Enski boltinn

Eru með tvo bestu miðjumenn deildarinnar í Toure og Silva

Bikarinn verður áfram á Etihad-vellinum ef Ríkharður Daðason hefur rétt fyrir sér.
Bikarinn verður áfram á Etihad-vellinum ef Ríkharður Daðason hefur rétt fyrir sér. Vísir/Getty
Ríkharður Daðason verður sérstakur spekingur Messunar í vetur en hann telur að Manchester City muni endurheimta Englandsmeistaratitilinn.

„Man City eru líklegastir. Eru með frábæra leikmenn í öllum línum. Besta miðvörð deildarinnar í Vincent Kompany, leiðtoga sem öll félög vildu hafa hjá sér.“

Ríkharður telur að hæfileikar miðjumanna Manchester City muni vega djúpt í titilbaráttunni.

„Þeir eru með tvo af bestu miðjumönnum deildarinnar í Yaya Touré og David Silva. Heill Toure er ógurlega sterkur, og maður fær stundum á tilfinninguna að hann sé að spila niður fyrir sig í yngri flokkum. Slíkur er líkamsstyrkurinn sem er samt ekki hans eina vopn. Hann getur bæði varist vel og verið skapandi auk þess sem hann skorar mörk af miðjunni. David Silva var einn af mínum uppáhaldsleikmönnum í deildinni í fyrra. Gríðarlega skapandi leikmaður sem býr til mörk fyrir félaga sína.“

Manchester City varð Englandsmeistari á síðasta tímabili þrátt fyrir að besti framherji liðsins, Kun Aguero hefði verið töluvert meiddur.

„Svo er framlínan sannkallað stórskotalið með Aguero fremstan í flokki. Segir mikið um styrk City að þeir skyldu verða meistarar þrátt fyrir að Kun Aguero væri meiddur hluta úr tímabilinu. Ég man ekki eftir liði í heiminum sem hefur úr fjórum jafnsterkum framherjum að velja,“ sagði Ríkharður.

Tólf síðna sérblað um ensku úrvalsdeildina fylgir helgarblaði Fréttablaðsins á morgun. Í blaðinu er meðal annars rætt við Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea, Grétar Rafn Steinsson fjallar um fyrrverandi læriföður sinn, Louis van Gaal, og fjallað er um sóknarlínu Liverpool eftir brotthvarf Luis Suárez svo fátt eitt sé nefnt.  Ekki missa af því.

Stöð 2 Sport 2 sýnir 380 beinar útsendingar frá Enska boltanum á komandi tímabili. Net og heimasími fylgir með Enska pakkanum. Fáðu þér áskrift á 365.is


Tengdar fréttir

Gylfi snýr aftur með Swansea á stóra sviðinu

Gylfi Þór Sigurðsson verður í sviðsljósinu í hádeginu þegar Swansea heimsækir Manchester United á Old Trafford í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrir áratug átti íslenskur knattspyrnumaður sviðið í fyrstu umferð á móti United.

Sturridge stígur úr skugga Suárez

Raheem Sterling, Philippe Coutinho og Daniel Sturridge verða í stóru hlutverki í sóknarleik Liverpool á þessu tímabili í fjarveru Luis Suárez.

Leikmenn City miskunnarlausir á heimavelli

Eins og lömb leidd til slátrunar er líklega orðatiltæki sem á við flesta andstæðinga Manchester City á heimavelli þeirra, Etihad-leikvanginum, í ensku úrvalsdeildinni undanfarin þrjú ár.

Lykilatriðið er að fá að spila

Gylfi Þór Sigurðsson verður eini Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili. Gylfi gekk til liðs við Swansea á ný í sumar eftir tvö ár hjá Tottenham en hann hafði fengið nóg af því að sitja á bekknum eða vera út á kanti. Gylfi verður í eldlínunni með Swansea í hádegisleiknum gegn Manchester United.

Costa verður að haldast heill í vetur

Guðmundur Benediktsson hefur trú á því að lærisveinar Mourinho standi uppi sem sigurvegarar í vor þegar ensku úrvalsdeildinni lýkur.

Hver er hann þessi Alexis Sanchez?

Miklar væntingar eru gerðar til síleska landsliðsinsmannsins Alexis Sanchez sem Arsenal keypti frá Barcelona í sumar. Hann verður að öllum líkindum í eldlínunni í fyrsta leik sínum í seinasta leik dagsins í dag.

City hefur titilvörnina á sigri

Englandsmeistararnir í Manchester City hófu titilvörn sína á sigri á Newcastle á St. James Park. Lokatölur 0-2.

Hvor er betri: Cech eða Courtois?

Ljóst er að Tékkinn Petr Cech fær mikla samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Chelsea á komandi tímabili frá Belganum unga Thibaut Courtois. Fréttablaðið fékk að vita skoðun landsliðsmarkvarins Gunnleifs Gunnleifssonar á því hver eigi að vera í marki Chelsea á leiktíðinni.

Komið að því að Arsenal taki titilinn

Stuðningsmenn Arsenal krefjast þess að Arsenal berjist um titilinn í ár og telur Hjörvar Hafliðason að loksins takist liðinu að landa Englandsmeistaratitlinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×