Bresku þingkosningarnar: Íhaldsflokkurinn stærstur samkvæmt útgönguspám Atli Ísleifsson skrifar 7. maí 2015 20:49 Nicola Sturgeon, Ed MIliband, David Cameron og Nick Clegg. Vísir/AFP Íhaldsflokkurinn mælist mun stærri en Verkamannaflokkurinn samkvæmt útgönguspá Ipsos fyrir BBC, ITV og Sky sem birtist klukkan 21. Íhaldsmenn ná þó ekki hreinum meirihluta.Samkvæmt útgönguspá Ipsos mælist Íhaldsflokkur David Cameron forsætisráðherra með 316 þingsæti, Verkamannaflokkurinn 239, Skoski þjóðarflokkurinn 58, Frjálslyndir tíu og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) tvö. Aðrir flokkar fá 25 þingsæti.Samkvæmt útgönguspánni nær Skoski þjóðarflokkurinn öllum þingsætum í Skotlandi að einu undanskildu.Gengi breska pundsins hefur hækkað um eitt prósentustig gagnvart Bandaríkjadalnum eftir að útgönguspáin var birt. YouGov hefur birt sína spá þar sem Íhaldsflokkurinn fær 284 sæti, Verkamannaflokkurinn 263, Skoski þjóðarflokkurinn 48, Frjálslyndir demókratar 31, UKIP tvö og Græningjar eitt. Tölur eru komnar úr fyrsta kjördæminu, Houghton & Sunderland South. Verkamannaflokkurinn nær þingsætinu, fær 55 prósent atkvæða. Kjördæmið hefur verið fyrsta kjördæmið til að birta lokatölur í öllum þingkosningum frá 1992. 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta í neðri deild þingsins. Fylgjast má með útsendingu Sky að neðan.Kjörstöðum var lokað klukkan 21 að íslenskum tíma, en milljónir Breta hafa kosið í dag. Um fimmtíu milljónir manna eru á kjörskrá. Kosið er um 650 sæti á breska þinginu, um níu þúsund sæti í sveitarstjórnum, auk þess að borgarstjórar verða kosnir í Bedford, Copeland, Leicester, Mansfield, Middlesbrough og Torbay. Nýtt þing kemur saman 18. maí næstkomandi. Hafi Cameron þá ekki tekist að mynda stjórn er ætlast til þess að hann segi af sér. Ný stjórn þarf svo að vera tilbúin með lista yfir frumvörp, sem lögð verði fram á þingi næsta árið, fyrir 27. maí. Að minnsta kosti er fastlega reiknað með því að Elísabet drottning lesi þennan dag upp þennan lista í hinni árlegu ræðu sinni á þinginu, sem jafnframt er stefnuræða stjórnarinnar.Kosningakerfið í Bretlandi hefur oftast tryggt annaðhvort Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum hreinan þingmeirihluta. Í síðustu kosningum, árið 2010, náði hvorugur flokkurinn meirihluta, þannig að Íhaldsflokkurinn átti ekki annars kost en að mynda samsteypustjórn með Frjálslynda flokknum.I'd treat the exit poll with HUGE caution. I'm hoping for a good night but I think 58 seats is unlikely! #GE15— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) May 7, 2015 YouGov Exit Poll: CON - 284 LAB - 263 SNP - 48 LDEM - 31 UKIP - 2 GRN - 1 #TheVote— Britain Elects (@britainelects) May 7, 2015 Tengdar fréttir Barist um náð drottningar í Bretlandi David Cameron og Ed Milliband berjast um hvor þeirra hlýtur náð Elísabetar drottningar til að mynda nýja ríkisstjórn eftir lokun kjörstaða í kvöld. 