Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn Samúel Karl Ólason skrifar 19. júní 2015 10:55 Dylann Storm Roof. Vísir/EPA Dylann Roof, sem sakaður er um að hafa skotið níu manns til bana í Bandaríkjunum, óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn. Hann er sagður hafa gengið inn í fræga kirkju í Charleston þar sem hann hóf skothríð á svart fólk sem var í kirkjunni í gærmorgun. Eftir nokkurra klukkutíma leit var Roof handtekinn í um 300 kílómetra fjarlægð frá Charleston, þar sem skotárásin átti sér stað. Vegfarandi tók eftir honum á rauðu ljósi eftir að myndum af honum hafði verið dreift á netinu. Æskuvinur Roof, sem hitti hann fyrir nokkrum vikum, segir að þeir hafi farið saman á „fyllerí“. Þá hafi Roof sagt að svart fólk væri að taka yfir heiminn og að „einhver þyrfti að gera eitthvað í því fyrir hvíta kynstofninn“. Sex konur dóu í árásinni og þrír menn. Einn þeirra sem dó var þingmaður sem einnig vann sem prestur, þrír aðrir prestar, umsjónarmaður bókasafns, íþróttaþjálfari, embættismaður, námsráðgjafi og ný útskrifaður stúdent. Á myndbandsupptökum má sjá hvernig Roof gekk inn í kirkjuna þar sem fólk tók vel á móti honum og taldi hann vilja lesa biblíuna með þeim. Réttarstjórinn Ray Wilson, segir að skömmu seinna hafi Roof orðið mjög árásargjarn. Síðan hafi hann skotið níu manns til bana.Sagðist vera með áætlun Joey Meek, æskuvinur Roof, hringdi í lögregluna eftir að myndir voru birtar af árásarmanninum, en hann segist handviss um að Roof hafi verið að verki. „Ég hélt ekki að þetta gæti verið hann. Ég vissi að þetta væri hann,“ sagði Meek við AP fréttaveituna. Hann sagði að þegar þeir hefðu hist fyrir nokkrum vikum hafi Roof sagt honum frá nýrri byssu sem hann ætti og að hann væri búinn að gera „áætlun“. Roof sagði ekki hver áætlun hans væri, en Meek var þó nægilega smeykur til að taka byssuna úr bíl Roof og fela hana. Hann skilaði byssunni svo daginn eftir. Minningarfundir hafa verið haldnir víða í Charleston og voru kirkjur víða um borgina þétt setnar af syrgjendum. Á líkvöku Sharondu Singleton sögðu börn hennar að þau fyrirgefi morðingja hennar. Í samtali við BBC sögðu þau að ástin væri sterkari en hatur. Tengdar fréttir Handtekinn eftir að hafa myrt níu í Charleston Kynþáttahatur býr að baki árásininni. 18. júní 2015 15:25 Fékk skotvopnið í afmælisgjöf Kynþáttahatur bjó að baki þegar Dylann Storm Roof myrti níu manns, sex konur og þrjá karla, í kirkju í borginni Charleston í Suður- Karólínu. Roof hafðist við í kirkjunni í um klukkustund áður en hann hóf skothríð. 19. júní 2015 07:00 Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Dylann Roof, sem sakaður er um að hafa skotið níu manns til bana í Bandaríkjunum, óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn. Hann er sagður hafa gengið inn í fræga kirkju í Charleston þar sem hann hóf skothríð á svart fólk sem var í kirkjunni í gærmorgun. Eftir nokkurra klukkutíma leit var Roof handtekinn í um 300 kílómetra fjarlægð frá Charleston, þar sem skotárásin átti sér stað. Vegfarandi tók eftir honum á rauðu ljósi eftir að myndum af honum hafði verið dreift á netinu. Æskuvinur Roof, sem hitti hann fyrir nokkrum vikum, segir að þeir hafi farið saman á „fyllerí“. Þá hafi Roof sagt að svart fólk væri að taka yfir heiminn og að „einhver þyrfti að gera eitthvað í því fyrir hvíta kynstofninn“. Sex konur dóu í árásinni og þrír menn. Einn þeirra sem dó var þingmaður sem einnig vann sem prestur, þrír aðrir prestar, umsjónarmaður bókasafns, íþróttaþjálfari, embættismaður, námsráðgjafi og ný útskrifaður stúdent. Á myndbandsupptökum má sjá hvernig Roof gekk inn í kirkjuna þar sem fólk tók vel á móti honum og taldi hann vilja lesa biblíuna með þeim. Réttarstjórinn Ray Wilson, segir að skömmu seinna hafi Roof orðið mjög árásargjarn. Síðan hafi hann skotið níu manns til bana.Sagðist vera með áætlun Joey Meek, æskuvinur Roof, hringdi í lögregluna eftir að myndir voru birtar af árásarmanninum, en hann segist handviss um að Roof hafi verið að verki. „Ég hélt ekki að þetta gæti verið hann. Ég vissi að þetta væri hann,“ sagði Meek við AP fréttaveituna. Hann sagði að þegar þeir hefðu hist fyrir nokkrum vikum hafi Roof sagt honum frá nýrri byssu sem hann ætti og að hann væri búinn að gera „áætlun“. Roof sagði ekki hver áætlun hans væri, en Meek var þó nægilega smeykur til að taka byssuna úr bíl Roof og fela hana. Hann skilaði byssunni svo daginn eftir. Minningarfundir hafa verið haldnir víða í Charleston og voru kirkjur víða um borgina þétt setnar af syrgjendum. Á líkvöku Sharondu Singleton sögðu börn hennar að þau fyrirgefi morðingja hennar. Í samtali við BBC sögðu þau að ástin væri sterkari en hatur.
Tengdar fréttir Handtekinn eftir að hafa myrt níu í Charleston Kynþáttahatur býr að baki árásininni. 18. júní 2015 15:25 Fékk skotvopnið í afmælisgjöf Kynþáttahatur bjó að baki þegar Dylann Storm Roof myrti níu manns, sex konur og þrjá karla, í kirkju í borginni Charleston í Suður- Karólínu. Roof hafðist við í kirkjunni í um klukkustund áður en hann hóf skothríð. 19. júní 2015 07:00 Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Handtekinn eftir að hafa myrt níu í Charleston Kynþáttahatur býr að baki árásininni. 18. júní 2015 15:25
Fékk skotvopnið í afmælisgjöf Kynþáttahatur bjó að baki þegar Dylann Storm Roof myrti níu manns, sex konur og þrjá karla, í kirkju í borginni Charleston í Suður- Karólínu. Roof hafðist við í kirkjunni í um klukkustund áður en hann hóf skothríð. 19. júní 2015 07:00
Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32