Vill taka suðurríkjafánann niður Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2015 11:45 Frá mótmælum við fánann. Vísir/EPA Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu, hefur kallað eftir því að fáni Suðurríkjanna verði tekinn niður við þinghús ríkisins í Columbia. Hún sagði fánann vera tákn haturs og aðskilnaðar. Tveir þriðju þingmanna ríkisins þurfa að samþykkja að fáninn sé tekinn niður. Í kjölfar ódæðis Dylann Roof, sem myrti níu manns í kirkju í Charleston, hefur mikil umræða myndast um fánann, hvað hann táknar og jafnvel hvort að banna eigi fánann. „Morðinginn sem situr nú í fangelsi sagðist vonast til þess að verk hans leiddi til kynþáttastríðs. Við höfum nú tækifæri til að sýna að hann hafði ekki bara rangt fyrir sér, heldur sé hið andstæða að gerast,“ sagði Nikki Haley við blaðamenn í gærkvöldi. Við hlið hennar stóðu bæði demókratar og repúblikanar. „Ég vonast til þess að með því að fjarlæga þetta tákn sem sundrar okkur, getum við farið fram á veg í sátt og samlyndi og við getum heiðrað þær níu sálir sem nú eru í himnaríki.“Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu.Vísir/EPAYfirlýsing ríkisstjórans virðist hafa komið hreyfingu á málið. Forseti þingsins í Mississippi hefur lagt til að suðuríkjafáninn verði fjarlægður af fána Mississippi, en hann er fyrsti hátt setti repúblikaninn í ríkinu til að stinga upp á því. Í Tennessee hafa þingmenn beggja flokka lagt til að stytta af hershöfðingjanum Nathan Bedford Forrest verði fjarlægð úr þingsal. Hann var einnig einn af leiðtogu Ku Klux Klan. Þar að auki hefur Wal-Mart tilkynnt að hætt verði að selja vörur með fánanum á í verslunum fyrirtækisins.Mikil lagaflækjaSamkvæmt lögum Suður-Karólínu er mjög erfitt að taka fánann niður, en hann var settur upp á toppi þinghússins árið 1960. Það var gert til að mótmæla mannréttindahreyfingu svartra í Bandaríkjunum á þeim tíma. Eftir mikil mótmæli var fáninn færður árið 2000 af húsinu og settur upp við styttu þar nærri. Það var gert vegna samkomulags á milli svartra þingmanna og repúblikana. Það samkomulag hefur séð til þess að fána Suðurríkjanna er aldrei flaggað í hálfa stöng, þrátt fyrir að fána Bandaríkjanna og Suður-Karólínu sé flaggað í hálfa stöng. Á vef Time segir að tveir þriðju þingmanna ríkisins þurfi að samþykkja slíkt, sem er hærri meirihluti en þarf til að semja fjárhagsáætlun. Hinsvegar væri hægt að breyta þeim lögum og gera skilyrðið einfaldan meirihluta. Meðal þeirra repúblikana sem hafa kallað eftir því að fáninn verði fjarlægður eru Mitt Romney og Jeb Bush. Þá hefur fjöldi fólks skrifað undir undirskriftarlista um að fáninn verði fjarlægður.AP fréttaveitan segir frá því að síðasti ríkisstjóri Suður-Karólínu sem kallaði eftir því að fáninn yrði fjarlægður hafi verið repúblikaninn David Beasley. Honum var bolað úr starfi árið 1998 af samtökum afkomenda hermanna Suðurríkjanna. Niðurstöður 852 manna könnunar sem framkvæmd var í nóvember í fyrra sýndi fram á að 42 prósent íbúa Suður-Karólínu hafi viljað halda fánanum og að 26 prósent hafi viljað fjarlægja hann. Tengdar fréttir Kynþáttafordómar enn meinsemd í bandarísku samfélagi „Við höfum náð miklum árangri en við verðum að vera á varðbergi því fordómarnir krauma enn undir niðri,“ segir Barack Obama, Bandaríkjaforseti. 20. júní 2015 10:32 Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn Dylann Roof var handtekinn um 300 kílómetra frá kirkjunni þar sem hann er sagður hafa myrt níu manns. 19. júní 2015 10:55 Óhugnanlegar myndir af morðingjanum skjóta upp kollinum Á myndinum sést Dylann Roof, sá er varð 9 blökkumönnum að bana á miðvikudag, brenna bandaríska fánann og veifa byssu sinni. 20. júní 2015 19:02 Játaði að hafa myrt níu manns Dylann Roof segist hafa viljað koma af stað stríði á milli kynþátta í Bandaríkjunum. 19. júní 2015 13:38 „Djöfullinn getur ekki tekið völdin í kirkjunni okkar“ Nöfn þeirra níu sem létust í skotárás í kirkju þeldökkra í Charleston í Suður-Karólínu í seinustu viku voru lesin upp við messu í kirkjunni í dag. 21. júní 2015 21:36 Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu, hefur kallað eftir því að fáni Suðurríkjanna verði tekinn niður við þinghús ríkisins í Columbia. Hún sagði fánann vera tákn haturs og aðskilnaðar. Tveir þriðju þingmanna ríkisins þurfa að samþykkja að fáninn sé tekinn niður. Í kjölfar ódæðis Dylann Roof, sem myrti níu manns í kirkju í Charleston, hefur mikil umræða myndast um fánann, hvað hann táknar og jafnvel hvort að banna eigi fánann. „Morðinginn sem situr nú í fangelsi sagðist vonast til þess að verk hans leiddi til kynþáttastríðs. Við höfum nú tækifæri til að sýna að hann hafði ekki bara rangt fyrir sér, heldur sé hið andstæða að gerast,“ sagði Nikki Haley við blaðamenn í gærkvöldi. Við hlið hennar stóðu bæði demókratar og repúblikanar. „Ég vonast til þess að með því að fjarlæga þetta tákn sem sundrar okkur, getum við farið fram á veg í sátt og samlyndi og við getum heiðrað þær níu sálir sem nú eru í himnaríki.“Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu.Vísir/EPAYfirlýsing ríkisstjórans virðist hafa komið hreyfingu á málið. Forseti þingsins í Mississippi hefur lagt til að suðuríkjafáninn verði fjarlægður af fána Mississippi, en hann er fyrsti hátt setti repúblikaninn í ríkinu til að stinga upp á því. Í Tennessee hafa þingmenn beggja flokka lagt til að stytta af hershöfðingjanum Nathan Bedford Forrest verði fjarlægð úr þingsal. Hann var einnig einn af leiðtogu Ku Klux Klan. Þar að auki hefur Wal-Mart tilkynnt að hætt verði að selja vörur með fánanum á í verslunum fyrirtækisins.Mikil lagaflækjaSamkvæmt lögum Suður-Karólínu er mjög erfitt að taka fánann niður, en hann var settur upp á toppi þinghússins árið 1960. Það var gert til að mótmæla mannréttindahreyfingu svartra í Bandaríkjunum á þeim tíma. Eftir mikil mótmæli var fáninn færður árið 2000 af húsinu og settur upp við styttu þar nærri. Það var gert vegna samkomulags á milli svartra þingmanna og repúblikana. Það samkomulag hefur séð til þess að fána Suðurríkjanna er aldrei flaggað í hálfa stöng, þrátt fyrir að fána Bandaríkjanna og Suður-Karólínu sé flaggað í hálfa stöng. Á vef Time segir að tveir þriðju þingmanna ríkisins þurfi að samþykkja slíkt, sem er hærri meirihluti en þarf til að semja fjárhagsáætlun. Hinsvegar væri hægt að breyta þeim lögum og gera skilyrðið einfaldan meirihluta. Meðal þeirra repúblikana sem hafa kallað eftir því að fáninn verði fjarlægður eru Mitt Romney og Jeb Bush. Þá hefur fjöldi fólks skrifað undir undirskriftarlista um að fáninn verði fjarlægður.AP fréttaveitan segir frá því að síðasti ríkisstjóri Suður-Karólínu sem kallaði eftir því að fáninn yrði fjarlægður hafi verið repúblikaninn David Beasley. Honum var bolað úr starfi árið 1998 af samtökum afkomenda hermanna Suðurríkjanna. Niðurstöður 852 manna könnunar sem framkvæmd var í nóvember í fyrra sýndi fram á að 42 prósent íbúa Suður-Karólínu hafi viljað halda fánanum og að 26 prósent hafi viljað fjarlægja hann.
Tengdar fréttir Kynþáttafordómar enn meinsemd í bandarísku samfélagi „Við höfum náð miklum árangri en við verðum að vera á varðbergi því fordómarnir krauma enn undir niðri,“ segir Barack Obama, Bandaríkjaforseti. 20. júní 2015 10:32 Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn Dylann Roof var handtekinn um 300 kílómetra frá kirkjunni þar sem hann er sagður hafa myrt níu manns. 19. júní 2015 10:55 Óhugnanlegar myndir af morðingjanum skjóta upp kollinum Á myndinum sést Dylann Roof, sá er varð 9 blökkumönnum að bana á miðvikudag, brenna bandaríska fánann og veifa byssu sinni. 20. júní 2015 19:02 Játaði að hafa myrt níu manns Dylann Roof segist hafa viljað koma af stað stríði á milli kynþátta í Bandaríkjunum. 19. júní 2015 13:38 „Djöfullinn getur ekki tekið völdin í kirkjunni okkar“ Nöfn þeirra níu sem létust í skotárás í kirkju þeldökkra í Charleston í Suður-Karólínu í seinustu viku voru lesin upp við messu í kirkjunni í dag. 21. júní 2015 21:36 Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Sjá meira
Kynþáttafordómar enn meinsemd í bandarísku samfélagi „Við höfum náð miklum árangri en við verðum að vera á varðbergi því fordómarnir krauma enn undir niðri,“ segir Barack Obama, Bandaríkjaforseti. 20. júní 2015 10:32
Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn Dylann Roof var handtekinn um 300 kílómetra frá kirkjunni þar sem hann er sagður hafa myrt níu manns. 19. júní 2015 10:55
Óhugnanlegar myndir af morðingjanum skjóta upp kollinum Á myndinum sést Dylann Roof, sá er varð 9 blökkumönnum að bana á miðvikudag, brenna bandaríska fánann og veifa byssu sinni. 20. júní 2015 19:02
Játaði að hafa myrt níu manns Dylann Roof segist hafa viljað koma af stað stríði á milli kynþátta í Bandaríkjunum. 19. júní 2015 13:38
„Djöfullinn getur ekki tekið völdin í kirkjunni okkar“ Nöfn þeirra níu sem létust í skotárás í kirkju þeldökkra í Charleston í Suður-Karólínu í seinustu viku voru lesin upp við messu í kirkjunni í dag. 21. júní 2015 21:36
Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32