Erlent

Boko Haram rændi fleiri tugum barna

Atli Ísleifsson skrifar
Erfiðlega hefur gengið að stöðva framgang liðsmanna Boko Haram í Nígeríu.
Erfiðlega hefur gengið að stöðva framgang liðsmanna Boko Haram í Nígeríu. Vísir/AFP
Áætlað er að liðsmenn hryðjuverkasamtakanna Boko Haram hafi rænt milli sextíu og áttatíu manns um helgina og er talið að flest þeirra séu börn.

Árásirnar áttu sér stað í nokkrum bæjum í norðurhluta Kamerún snemma á sunnudaginn, en að sögn talsmanna kamerúnskra yfirvalda létust þrír þegar árásarmennirnir héldu yfir landamærin frá Nígeríu.

Heimildarmaður Reuters segir að um fimmtíu af þeim sem var rænt séu á aldrinum tíu til fimmtán ára.

Fyrr um helgina fórust fjórir þegar maður sprengdi sjálfan sig í loft upp á strætóstoppistöð í bænum Potiskum í norðausturhluta Nígeríu.

Uppfært kl. 12:25:

Í frétt BBC kemur fram að tuttugu af þeim áttatíu sem var rænt um helgina hafi nú verið sleppt.


Tengdar fréttir

Óttast að yfir 2.000 hafi fallið í vikunni

Landsvæði á stærð við Belgíu í norðaustur Nígeríu er nú undir yfirráðum Boko Haram. Nýjar árásaraðferðir hafa vakið mikinn óhug víða um veröldina.

Boko Haram ekki aðeins svæðisbundin ógn

Óttast er að allt að tvö þúsund hafi fallið í árásum Boko Haram í Nígeríu fyrr í mánuðinum. John Kerry segir þau ein mest ógnvekjandi hryðjuverkasamtök veraldar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×