Sjáðu vítið sem réði úrslitum í leik Breiðabliks og Selfoss | Uppalinn Bliki dæmdi leikinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. júní 2015 10:42 Helgi Mikael gefur Summer Williams gula spjaldið í gær. vísir/valli Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf en Selfyssingar voru afar ósáttir við vítaspyrnudóminn. Atvikið umdeilda má sjá á heimasíðu SportTV.is, eða með því að smella hér.Skiptar skoðanir „Vítaspyrnudómurinn í fyrri hálfleik skildi liðin að. Að mínu mati var það rangur dómur,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, í samtali við Vísi eftir leik. „Ég held að hún hafi bara dottið eins og gerist í fótbolta, enda bað hún ekki um neitt og ég held að hún hafi verið alveg jafn hissa og allir aðrir þegar hún fékk vítið.“ Fanndís sjálf var hins vegar á annarri skoðun og sagði varnarmann Selfoss, Summer Williams, hafa farið í sig. „Hún fer beint í lappirnar á mér. Hún snertir mig og ég missi jafnvægið og dett. „Ég hefði viljað sjá rautt spjald þar sem hún var aftasti maður,“ sagði Fanndís en stuðningsmenn og þjálfarar beggja liða voru ósáttir með dóminn; Selfoss að fá á sig víti og Blikar að fá ekki rautt spjald á Williams.Dómarinn spilaði með Breiðabliki í yngri flokkunum Óánægja Selfyssinga snýr einnig að því að dómari leiksins, hinn 21 árs gamli Helgi Mikael Jónasson, er uppalinn Bliki og lék með félaginu í yngri flokkunum. Hann lék síðast með Blikum í 2. flokki árið 2010 en hann er í dag skráður í Boltafélag Norðfjarðar. Leikurinn í gær var annar leikurinn sem Helgi dæmir í Pepsi-deild kvenna í sumar en hann dæmdi einnig leik ÍBV og KR í 5. umferð. Helgi dæmdi 11 leiki í Pepsi-deild kvenna í fyrra, þar af þrjá þar sem Breiðablik var að keppa. Einn af þessum þremur leikjum var leikur Selfoss og Breiðabliks í 12. umferð sem lyktaði með 1-2 sigri Blika. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi á Kópavogsvelli í gær. Fanndís Friðriksdóttir skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu sem hún fiskaði sjálf en Selfyssingar voru afar ósáttir við vítaspyrnudóminn. Atvikið umdeilda má sjá á heimasíðu SportTV.is, eða með því að smella hér.Skiptar skoðanir „Vítaspyrnudómurinn í fyrri hálfleik skildi liðin að. Að mínu mati var það rangur dómur,“ sagði Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, í samtali við Vísi eftir leik. „Ég held að hún hafi bara dottið eins og gerist í fótbolta, enda bað hún ekki um neitt og ég held að hún hafi verið alveg jafn hissa og allir aðrir þegar hún fékk vítið.“ Fanndís sjálf var hins vegar á annarri skoðun og sagði varnarmann Selfoss, Summer Williams, hafa farið í sig. „Hún fer beint í lappirnar á mér. Hún snertir mig og ég missi jafnvægið og dett. „Ég hefði viljað sjá rautt spjald þar sem hún var aftasti maður,“ sagði Fanndís en stuðningsmenn og þjálfarar beggja liða voru ósáttir með dóminn; Selfoss að fá á sig víti og Blikar að fá ekki rautt spjald á Williams.Dómarinn spilaði með Breiðabliki í yngri flokkunum Óánægja Selfyssinga snýr einnig að því að dómari leiksins, hinn 21 árs gamli Helgi Mikael Jónasson, er uppalinn Bliki og lék með félaginu í yngri flokkunum. Hann lék síðast með Blikum í 2. flokki árið 2010 en hann er í dag skráður í Boltafélag Norðfjarðar. Leikurinn í gær var annar leikurinn sem Helgi dæmir í Pepsi-deild kvenna í sumar en hann dæmdi einnig leik ÍBV og KR í 5. umferð. Helgi dæmdi 11 leiki í Pepsi-deild kvenna í fyrra, þar af þrjá þar sem Breiðablik var að keppa. Einn af þessum þremur leikjum var leikur Selfoss og Breiðabliks í 12. umferð sem lyktaði með 1-2 sigri Blika.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Selfoss getur hirt toppsætið af Breiðabliki í stórslagnum í kvöld Breiðablik og Selfoss mætast í stórleik 7. umferðar Pepsi-deildar kvenna í kvöld. Með sigri kemst Selfoss á topp deildarinnar í fyrsta sinn en Breiðablik getur styrkt stöðu sína með því að ná í stigin þrjú. 23. júní 2015 08:45
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik - Selfoss 1-0 | Blikar í kjörstöðu eftir sigur í toppslagnum Breiðablik náði fjögurra stiga forskoti á toppi Pepsi-deildar kvenna með 1-0 sigri á Selfossi í toppslag á Kópavogsvelli í kvöld. 23. júní 2015 22:00