eiðsson skrifar 10. ágúst 2015 20:24 Ungur maður sést hér særður eftir kúlur lögreglunnar. vísir/ap Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bandaríska bænum Ferguson í Missouri. Yfirlýsing þess efnis kom í kjölfar þess að maður um tvítugt var særður af lögreglu en maðurinn hafði verið þátttakandi í göngu til að minnast þess að ár er liðið frá því að lögreglumenn skutu Michael Brown, átján ára þeldökkan mann, til bana. Brown var óvopnaður er hann var myrtur. „Í ljósi ofbeldisins sem átti sér stað í gær og þeirra átaka sem líklegt er að spretti upp í kjölfar þeirra atburða hef ég ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi þegar í stað,“ segir í yfirlýsingu frá Steve Stenger lögreglustjóra í St. Louis. Í það minnsta þrír særðust og fjórir voru handteknir er nokkrir mótmælenda hófu að skjóta úr byssum í átt að lögreglu. Einn þeirra, hinn átján ára Tyrone Harris Jr., reyndi að flýja af vettvangi en var skotinn margsinnis af fjórum lögreglumönnum sem veittu honum eftirför. Harris Jr. gekkst undir aðgerð og liggur nú milli heims og helju á sjúkrahúsi. Búið er að ákæra hann fyrir árás gegn lögreglunni. Lögreglumennirnir fjórir hafa allir verið sendir í leyfi.Forðast að sagan endurtaki sig Ástandið í Ferguson hefur verið afar óstöðugt síðan Brown var skotinn fyrir ári síðan. Lögreglumaðurinn sem skaut hann var hvítur og hæfðu tólf byssukúlur hans Brown. Í framburði sínum fyrir dómi hélt hann því fram að verknaðurinn hefði verið sjálfsvörn. Um þremur mánuðum eftir atvikið, eða í nóvember í fyrra, komst kviðdómur síðan að þeirri niðurstöðu að lögreglumaðurinn skyldi ekki sóttur til saka fyrir framgöngu sína. Fólk þusti út á götur Ferguson og bæja víða í kring. Á tímabili voru 2.000 þjóðvarðliðar í viðbragðsstöðu vegna ástandsins. Óeirðirnar stóðu í tæpa viku áður en yfirvöldum tókst að koma ró á fólk á nýjan leik. Óttast er að atburðir gærdagsins séu olía á þær glæður sem enn lifir í frá í fyrra og ljóst að yfirvöld ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að atburðir síðasta árs endurtaki sig. Tengdar fréttir Mótmæli breiðast út til annarra borga Darren Wilson, lögreglumaðurinn sem skaut Michael Brown til bana í ágúst sagðist í samtali við sjónvarpsstöðina ABC vera með „hreina samvisku“. 26. nóvember 2014 11:59 Þrettán ára syrgir föður sinn: „Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp“ Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. 22. desember 2014 09:49 Fjölskylda Michael Brown fer fram á skaðabætur Fjölskylda Michael Brown, sem skotinn var af lögreglumanni í ágúst, fer á skaðabætur frá Ferguson og telja lögreglumanninn hafa spillt rannsókn málsins. 24. apríl 2015 11:22 Lögreglumenn særðir skotsárum í Ferguson Tveir lögreglumenn voru í morgun skotnir fyrir utan lögreglustöðina í Ferguson í Missouri í Bandaríkjunum en mikill órói hefur verið í bænum frá því í sumar þegar unglingurinn Michael Thomas, sem var blökkumaður, var skotinn til bana af hvítum lögreglumanni. 12. mars 2015 07:04 Ferguson ólgar enn Lögreglumennirnir tveir, sem skotið var á í Ferguson í gærmorgun, særðust illa en munu ná sér. Lögreglustjórinn í St. Louis segir talið að setið hafi verið fyrir þeim. Daginn áður sagði lögreglustjórinn í Ferguson af sér vegna alvarlegrar gagnrýni. 13. mars 2015 07:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira
Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í bandaríska bænum Ferguson í Missouri. Yfirlýsing þess efnis kom í kjölfar þess að maður um tvítugt var særður af lögreglu en maðurinn hafði verið þátttakandi í göngu til að minnast þess að ár er liðið frá því að lögreglumenn skutu Michael Brown, átján ára þeldökkan mann, til bana. Brown var óvopnaður er hann var myrtur. „Í ljósi ofbeldisins sem átti sér stað í gær og þeirra átaka sem líklegt er að spretti upp í kjölfar þeirra atburða hef ég ákveðið að lýsa yfir neyðarástandi þegar í stað,“ segir í yfirlýsingu frá Steve Stenger lögreglustjóra