Fjölskylda drengsins segist afar óánægð með úrskurðinn og um leið og hann var gerður opinber kom til mikilla mótmæla sem staðið hafa í alla nótt. Skotið hefur verið af byssum og eldar hafa logað í bílum og byggingum og hefur lögreglan beitt táragasi og reyksprengjum.
Mikil mótmæli voru í Ferguson í kjölfar drápsins á Brown og hefur ástandið verið afar eldfimt síðan. Óttast er að ástandið eigi enn eftir að versna en friðsöm mótmæli fóru fram í flestum stærstu borgum landsins í nótt.
Post by Hilary Carr.