Ferguson ólgar enn guðsteinn bjarnason skrifar 13. mars 2015 07:00 Íbúar í Ferguson komu saman í gær til að mótmæla framferði lögreglunnar, daginn eftir að lögreglustjórinn sagði af sér. nordicphotos/AFP Tveir lögreglumenn urðu fyrir skotum frá leyniskyttu í fyrrinótt þegar þeir fylgdust með mótmælum í bænum Ferguson í Missouri. Annar lögreglumaðurinn fékk skot í andlitið en hinn í öxlina. Læknar telja að þeir muni ná sér að fullu þótt meiðslin séu alvarleg. Fjöldi fólks hafði safnast saman til að mótmæla vinnubrögðum lögreglunnar, fáeinum klukkutímum eftir að skýrt var frá því að Tom Jackson lögreglustjóri myndi segja af sér. Fleiri embættismenn borgarinnar hafa sagt af sér í kjölfar birtingar skýrslu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í skýrslunni er bæði lögregla og dómstólar í Ferguson gagnrýnd harðlega fyrir kynþáttamismunun. Í skýrslunni er birt niðurstaða rannsóknar á vinnubrögðum lögreglunnar, en dómsmálaráðuneytið ákvað að gera þessa rannsókn vegna atburðanna í Ferguson í fyrrasumar þegar hvítur lögreglumaður varð óvopnuðum ungum manni, dökkum á hörund, að bana. Strax upphófust nánast dagleg mótmæli og óeirðir sem stóðu langt fram á haustið. Reiði íbúanna beindist að lögreglunni, sem sökuð var um að fara verr með svarta íbúa bæjarins en hvíta. Skýrsla dómsmálaráðuneytisins staðfestir þá gagnrýni með afgerandi hætti. Lögreglan er sögð hafa mismunað fólki með kerfisbundnum hætti og mörg dæmi fundust um kynþáttafordóma í samskiptum innan lögreglu og stjórnsýslu bæjarins, sem er sjálfstætt bæjarfélag innan borgarmarka St. Louis. Auk lögreglustjórans hafa nú í vikunni bæði John Shaw, framkvæmdastjóri bæjarskrifstofu Ferguson, og fleiri háttsettir embættismenn sagt af sér. Þá hefur dómstóll borgarinnar verið settur undir áfrýjunardóm Missouri-ríkis. Lögreglumaðurinn, sem skaut hinn 18 ára gamla Michael Brown úti á götu þann 9. ágúst, hefur einnig sagt af sér. Ákærukviðdómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væru efni til að gefa út ákæru á hendur honum. Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Tveir lögreglumenn urðu fyrir skotum frá leyniskyttu í fyrrinótt þegar þeir fylgdust með mótmælum í bænum Ferguson í Missouri. Annar lögreglumaðurinn fékk skot í andlitið en hinn í öxlina. Læknar telja að þeir muni ná sér að fullu þótt meiðslin séu alvarleg. Fjöldi fólks hafði safnast saman til að mótmæla vinnubrögðum lögreglunnar, fáeinum klukkutímum eftir að skýrt var frá því að Tom Jackson lögreglustjóri myndi segja af sér. Fleiri embættismenn borgarinnar hafa sagt af sér í kjölfar birtingar skýrslu frá dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Í skýrslunni er bæði lögregla og dómstólar í Ferguson gagnrýnd harðlega fyrir kynþáttamismunun. Í skýrslunni er birt niðurstaða rannsóknar á vinnubrögðum lögreglunnar, en dómsmálaráðuneytið ákvað að gera þessa rannsókn vegna atburðanna í Ferguson í fyrrasumar þegar hvítur lögreglumaður varð óvopnuðum ungum manni, dökkum á hörund, að bana. Strax upphófust nánast dagleg mótmæli og óeirðir sem stóðu langt fram á haustið. Reiði íbúanna beindist að lögreglunni, sem sökuð var um að fara verr með svarta íbúa bæjarins en hvíta. Skýrsla dómsmálaráðuneytisins staðfestir þá gagnrýni með afgerandi hætti. Lögreglan er sögð hafa mismunað fólki með kerfisbundnum hætti og mörg dæmi fundust um kynþáttafordóma í samskiptum innan lögreglu og stjórnsýslu bæjarins, sem er sjálfstætt bæjarfélag innan borgarmarka St. Louis. Auk lögreglustjórans hafa nú í vikunni bæði John Shaw, framkvæmdastjóri bæjarskrifstofu Ferguson, og fleiri háttsettir embættismenn sagt af sér. Þá hefur dómstóll borgarinnar verið settur undir áfrýjunardóm Missouri-ríkis. Lögreglumaðurinn, sem skaut hinn 18 ára gamla Michael Brown úti á götu þann 9. ágúst, hefur einnig sagt af sér. Ákærukviðdómur komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að ekki væru efni til að gefa út ákæru á hendur honum.
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Gjörólíkt gengi frá kosningum Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira