Erlent

Óeirðir í Ferguson eftir ákvörðun kviðdóms

Mikil mótmæli voru í Ferguson í kjölfar drápsins á Brown og hefur ástandið verið afar eldfimt síðan.
Mikil mótmæli voru í Ferguson í kjölfar drápsins á Brown og hefur ástandið verið afar eldfimt síðan. Vísir/AP
Átök hafa geisað í bandaríska bænum Ferguson í Missouri, eftir að kviðdómur ákvað í gærkvöldi að lögreglumaðurinn sem skaut óvopnaða unglinginn Michael Brown til bana fyrr á árinu, yrði ekki ákærður í málinu.

Fjölskylda drengsins segist afar óánægð með úrskurðinn og um leið og hann var gerður opinber kom til mikilla mótmæla sem staðið hafa í alla nótt. Skotið hefur verið af byssum og eldar hafa logað í bílum og byggingum og hefur lögreglan beitt táragasi og reyksprengjum.

Mikil mótmæli voru í Ferguson í kjölfar drápsins á Brown og hefur ástandið verið afar eldfimt síðan. Óttast er að ástandið eigi enn eftir að versna en friðsöm mótmæli fóru fram í flestum stærstu borgum landsins í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×