Vill taka suðurríkjafánann niður Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2015 11:45 Frá mótmælum við fánann. Vísir/EPA Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu, hefur kallað eftir því að fáni Suðurríkjanna verði tekinn niður við þinghús ríkisins í Columbia. Hún sagði fánann vera tákn haturs og aðskilnaðar. Tveir þriðju þingmanna ríkisins þurfa að samþykkja að fáninn sé tekinn niður. Í kjölfar ódæðis Dylann Roof, sem myrti níu manns í kirkju í Charleston, hefur mikil umræða myndast um fánann, hvað hann táknar og jafnvel hvort að banna eigi fánann. „Morðinginn sem situr nú í fangelsi sagðist vonast til þess að verk hans leiddi til kynþáttastríðs. Við höfum nú tækifæri til að sýna að hann hafði ekki bara rangt fyrir sér, heldur sé hið andstæða að gerast,“ sagði Nikki Haley við blaðamenn í gærkvöldi. Við hlið hennar stóðu bæði demókratar og repúblikanar. „Ég vonast til þess að með því að fjarlæga þetta tákn sem sundrar okkur, getum við farið fram á veg í sátt og samlyndi og við getum heiðrað þær níu sálir sem nú eru í himnaríki.“Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu.Vísir/EPAYfirlýsing ríkisstjórans virðist hafa komið hreyfingu á málið. Forseti þingsins í Mississippi hefur lagt til að suðuríkjafáninn verði fjarlægður af fána Mississippi, en hann er fyrsti hátt setti repúblikaninn í ríkinu til að stinga upp á því. Í Tennessee hafa þingmenn beggja flokka lagt til að stytta af hershöfðingjanum Nathan Bedford Forrest verði fjarlægð úr þingsal. Hann var einnig einn af leiðtogu Ku Klux Klan. Þar að auki hefur Wal-Mart tilkynnt að hætt verði að selja vörur með fánanum á í verslunum fyrirtækisins.Mikil lagaflækjaSamkvæmt lögum Suður-Karólínu er mjög erfitt að taka fánann niður, en hann var settur upp á toppi þinghússins árið 1960. Það var gert til að mótmæla mannréttindahreyfingu svartra í Bandaríkjunum á þeim tíma. Eftir mikil mótmæli var fáninn færður árið 2000 af húsinu og settur upp við styttu þar nærri. Það var gert vegna samkomulags á milli svartra þingmanna og repúblikana. Það samkomulag hefur séð til þess að fána Suðurríkjanna er aldrei flaggað í hálfa stöng, þrátt fyrir að fána Bandaríkjanna og Suður-Karólínu sé flaggað í hálfa stöng. Á vef Time segir að tveir þriðju þingmanna ríkisins þurfi að samþykkja slíkt, sem er hærri meirihluti en þarf til að semja fjárhagsáætlun. Hinsvegar væri hægt að breyta þeim lögum og gera skilyrðið einfaldan meirihluta. Meðal þeirra repúblikana sem hafa kallað eftir því að fáninn verði fjarlægður eru Mitt Romney og Jeb Bush. Þá hefur fjöldi fólks skrifað undir undirskriftarlista um að fáninn verði fjarlægður.AP fréttaveitan segir frá því að síðasti ríkisstjóri Suður-Karólínu sem kallaði eftir því að fáninn yrði fjarlægður hafi verið repúblikaninn David Beasley. Honum var bolað úr starfi árið 1998 af samtökum afkomenda hermanna Suðurríkjanna. Niðurstöður 852 manna könnunar sem framkvæmd var í nóvember í fyrra sýndi fram á að 42 prósent íbúa Suður-Karólínu hafi viljað halda fánanum og að 26 prósent hafi viljað fjarlægja hann. Tengdar fréttir Kynþáttafordómar enn meinsemd í bandarísku samfélagi „Við höfum náð miklum árangri en við verðum að vera á varðbergi því fordómarnir krauma enn undir niðri,“ segir Barack Obama, Bandaríkjaforseti. 20. júní 2015 10:32 Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn Dylann Roof var handtekinn um 300 kílómetra frá kirkjunni þar sem hann er sagður hafa myrt níu manns. 19. júní 2015 10:55 Óhugnanlegar myndir af morðingjanum skjóta upp kollinum Á myndinum sést Dylann Roof, sá er varð 9 blökkumönnum að bana á miðvikudag, brenna bandaríska fánann og veifa byssu sinni. 20. júní 2015 19:02 Játaði að hafa myrt níu manns Dylann Roof segist hafa viljað koma af stað stríði á milli kynþátta í Bandaríkjunum. 19. júní 2015 13:38 „Djöfullinn getur ekki tekið völdin í kirkjunni okkar“ Nöfn þeirra níu sem létust í skotárás í kirkju þeldökkra í Charleston í Suður-Karólínu í seinustu viku voru lesin upp við messu í kirkjunni í dag. 21. júní 2015 21:36 Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu, hefur kallað eftir því að fáni Suðurríkjanna verði tekinn niður við þinghús ríkisins í Columbia. Hún sagði fánann vera tákn haturs og aðskilnaðar. Tveir þriðju þingmanna ríkisins þurfa að samþykkja að fáninn sé tekinn niður. Í kjölfar ódæðis Dylann Roof, sem myrti níu manns í kirkju í Charleston, hefur mikil umræða myndast um fánann, hvað hann táknar og jafnvel hvort að banna eigi fánann. „Morðinginn sem situr nú í fangelsi sagðist vonast til þess að verk hans leiddi til kynþáttastríðs. Við höfum nú tækifæri til að sýna að hann hafði ekki bara rangt fyrir sér, heldur sé hið andstæða að gerast,“ sagði Nikki Haley við blaðamenn í gærkvöldi. Við hlið hennar stóðu bæði demókratar og repúblikanar. „Ég vonast til þess að með því að fjarlæga þetta tákn sem sundrar okkur, getum við farið fram á veg í sátt og samlyndi og við getum heiðrað þær níu sálir sem nú eru í himnaríki.