7. maí 2015 19:45 Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Íhaldsflokkurinn mælist mun stærri en Verkamannaflokkurinn samkvæmt útgönguspá Ipsos fyrir BBC, ITV og Sky sem birtist klukkan 21. Íhaldsmenn ná þó ekki hreinum meirihluta.Samkvæmt útgönguspá Ipsos mælist Íhaldsflokkur David Cameron forsætisráðherra með 316 þingsæti, Verkamannaflokkurinn 239, Skoski þjóðarflokkurinn 58, Frjálslyndir tíu og Breski sjálfstæðisflokkurinn (UKIP) tvö. Aðrir flokkar fá 25 þingsæti.Samkvæmt útgönguspánni nær Skoski þjóðarflokkurinn öllum þingsætum í Skotlandi að einu undanskildu.Gengi breska pundsins hefur hækkað um eitt prósentustig gagnvart Bandaríkjadalnum eftir að útgönguspáin var birt. YouGov hefur birt sína spá þar sem Íhaldsflokkurinn fær 284 sæti, Verkamannaflokkurinn 263, Skoski þjóðarflokkurinn 48, Frjálslyndir demókratar 31, UKIP tvö og Græningjar eitt. Tölur eru komnar úr fyrsta kjördæminu, Houghton & Sunderland South. Verkamannaflokkurinn nær þingsætinu, fær 55 prósent atkvæða. Kjördæmið hefur verið fyrsta kjördæmið til að birta lokatölur í öllum þingkosningum frá 1992. 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta í neðri deild þingsins. Fylgjast má með útsendingu Sky að neðan.Kjörstöðum var lokað klukkan 21 að íslenskum tíma, en milljónir Breta hafa kosið í dag. Um fimmtíu milljónir manna eru á kjörskrá. Kosið er um 650 sæti á breska þinginu, um níu þúsund sæti í sveitarstjórnum, auk þess að borgarstjórar verða kosnir í Bedford, Copeland, Leicester, Mansfield, Middlesbrough og Torbay. Nýtt þing kemur saman 18. maí næstkomandi. Hafi Cameron þá ekki tekist að mynda stjórn er ætlast til þess að hann segi af sér. Ný stjórn þarf svo að vera tilbúin með lista yfir frumvörp, sem lögð verði fram á þingi næsta árið, fyrir 27. maí. Að minnsta kosti er fastlega reiknað með því að Elísabet drottning lesi þennan dag upp þennan lista í hinni árlegu ræðu sinni á þinginu, sem jafnframt er stefnuræða stjórnarinnar.Kosningakerfið í Bretlandi hefur oftast tryggt annaðhvort Íhaldsflokknum eða Verkamannaflokknum hreinan þingmeirihluta. Í síðustu kosningum, árið 2010, náði hvorugur flokkurinn meirihluta, þannig að Íhaldsflokkurinn átti ekki annars kost en að mynda samsteypustjórn með Frjálslynda flokknum.I'd treat the exit poll with HUGE caution. I'm hoping for a good night but I think 58 seats is unlikely! #GE15— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) May 7, 2015 YouGov Exit Poll: CON - 284 LAB - 263 SNP - 48 LDEM - 31 UKIP - 2 GRN - 1 #TheVote— Britain Elects (@britainelects) May 7, 2015
Tengdar fréttir Barist um náð drottningar í Bretlandi David Cameron og Ed Milliband berjast um hvor þeirra hlýtur náð Elísabetar drottningar til að mynda nýja ríkisstjórn eftir lokun kjörstaða í kvöld. 7. maí 2015 19:45 Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Sjá meira
Barist um náð drottningar í Bretlandi David Cameron og Ed Milliband berjast um hvor þeirra hlýtur náð Elísabetar drottningar til að mynda nýja ríkisstjórn eftir lokun kjörstaða í kvöld. 7. maí 2015 19:45
Bretar kjósa til þings Fylgið virðist ætla að skiptast hnífjafnt milli Íhaldsflokksins og Verkamannaflokksins í þingkosningum í Bretlandi, sem haldnar verða í dag. Hvorugum flokknum er spáð hreinum þingmeirihluta, ef marka má skoðanakannanir. 7. maí 2015 07:00