Erlent

Söguleg kosningaúrslit í Nígeríu

Bjarki Ármannsson skrifar
Fyrrum hershöfðinginn Muhammadu Buhari er nýr forseti Nígeríu.
Fyrrum hershöfðinginn Muhammadu Buhari er nýr forseti Nígeríu. Vísir/AFP
Fyrrum hershöfðinginn Muhammadu Buhari er sigurvegari forsetakosninganna í Nígeríu. Goodluck Jonathan, fráfarandi forseti, hefur þegar viðurkennt ósigur og óskað Buhari til hamingju með sigurinn.

Buhari mældist með um þremur milljónum fleiri atkvæði en Jonathan, að því er BBC greinir frá. Þetta er í fyrsta sinn í sögu Nígeríu sem sitjandi forseti tapar í kosningu.

Nígería hefur þurft að þola mannskæðar árásir hryðjuverkasamtakanna Boko Haram undanfarin ár. Talið er að Buhari, sem var æðsti ráðamaður Nígeríu frá 1983 til 1985 eftir að herinn hafði tekið völd í landinu, hafi notið meira trausts en Jonathantil að bjóða Boko Haram birginn.

Þetta er í fimmta sinn í röð sem Buhari bíður sig fram til forseta Nígeríu. Hann er íslamstrúar og tilheyri Fulani ættbálknum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×