Erlent

Níu drepnir í skotárás á kirkju í Suður-Karólínu

Jakob Bjarnar skrifar
Íbúar staðarins mynda bænahring. Mikill viðbúnaður er í borginni.
Íbúar staðarins mynda bænahring. Mikill viðbúnaður er í borginni. cnn
Níu létust í skotárás á sögufræga methódista-kirkju blökkumanna í Charlestone í Suður-Karólínu í í gærkvöldi klukkan níu að staðartíma, klukkan eitt að íslenskum tíma.

Gregory Mullen lögreglustjóri í Charlestone segir átta hafi látist samstundis og einn af sárum sínum skömmu síðar. Mullen hefur látið hafa eftir sér að hann telji víst að kynþáttahatur búi að baki árásinni. Hann hefur heitið því að sá seki verði látinn svara fyrir sakir sínar og réttlætið nái fram að ganga.

Lögregla leitar nú ákaft hins grunaða, sem er hvítur maður á þrítugsaldri. Óttast menn að þessi glæpur geti dregið dilk á eftir sér, þá þannig að óeirðir geti brotist út í borginni. Er mikill viðbúnaður í Suður-Karólínu vegna málsins.

Þessi árás er til umfjöllunar í öllum helstu fjölmiðlum heims, og má til dæmis sjá frekari fréttir um málið á BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×