Formaður knattspyrnudeildar Selfoss: Verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa aðstöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2015 11:16 Þjálfarar Selfoss létu skömmum rigna yfir dómaratríóið í hálfleik. vísir/valli „Við erum afar ósátt með þetta,“ sagði Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, í samtali við Vísi nú rétt í þessu, aðspurður um dómgæsluna í toppslag Breiðabliks og Selfoss í Pepsi-deild kvenna í gær. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins úr umdeildri vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf.Sjá einnig: Sjáðu vítið sem réði úrslitum | Dómarinn uppalinn Bliki. Óánægja Selfyssinga snýr ekki einungis að dómnum sjálfum heldur þeirri staðreynd að dómari leiksins, hinn 21 árs gamli Helgi Mikael Jónasson, spilaði með Breiðabliki í yngri flokkunum. Óskar segir að honum hafi ekki verið gerður neinn greiði með að vera settur á þennan leik. „Það er verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa stöðu þannig að það sé hægt að efast um það sem hann gerir,“ sagði Óskar. „Við förum ekki í að skoða bakgrunn dómara fyrir alla leiki en það er KSÍ að setja ekki dómarana sína í þessa aðstöðu. Þetta er afskaplega óheppilegt og maður var undrandi þegar maður sá þessi tengsl. „Svo var þetta auðvitað aldrei víti,“ sagði Óskar ennfremur og bætti því við að fyrst Helgi hefði dæmt víti á annað borð hefði hann átt að reka Summer Williams, varnarmann Selfoss, af velli því hún var aftasti varnarmaður. Gula spjaldið sem hann gaf Williams hafi því verið eins konar málamyndadómur. „Manni fannst eins og hann hefði séð að sér um leið og hann var búinn að benda á vítapunktinn,“ sagði Óskar sem segir Selfyssinga bratta þrátt fyrir allt. „Það þýðir ekki að vera reiður lengi heldur þarf bara að reima á sig skóna fyrir næsta leik. Svona gerist í fótboltanum, leikmenn og dómrarar gera mistök, en maður vildi að KSÍ myndi huga að þessum þætti þannig að svona aðstæður komi ekki upp aftur.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42 Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
„Við erum afar ósátt með þetta,“ sagði Óskar Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar Selfoss, í samtali við Vísi nú rétt í þessu, aðspurður um dómgæsluna í toppslag Breiðabliks og Selfoss í Pepsi-deild kvenna í gær. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins úr umdeildri vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf.Sjá einnig: Sjáðu vítið sem réði úrslitum | Dómarinn uppalinn Bliki. Óánægja Selfyssinga snýr ekki einungis að dómnum sjálfum heldur þeirri staðreynd að dómari leiksins, hinn 21 árs gamli Helgi Mikael Jónasson, spilaði með Breiðabliki í yngri flokkunum. Óskar segir að honum hafi ekki verið gerður neinn greiði með að vera settur á þennan leik. „Það er verst hjá KSÍ að setja dómarann í þessa stöðu þannig að það sé hægt að efast um það sem hann gerir,“ sagði Óskar. „Við förum ekki í að skoða bakgrunn dómara fyrir alla leiki en það er KSÍ að setja ekki dómarana sína í þessa aðstöðu. Þetta er afskaplega óheppilegt og maður var undrandi þegar maður sá þessi tengsl. „Svo var þetta auðvitað aldrei víti,“ sagði Óskar ennfremur og bætti því við að fyrst Helgi hefði dæmt víti á annað borð hefði hann átt að reka Summer Williams, varnarmann Selfoss, af velli því hún var aftasti varnarmaður. Gula spjaldið sem hann gaf Williams hafi því verið eins konar málamyndadómur. „Manni fannst eins og hann hefði séð að sér um leið og hann var búinn að benda á vítapunktinn,“ sagði Óskar sem segir Selfyssinga bratta þrátt fyrir allt. „Það þýðir ekki að vera reiður lengi heldur þarf bara að reima á sig skóna fyrir næsta leik. Svona gerist í fótboltanum, leikmenn og dómrarar gera mistök, en maður vildi að KSÍ myndi huga að þessum þætti þannig að svona aðstæður komi ekki upp aftur.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42 Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. 24. júní 2015 10:42
Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00