“Nikki Haley, ríkisstjóri Suður-Karólínu.Vísir/EPAYfirlýsing ríkisstjórans virðist hafa komið hreyfingu á málið. Forseti þingsins í Mississippi hefur lagt til að suðuríkjafáninn verði fjarlægður af fána Mississippi, en hann er fyrsti hátt setti repúblikaninn í ríkinu til að stinga upp á því. Í Tennessee hafa þingmenn beggja flokka lagt til að stytta af hershöfðingjanum Nathan Bedford Forrest verði fjarlægð úr þingsal. Hann var einnig einn af leiðtogu Ku Klux Klan. Þar að auki hefur Wal-Mart tilkynnt að hætt verði að selja vörur með fánanum á í verslunum fyrirtækisins.Mikil lagaflækjaSamkvæmt lögum Suður-Karólínu er mjög erfitt að taka fánann niður, en hann var settur upp á toppi þinghússins árið 1960. Það var gert til að mótmæla mannréttindahreyfingu svartra í Bandaríkjunum á þeim tíma. Eftir mikil mótmæli var fáninn færður árið 2000 af húsinu og settur upp við styttu þar nærri. Það var gert vegna samkomulags á milli svartra þingmanna og repúblikana. Það samkomulag hefur séð til þess að fána Suðurríkjanna er aldrei flaggað í hálfa stöng, þrátt fyrir að fána Bandaríkjanna og Suður-Karólínu sé flaggað í hálfa stöng. Á vef Time segir að tveir þriðju þingmanna ríkisins þurfi að samþykkja slíkt, sem er hærri meirihluti en þarf til að semja fjárhagsáætlun. Hinsvegar væri hægt að breyta þeim lögum og gera skilyrðið einfaldan meirihluta. Meðal þeirra repúblikana sem hafa kallað eftir því að fáninn verði fjarlægður eru Mitt Romney og Jeb Bush. Þá hefur fjöldi fólks skrifað undir undirskriftarlista um að fáninn verði fjarlægður.AP fréttaveitan segir frá því að síðasti ríkisstjóri Suður-Karólínu sem kallaði eftir því að fáninn yrði fjarlægður hafi verið repúblikaninn David Beasley. Honum var bolað úr starfi árið 1998 af samtökum afkomenda hermanna Suðurríkjanna. Niðurstöður 852 manna könnunar sem framkvæmd var í nóvember í fyrra sýndi fram á að 42 prósent íbúa Suður-Karólínu hafi viljað halda fánanum og að 26 prósent hafi viljað fjarlægja hann.
Tengdar fréttir Kynþáttafordómar enn meinsemd í bandarísku samfélagi „Við höfum náð miklum árangri en við verðum að vera á varðbergi því fordómarnir krauma enn undir niðri,“ segir Barack Obama, Bandaríkjaforseti. 20. júní 2015 10:32 Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn Dylann Roof var handtekinn um 300 kílómetra frá kirkjunni þar sem hann er sagður hafa myrt níu manns. 19. júní 2015 10:55 Óhugnanlegar myndir af morðingjanum skjóta upp kollinum Á myndinum sést Dylann Roof, sá er varð 9 blökkumönnum að bana á miðvikudag, brenna bandaríska fánann og veifa byssu sinni. 20. júní 2015 19:02 Játaði að hafa myrt níu manns Dylann Roof segist hafa viljað koma af stað stríði á milli kynþátta í Bandaríkjunum. 19. júní 2015 13:38 „Djöfullinn getur ekki tekið völdin í kirkjunni okkar“ Nöfn þeirra níu sem létust í skotárás í kirkju þeldökkra í Charleston í Suður-Karólínu í seinustu viku voru lesin upp við messu í kirkjunni í dag. 21. júní 2015 21:36 Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Kynþáttafordómar enn meinsemd í bandarísku samfélagi „Við höfum náð miklum árangri en við verðum að vera á varðbergi því fordómarnir krauma enn undir niðri,“ segir Barack Obama, Bandaríkjaforseti. 20. júní 2015 10:32
Óttaðist að svartir væru að taka yfir heiminn Dylann Roof var handtekinn um 300 kílómetra frá kirkjunni þar sem hann er sagður hafa myrt níu manns. 19. júní 2015 10:55
Óhugnanlegar myndir af morðingjanum skjóta upp kollinum Á myndinum sést Dylann Roof, sá er varð 9 blökkumönnum að bana á miðvikudag, brenna bandaríska fánann og veifa byssu sinni. 20. júní 2015 19:02
Játaði að hafa myrt níu manns Dylann Roof segist hafa viljað koma af stað stríði á milli kynþátta í Bandaríkjunum. 19. júní 2015 13:38
„Djöfullinn getur ekki tekið völdin í kirkjunni okkar“ Nöfn þeirra níu sem létust í skotárás í kirkju þeldökkra í Charleston í Suður-Karólínu í seinustu viku voru lesin upp við messu í kirkjunni í dag. 21. júní 2015 21:36
Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu Talið er að kynþáttahatur búi að baki. Mikil leit stendur nú yfir en hinn grunaði er hvítur maður á þrítugsaldri. 18. júní 2015 06:32