Erlent

Ljósmyndari AFP skotinn í mótmælum í Pakistan

Samúel Karl Ólason skrifar
Mikill fjöldi manna kom saman til að mótmæla CHarlie Hebdo í Islamabad í Pakistan.
Mikill fjöldi manna kom saman til að mótmæla CHarlie Hebdo í Islamabad í Pakistan. Vísir/AFP
Franska fréttaveitan AFP segir að ljósmyndari fyrirtækisins hafi verið skotinn fyrir framan franska sendiráðið í Pakistan. Þar kom mikill fjöldi fólks saman til að mótmæla nýjustu útgáfu Charlie Hebdo, þar sem mynd af Múhameð var á forsíðu.

Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda og þurfti lögreglan að beita táragasi og vatnsbyssum gegn mótmælendum.

Michael Leridon, frá AFP, segir að ljósmyndarinnar sem heitir Asif Hassan hafi farið í skurðaðgerð og sé ekki í lífshættu. Ekki liggur fyrir hvort að hann hafi verið skotmarkið eða hafi orðið fyrir skotinu af slysni.

AP fréttaveitan segir frá því að mótmælendur hafi kastað grjóti að lögreglu, en þeir eru flestir nemendur á vegum stjórnmálaflokksins Jamaat-e-Islami.


Tengdar fréttir

Segja útgáfuna kraftaverk

Ritstjórn Charlie Hebdo heldur ótrauð áfram og sendir frá sér nýtt hefti í þremur milljónum eintaka með nýjum Múhameðsteikningum og sáttarorðum á forsíðunni. Frönsk stjórnvöld herða varnir sínar og segjast í stríði við hryðjuverkamenn. Í Þýskalandi fjölme




Fleiri fréttir

Sjá meira


×