Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2015 10:55 Dylann Storm Roof. Vísir/EPA Dylann Roof, sem sakaður er um að hafa skotið níu manns til bana í Bandaríkjunum, óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn. Hann er sagður hafa gengið inn í fræga kirkju í Charleston þar sem hann hóf skothríð á svart fólk sem var í kirkjunni í gærmorgun. Eftir nokkurra klukkutíma leit var Roof handtekinn í um 300 kílómetra fjarlægð frá Charleston, þar sem skotárásin átti sér stað. Vegfarandi tók eftir honum á rauðu ljósi eftir að myndum af honum hafði verið dreift á netinu. Æskuvinur Roof, sem hitti hann fyrir nokkrum vikum, segir að þeir hafi farið saman á „fyllerí“. Þá hafi Roof sagt að svart fólk væri að taka yfir heiminn og að „einhver þyrfti að gera eitthvað í því fyrir hvíta kynstofninn“. Sex konur dóu í árásinni og þrír menn. Einn þeirra sem dó var þingmaður sem einnig vann sem prestur, þrír aðrir prestar, umsjónarmaður bókasafns, íþróttaþjálfari, embættismaður, námsráðgjafi og ný útskrifaður stúdent. Á myndbandsupptökum má sjá hvernig Roof gekk inn í kirkjuna þar sem fólk tók vel á móti honum og taldi hann vilja lesa biblíuna með þeim. Réttarstjórinn Ray Wilson, segir að skömmu seinna hafi Roof orðið mjög árásargjarn. Síðan hafi hann skotið níu manns til bana.Sagðist vera með áætlun Joey Meek, æskuvinur Roof, hringdi í lögregluna eftir að myndir voru birtar af árásarmanninum, en hann segist handviss um að Roof hafi verið að verki. „Ég hélt ekki að þetta gæti verið hann. Ég vissi að þetta væri hann,“ sagði Meek við AP fréttaveituna. Hann sagði að þegar þeir hefðu hist fyrir nokkrum vikum hafi Roof sagt honum frá nýrri byssu sem hann ætti og að hann væri búinn að gera „áætlun“. Roof sagði ekki hver áætlun hans væri, en Meek var þó nægilega smeykur til að taka byssuna úr bíl Roof og fela hana. Hann skilaði byssunni svo daginn eftir. Minningarfundir hafa verið haldnir víða í Charleston og voru kirkjur víða um borgina þétt setnar af syrgjendum. Á líkvöku Sharondu Singleton sögðu börn hennar að þau fyrirgefi morðingja hennar. Í samtali við BBC sögðu þau að ástin væri sterkari en hatur. Tengdar fréttir Handtekinn eftir að hafa myrt níu í Charleston Kynþáttahatur býr að baki árásininni. 18. júní 2015 15:25 Fékk skotvopnið í afmælisgjöf Kynþáttahatur bjó að baki þegar Dylann Storm Roof myrti níu manns, sex konur og þrjá karla, í kirkju í borginni Charleston í Suður- Karólínu. Roof hafðist við í kirkjunni í um klukkustund áður en hann hóf skothríð. 19. júní 2015 07:00 Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Dylann Roof, sem sakaður er um að hafa skotið níu manns til bana í Bandaríkjunum, óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn. Hann er sagður hafa gengið inn í fræga kirkju í Charleston þar sem hann hóf skothríð á svart fólk sem var í kirkjunni í gærmorgun. Eftir nokkurra klukkutíma leit var Roof handtekinn í um 300 kílómetra fjarlægð frá Charleston, þar sem skotárásin átti sér stað. Vegfarandi tók eftir honum á rauðu ljósi eftir að myndum af honum hafði verið dreift á netinu. Æskuvinur Roof, sem hitti hann fyrir nokkrum vikum, segir að þeir hafi farið saman á „fyllerí“. Þá hafi Roof sagt að svart fólk væri að taka yfir heiminn og að „einhver þyrfti að gera eitthvað í því fyrir hvíta kynstofninn“. Sex konur dóu í árásinni og þrír menn. Einn þeirra sem dó var þingmaður sem einnig vann sem prestur, þrír aðrir prestar, umsjónarmaður bókasafns, íþróttaþjálfari, embættismaður, námsráðgjafi og ný útskrifaður stúdent. Á myndbandsupptökum má sjá hvernig Roof gekk inn í kirkjuna þar sem fólk tók vel á móti honum og taldi hann vilja lesa biblíuna með þeim. Réttarstjórinn Ray Wilson, segir að skömmu seinna hafi Roof orðið mjög árásargjarn. Síðan hafi hann skotið níu manns til bana.Sagðist vera með áætlun Joey Meek, æskuvinur Roof, hringdi í lögregluna eftir að myndir voru birtar af árásarmanninum, en hann segist handviss um að Roof hafi verið að verki. „Ég hélt ekki að þetta gæti verið hann. Ég vissi að þetta væri hann,“ sagði Meek við AP fréttaveituna. Hann sagði að þegar þeir hefðu hist fyrir nokkrum vikum hafi Roof sagt honum frá nýrri byssu sem hann ætti og að hann væri búinn að gera „áætlun“. Roof sagði ekki hver áætlun hans væri, en Meek var þó nægilega smeykur til að taka byssuna úr bíl Roof og fela hana. Hann skilaði byssunni svo daginn eftir. Minningarfundir hafa verið haldnir víða í Charleston og voru kirkjur víða um borgina þétt setnar af syrgjendum. Á líkvöku Sharondu Singleton sögðu börn hennar að þau fyrirgefi morðingja hennar. Í samtali við BBC sögðu þau að ástin væri sterkari en hatur.
Tengdar fréttir Handtekinn eftir að hafa myrt níu í Charleston Kynþáttahatur býr að baki árásininni. 18. júní 2015 15:25 Fékk skotvopnið í afmælisgjöf Kynþáttahatur bjó að baki þegar Dylann Storm Roof myrti níu manns, sex konur og þrjá karla, í kirkju í borginni Charleston í Suður- Karólínu. Roof hafðist við í kirkjunni í um klukkustund áður en hann hóf skothríð. 19. júní 2015 07:00 Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32 Mest lesið Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Erlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Innlent Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Erlent Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent Réðst á starfsmenn lögreglu Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda Innlent Fleiri fréttir Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Sjá meira
Handtekinn eftir að hafa myrt níu í Charleston Kynþáttahatur býr að baki árásininni. 18. júní 2015 15:25
Fékk skotvopnið í afmælisgjöf Kynþáttahatur bjó að baki þegar Dylann Storm Roof myrti níu manns, sex konur og þrjá karla, í kirkju í borginni Charleston í Suður- Karólínu. Roof hafðist við í kirkjunni í um klukkustund áður en hann hóf skothríð. 19. júní 2015 07:00
Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32