Gylfi hefur búið til sjö af tíu mörkum Swansea í sigurleikjum tímabilsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2014 07:00 Gylfi Þór Sigurðsson komst ekki aðeins heill í gegnum leik Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær heldur var stórkostlegt mark íslenska landsliðsmannsins upphafið að endurkomu velska liðsins sem hefur nú unnið bæði Manchester United og Arsenal á tímabilinu. Í báðum leikjum var þar snilli íslenska landsliðsmannsins sem breytti öllu fyrir Swansea-liðið sem vann Arsenal 2-1 í gær. Gylfi hefur nú komið með beinum hætti að 9 af 15 mörkum Swansea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu eða 60 prósent marka liðsins. Gylfi skoraði sitt annað mark í gær en hefur einnig gefið sjö stoðsendingar. Hann hefur átt þátt í marki í öllum fimm sigurleikjum liðsins þar sem hann hefur verið maðurinn á bak við sjö af tíu mörkum velska liðsins.Frábært að skora „Við gáfum allt til að ná sigrinum í lokin. Við höfðum smá heppni með okkur og náðum að landa sigrinum,“ sagði Gylfi í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Það var sérstakt að skora í þessum leik af því að við komum til baka eftir að hafa lent 1-0 undir. Þetta var frábær leikur og það var frábært að skora. Þetta snýst samt um að vinna leikina og það tókst í kvöld,“ sagði Gylfi. „Þetta snýst allt um að hafa trú. Við tölum um það að hafa þessa trú fyrir leikinn, um hversu góðir við höfum verið og hversu góðir við getum orðið. Við sýndum karakter í þessum leik,“ sagði knattspyrnustjórinn Garry Monk og hann var ánægður með Gylfa. „Gylfi Sigurðsson hefur verið svekktur með að hafa ekki fengið mörg tækifæri til að skora svona mörk. Hann fékk það í dag og skoraði frábært mark sem kom okkur í gang í leiknum,“ sagði Monk og bætti við: „Við unnum Manchester United á fyrsta degi og við vorum að vinna Arsenal. Við erum að leggja mikla vinnu í að bæta okkur á æfingasvæðinu og það er gaman að sjá það skila sér,“ sagði Monk.Ofar en United og Liverpool Swansea-liðið verður því í fimmta sæti deildarinnar í landsleikjahléinu með stigi meira en Arsenal, tveimur stigum meira en Manchester United og fjórum stigum meira en Liverpool. Það er morgunljóst að stigin væru ekki átján ef Monk hefði ekki keypt Gylfa. Frammistaða Gylfa í gær eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið sem mætir Tékklandi um næstu helgi í uppgjöri tveggja efstu liðanna í A-riðli undankeppni Evrópumótsins 2016. Það mikilvægasta við gærdaginn var að Gylfi slapp ómeiddur í gegnum leikinn og það er ekki að sjá annað en að Gylfi komi heill og sjóðandi heitur til móts við íslenska landsliðið í vikunni. Mark Gylfa gegn Arsenal má sjá í spilaranum hér að ofan.Sigurleikir Swansea í vetur:2-1 sigur á Manchester United Gylfi með mark og stoðsendingu1-0 sigur á Burnley Gylfi með stoðsendingu3-0 sigur á West Bromwich Albion Gylfi með tvær stoðsendingar2-0 sigur á Leicester City Gylfi með stoðsendingu2-1 sigur á Arsenal Gylfi með mark beint úr aukaspyrnu* Gylfi lagði einnig upp tvö mörk í 2-2 jafntefli við Newcastle. Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39 Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45 Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48 Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson komst ekki aðeins heill í gegnum leik Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær heldur var stórkostlegt mark íslenska landsliðsmannsins upphafið að endurkomu velska liðsins sem hefur nú unnið bæði Manchester United og Arsenal á tímabilinu. Í báðum leikjum var þar snilli íslenska landsliðsmannsins sem breytti öllu fyrir Swansea-liðið sem vann Arsenal 2-1 í gær. Gylfi hefur nú komið með beinum hætti að 9 af 15 mörkum Swansea í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu eða 60 prósent marka liðsins. Gylfi skoraði sitt annað mark í gær en