Erlent

„Ekki vera hrædd, vertu róleg, ég ætla ekki að drepa þig“

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Sigolène Vinson er blaðamaður Charlie Hebdo.
Sigolène Vinson er blaðamaður Charlie Hebdo. Vísir/AFP/Getty
Sigolène Vinson er blaðamaður á franska skopmyndablaðinu Charlie Hebdo. Hún var í vinnunni þegar Kouachi-bræðurnir réðust inn á ritsjórnarskrifstofurnar og skutu 11 starfsmenn blaðsins til bana.

Í viðtali við franska dagblaðið Le Monde lýsir Vinson því  hvernig hún og aðrir starfsmenn blaðsins földu sig fyrir bræðrunum inni á skrifstofu meðan á árásinni stóð. Þar inni heyrðu þau þegar samstarfsmenn þeirra voru drepnir.

„Þetta var engin sprengja, þeir skutu hægt, einu skoti í einu. Það öskraði enginn. Ég býst að allir hafa bara verið svo hissa,“ sagði Vinson. Hún heyrði síðan fótatak og fleiri skot. Annar árásarmannanna, Saïd Kouachi, leit inn á skrifstofuna og miðaði á Vinson.

„Ég leit á hann. [...] Hann sagði við mig: „Ekki vera hrædd, vertu róleg. Ég ætla ekki að drepa þig. Þú ert kona, við drepum ekki konur. En hugsaðu um það sem þú gerir, það sem þú gerir er slæmt. Ég hlífi þér og af því að ég hlífi þér, þá skaltu lesa Kóraninn.““

Vinson sagði að henni hefði þótt það nokkuð grimmdarlegt af Kouachi að segja henni að vera róleg.

„Hann var nýbúinn að drepa alla og hann var að miða á mig með byssu. [...] Ég kinkaði samt kolli, til að halda einhvers konar sambandi við hann. Ég vildi ekki missa augnsambandið við hann því Jean-Luc (umbrotsmaður) faldi sig undir borði... Ég skildi það sem svo að ef þessi maður dræpi ekki konur, þá dræpi hann karlmenn.“

Saïd Kouachi fór síðan aftur fram en bróðir hans, Chérif, hafði skotði Elsu Cayat, annan blaðamann á Charlie Hebdo. Saïd öskraði svo þrisvar sinnum: „Við drepum ekki konur.“ Síðan yfirgáfu bræðurnir skrifstofur blaðsins.


Tengdar fréttir

Árásarmennirnir á flótta

Mikil leit var gerð á svæði norðaustur af París að tveimur bræðrum sem grunaðir eru um árásina á ritstjórn Charlie Hebdo í París. Eftirlifandi starfsfólk blaðsins stefnir á að gefa út nýtt hefti strax í næstu viku.

Segja útgáfuna kraftaverk

Ritstjórn Charlie Hebdo heldur ótrauð áfram og sendir frá sér nýtt hefti í þremur milljónum eintaka með nýjum Múhameðsteikningum og sáttarorðum á forsíðunni. Frönsk stjórnvöld herða varnir sínar og segjast í stríði við hryðjuverkamenn. Í Þýskalandi fjölme




Fleiri fréttir

Sjá meira


×