í St. Louis. Í það minnsta þrír særðust og fjórir voru handteknir er nokkrir mótmælenda hófu að skjóta úr byssum í átt að lögreglu. Einn þeirra, hinn átján ára Tyrone Harris Jr., reyndi að flýja af vettvangi en var skotinn margsinnis af fjórum lögreglumönnum sem veittu honum eftirför. Harris Jr. gekkst undir aðgerð og liggur nú milli heims og helju á sjúkrahúsi. Búið er að ákæra hann fyrir árás gegn lögreglunni. Lögreglumennirnir fjórir hafa allir verið sendir í leyfi.Forðast að sagan endurtaki sig Ástandið í Ferguson hefur verið afar óstöðugt síðan Brown var skotinn fyrir ári síðan. Lögreglumaðurinn sem skaut hann var hvítur og hæfðu tólf byssukúlur hans Brown. Í framburði sínum fyrir dómi hélt hann því fram að verknaðurinn hefði verið sjálfsvörn. Um þremur mánuðum eftir atvikið, eða í nóvember í fyrra, komst kviðdómur síðan að þeirri niðurstöðu að lögreglumaðurinn skyldi ekki sóttur til saka fyrir framgöngu sína. Fólk þusti út á götur Ferguson og bæja víða í kring. Á tímabili voru 2.000 þjóðvarðliðar í viðbragðsstöðu vegna ástandsins. Óeirðirnar stóðu í tæpa viku áður en yfirvöldum tókst að koma ró á fólk á nýjan leik. Óttast er að atburðir gærdagsins séu olía á þær glæður sem enn lifir í frá í fyrra og ljóst að yfirvöld ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að atburðir síðasta árs endurtaki sig.
Tengdar fréttir Mótmæli breiðast út til annarra borga Darren Wilson, lögreglumaðurinn sem skaut Michael Brown til bana í ágúst sagðist í samtali við sjónvarpsstöðina ABC vera með „hreina samvisku“. 26. nóvember 2014 11:59 Þrettán ára syrgir föður sinn: „Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp“ Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. 22. desember 2014 09:49 Fjölskylda Michael Brown fer fram á skaðabætur Fjölskylda Michael Brown, sem skotinn var af lögreglumanni í ágúst, fer á skaðabætur frá Ferguson og telja lögreglumanninn hafa spillt rannsókn málsins. 24. apríl 2015 11:22 Lögreglumenn særðir skotsárum í Ferguson Tveir lögreglumenn voru í morgun skotnir fyrir utan lögreglustöðina í Ferguson í Missouri í Bandaríkjunum en mikill órói hefur verið í bænum frá því í sumar þegar unglingurinn Michael Thomas, sem var blökkumaður, var skotinn til bana af hvítum lögreglumanni. 12. mars 2015 07:04 Ferguson ólgar enn Lögreglumennirnir tveir, sem skotið var á í Ferguson í gærmorgun, særðust illa en munu ná sér. Lögreglustjórinn í St. Louis segir talið að setið hafi verið fyrir þeim. Daginn áður sagði lögreglustjórinn í Ferguson af sér vegna alvarlegrar gagnrýni. 13. mars 2015 07:00 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Sjá meira
Mótmæli breiðast út til annarra borga Darren Wilson, lögreglumaðurinn sem skaut Michael Brown til bana í ágúst sagðist í samtali við sjónvarpsstöðina ABC vera með „hreina samvisku“. 26. nóvember 2014 11:59
Þrettán ára syrgir föður sinn: „Allir segjast hata löggur en á sama tíma leita allir til þeirra eftir hjálp“ Í tveimur tilfinningaþrungnum færslum á Facebook syrgir sonur föður sinn, annan lögreglumannanna sem myrtir voru í New York á laugardag. 22. desember 2014 09:49
Fjölskylda Michael Brown fer fram á skaðabætur Fjölskylda Michael Brown, sem skotinn var af lögreglumanni í ágúst, fer á skaðabætur frá Ferguson og telja lögreglumanninn hafa spillt rannsókn málsins. 24. apríl 2015 11:22
Lögreglumenn særðir skotsárum í Ferguson Tveir lögreglumenn voru í morgun skotnir fyrir utan lögreglustöðina í Ferguson í Missouri í Bandaríkjunum en mikill órói hefur verið í bænum frá því í sumar þegar unglingurinn Michael Thomas, sem var blökkumaður, var skotinn til bana af hvítum lögreglumanni. 12. mars 2015 07:04
Ferguson ólgar enn Lögreglumennirnir tveir, sem skotið var á í Ferguson í gærmorgun, særðust illa en munu ná sér. Lögreglustjórinn í St. Louis segir talið að setið hafi verið fyrir þeim. Daginn áður sagði lögreglustjórinn í Ferguson af sér vegna alvarlegrar gagnrýni. 13. mars 2015 07:00