Gylfi hefur búið til sjö af tíu mörkum Swansea í sigurleikjum tímabilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2014 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson komst ekki aðeins heill í gegnum leik Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær heldur var stórkostlegt mark íslenska landsliðsmannsins upphafið að endurkomu velska liðsins sem hefur nú unnið bæði Manchester United og Arsenal á tímabilinu. Í báðum leikjum var þar snilli íslenska landsliðsmannsins sem breytti öllu fyrir Swansea-liðið sem vann Arsenal 2-1 í gær. Gylfi hefur nú komið með beinum hætti að 9 af 15 mörkum Swansea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu eða 60 prósent marka liðsins. Gylfi skoraði sitt annað mark í gær en hefur einnig gefið sjö stoðsendingar. Hann hefur átt þátt í marki í öllum fimm sigurleikjum liðsins þar sem hann hefur verið maðurinn á bak við sjö af tíu mörkum velska liðsins.Frábært að skora „Við gáfum allt til að ná sigrinum í lokin. Við höfðum smá heppni með okkur og náðum að landa sigrinum,“ sagði Gylfi í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Það var sérstakt að skora í þessum leik af því að við komum til baka eftir að hafa lent 1-0 undir. Þetta var frábær leikur og það var frábært að skora. Þetta snýst samt um að vinna leikina og það tókst í kvöld,“ sagði Gylfi. „Þetta snýst allt um að hafa trú. Við tölum um það að hafa þessa trú fyrir leikinn, um hversu góðir við höfum verið og hversu góðir við getum orðið. Við sýndum karakter í þessum leik,“ sagði knattspyrnustjórinn Garry Monk og hann var ánægður með Gylfa. „Gylfi Sigurðsson hefur verið svekktur með að hafa ekki fengið mörg tækifæri til að skora svona mörk. Hann fékk það í dag og skoraði frábært mark sem kom okkur í gang í leiknum,“ sagði Monk og bætti við: „Við unnum Manchester United á fyrsta degi og við vorum að vinna Arsenal. Við erum að leggja mikla vinnu í að bæta okkur á æfingasvæðinu og það er gaman að sjá það skila sér,“ sagði Monk.Ofar en United og Liverpool Swansea-liðið verður því í fimmta sæti deildarinnar í landsleikjahléinu með stigi meira en Arsenal, tveimur stigum meira en Manchester United og fjórum stigum meira en Liverpool. Það er morgunljóst að stigin væru ekki átján ef Monk hefði ekki keypt Gylfa. Frammistaða Gylfa í gær eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið sem mætir Tékklandi um næstu helgi í uppgjöri tveggja efstu liðanna í A-riðli undankeppni Evrópumótsins 2016. Það mikilvægasta við gærdaginn var að Gylfi slapp ómeiddur í gegnum leikinn og það er ekki að sjá annað en að Gylfi komi heill og sjóðandi heitur til móts við íslenska landsliðið í vikunni. Mark Gylfa gegn Arsenal má sjá í spilaranum hér að ofan.Sigurleikir Swansea í vetur:2-1 sigur á Manchester United Gylfi með mark og stoðsendingu1-0 sigur á Burnley Gylfi með stoðsendingu3-0 sigur á West Bromwich Albion Gylfi með tvær stoðsendingar2-0 sigur á Leicester City Gylfi með stoðsendingu2-1 sigur á Arsenal Gylfi með mark beint úr aukaspyrnu* Gylfi lagði einnig upp tvö mörk í 2-2 jafntefli við Newcastle. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39 Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45 Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48 Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson komst ekki aðeins heill í gegnum leik Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær heldur var stórkostlegt mark íslenska landsliðsmannsins upphafið að endurkomu velska liðsins sem hefur nú unnið bæði Manchester United og Arsenal á tímabilinu. Í báðum leikjum var þar snilli íslenska landsliðsmannsins sem breytti öllu fyrir Swansea-liðið sem vann Arsenal 2-1 í gær. Gylfi hefur nú komið með beinum hætti að 9 af 15 mörkum Swansea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu eða 60 prósent marka liðsins. Gylfi skoraði sitt annað mark í gær en hefur einnig gefið sjö stoðsendingar. Hann hefur átt þátt í marki í öllum fimm sigurleikjum liðsins þar sem hann hefur verið maðurinn á bak við sjö af tíu mörkum velska liðsins.Frábært að skora „Við gáfum allt til að ná sigrinum í lokin. Við höfðum smá heppni með okkur og náðum að landa sigrinum,“ sagði Gylfi í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Það var sérstakt að skora í þessum leik af því að við komum til baka eftir að hafa lent 1-0 undir. Þetta var frábær leikur og það var frábært að skora. Þetta snýst samt um að vinna leikina og það tókst í kvöld,“ sagði Gylfi. „Þetta snýst allt um að hafa trú. Við tölum um það að hafa þessa trú fyrir leikinn, um hversu góðir við höfum verið og hversu góðir við getum orðið. Við sýndum karakter í þessum leik,“ sagði knattspyrnustjórinn Garry Monk og hann var ánægður með Gylfa. „Gylfi Sigurðsson hefur verið svekktur með að hafa ekki fengið mörg tækifæri til að skora svona mörk. Hann fékk það í dag og skoraði frábært mark sem kom okkur í gang í leiknum,“ sagði Monk og bætti við: „Við unnum Manchester United á fyrsta degi og við vorum að vinna Arsenal. Við erum að leggja mikla vinnu í að bæta okkur á æfingasvæðinu og það er gaman að sjá það skila sér,“ sagði Monk.Ofar en United og Liverpool Swansea-liðið verður því í fimmta sæti deildarinnar í landsleikjahléinu með stigi meira en Arsenal, tveimur stigum meira en Manchester United og fjórum stigum meira en Liverpool. Það er morgunljóst að stigin væru ekki átján ef Monk hefði ekki keypt Gylfa. Frammistaða Gylfa í gær eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið sem mætir Tékklandi um næstu helgi í uppgjöri tveggja efstu liðanna í A-riðli undankeppni Evrópumótsins 2016. Það mikilvægasta við gærdaginn var að Gylfi slapp ómeiddur í gegnum leikinn og það er ekki að sjá annað en að Gylfi komi heill og sjóðandi heitur til móts við íslenska landsliðið í vikunni. Mark Gylfa gegn Arsenal má sjá í spilaranum hér að ofan.Sigurleikir Swansea í vetur:2-1 sigur á Manchester United Gylfi með mark og stoðsendingu1-0 sigur á Burnley Gylfi með stoðsendingu3-0 sigur á West Bromwich Albion Gylfi með tvær stoðsendingar2-0 sigur á Leicester City Gylfi með stoðsendingu2-1 sigur á Arsenal Gylfi með mark beint úr aukaspyrnu* Gylfi lagði einnig upp tvö mörk í 2-2 jafntefli við Newcastle.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39 Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45 Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48 Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01 Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Heimsmeistarinn ekki hrifinn af HM yfir jólahátíðina Sport Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39
Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45
Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48
Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01