Erlent

Nýr forseti Nígeríu: „Boko Haram mun finna fyrir sameinuðu afli okkar“

Bjarki Ármannsson skrifar
Muhammadu Buhari lofar að mæta hryðjuverkasamtökunum af hörku.
Muhammadu Buhari lofar að mæta hryðjuverkasamtökunum af hörku. Vísir/AFP
Sigurvegari nýafstaðinna forsetakosninga í Nígeríu lofar að mæta hryðjuverkasamtökunum Boko Haram af hörku. Þau muni brátt finna fyrir sameinuðu afli Nígeríubúa.

Muhammadu Buhari bar sigur úr býtum í forsetakosningunum gegn sitjandi forseta landsins, Goodluck Jonathan, en þetta er í fyrsta sinn sem sitjandi forseti tapar kosningu í Nígeríu.

Talið er að ósigur Jonathan hafi fyrst og fremst tengst því að Nígeríubúar séu ósáttir með aðgerðaleysi stjórnvalda gegn Boko Haram. Búharí, hershöfðingi sem var yfir herstjórn Nígeríu á níunda áratugnum, hafi verið talinn líklegri til að bjóða samtökunum birginn.

Liðsmenn Boko Haram hafa banað um fimm þúsund manns í Nígeríu síðastliðin ár. Þeir hafa helst herjað á íbúa norðausturhluta landsins, en Buhari naut einmitt mikils stuðnings á þeim slóðum.

Í ræðu sem Buhari flutti í sjónvarpi í gær sagði hann að samtökin myndu brátt finna fyrir sameinuðu afli Nígeríubúa og að engu verði til sparað til að leggja þau að velli.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×