hefur einnig gefið sjö stoðsendingar. Hann hefur átt þátt í marki í öllum fimm sigurleikjum liðsins þar sem hann hefur verið maðurinn á bak við sjö af tíu mörkum velska liðsins.Frábært að skora „Við gáfum allt til að ná sigrinum í lokin. Við höfðum smá heppni með okkur og náðum að landa sigrinum,“ sagði Gylfi í sjónvarpsviðtali eftir leikinn. „Það var sérstakt að skora í þessum leik af því að við komum til baka eftir að hafa lent 1-0 undir. Þetta var frábær leikur og það var frábært að skora. Þetta snýst samt um að vinna leikina og það tókst í kvöld,“ sagði Gylfi. „Þetta snýst allt um að hafa trú. Við tölum um það að hafa þessa trú fyrir leikinn, um hversu góðir við höfum verið og hversu góðir við getum orðið. Við sýndum karakter í þessum leik,“ sagði knattspyrnustjórinn Garry Monk og hann var ánægður með Gylfa. „Gylfi Sigurðsson hefur verið svekktur með að hafa ekki fengið mörg tækifæri til að skora svona mörk. Hann fékk það í dag og skoraði frábært mark sem kom okkur í gang í leiknum,“ sagði Monk og bætti við: „Við unnum Manchester United á fyrsta degi og við vorum að vinna Arsenal. Við erum að leggja mikla vinnu í að bæta okkur á æfingasvæðinu og það er gaman að sjá það skila sér,“ sagði Monk.Ofar en United og Liverpool Swansea-liðið verður því í fimmta sæti deildarinnar í landsleikjahléinu með stigi meira en Arsenal, tveimur stigum meira en Manchester United og fjórum stigum meira en Liverpool. Það er morgunljóst að stigin væru ekki átján ef Monk hefði ekki keypt Gylfa. Frammistaða Gylfa í gær eru frábærar fréttir fyrir íslenska landsliðið sem mætir Tékklandi um næstu helgi í uppgjöri tveggja efstu liðanna í A-riðli undankeppni Evrópumótsins 2016. Það mikilvægasta við gærdaginn var að Gylfi slapp ómeiddur í gegnum leikinn og það er ekki að sjá annað en að Gylfi komi heill og sjóðandi heitur til móts við íslenska landsliðið í vikunni. Mark Gylfa gegn Arsenal má sjá í spilaranum hér að ofan.Sigurleikir Swansea í vetur:2-1 sigur á Manchester United Gylfi með mark og stoðsendingu1-0 sigur á Burnley Gylfi með stoðsendingu3-0 sigur á West Bromwich Albion Gylfi með tvær stoðsendingar2-0 sigur á Leicester City Gylfi með stoðsendingu2-1 sigur á Arsenal Gylfi með mark beint úr aukaspyrnu* Gylfi lagði einnig upp tvö mörk í 2-2 jafntefli við Newcastle.
Enski boltinn Tengdar fréttir Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39 Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45 Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48 Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01 Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Golf Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Gylfi: Sérstakt að skora í dag | Myndband Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Swansea, skoraði stórglæsilegt jöfnunarmark beint úr aukaspyrnu gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Hann var að vonum hæstánægður eftir leikinn. 9. nóvember 2014 18:39
Sjáið Gylfa skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu á móti Arsenal Íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri Swansea á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. 9. nóvember 2014 17:45
Gylfi valinn í lið umferðarinnar hjá BBC Gylfi Þór Sigurðsson var einn af aðalmönnunum á bak við sigur Swansea City á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði meðal annars stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu í 2-1 sigri. 9. nóvember 2014 21:48
Magnað jöfnunarmark Gylfa gegn Arsenal | Myndbönd Gylfi Þór Sigurðsson skoraði stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu þegar Swansea lagði Arsenal að velli í lokaleik 11. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Með sigrinum komst Swansea upp fyrir Arsenal í 5. sæti deildarinnar. 9. nóvember 2014 00:01
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti