Enski boltinn

Hvor er betri: Cech eða Courtois?

Óskar Hrafn Þorvaldsson skrifar
Petr Cech og Thibaut Courtois.
Petr Cech og Thibaut Courtois. Vísir/Getty
Ljóst er að Tékkinn Petr Cech fær mikla samkeppni um markvarðarstöðuna hjá Chelsea á komandi tímabili frá Belganum unga Thibaut Courtois. Fréttablaðið fékk að vita skoðun landsliðsmarkvarins Gunnleifs Gunnleifssonar á því hver eigi að vera í marki Chelsea á leiktíðinni.

Cech hefur verið aðalmarkvörður félagsins undanfarin tíu ár en Courtois, sem átt hefur tvö frábær ár með Atletico Madrid, ætlar að breyta því. Við fengum Gunnleif Gunnleifsson, markvörð Breiðabliks, til að segja okkur hvor er betri.

„Ég sé enga ástæðu fyrir því að taka Petr Cech úr liðinu en því er samt ekki neita að Courtois er frábær markvörður sem getur orðið einn sá allra besti. Það er þó aldrei hægt að vita hvernig Mourinho leggur þetta upp,“ segir Gunnleifur um baráttu þeirra Cech og Courtois um markvarðastöðuna hjá Chelsea.

„Ég held að Courtois myndi ganga inn í hvaða annað lið í ensku úrvalsdeildinni svo Mourinho hefur, að mínu mati, úr tveimur bestu markvörðum deildarinnar að velja. Það er erfitt að finna veikleika hjá þessum köppum,“ segir Gunnleifur.

„Cech er betri í dag í fyrirgjöfum, sem er mikilvægt í enska boltanum, en þeir eru afskaplega svipaðir. Þeir treysta á staðsetningar frekar en tilþrif og ég er ekki frá því að Courtois sé jafnvel með betri staðsetningar en Cech. Að því sögðu tel ég víst að Cech byrji sem aðalmarkvörður og Courtois verði að sætta sig við bikarleiki og Evrópuleiki til að byrja með.“

Petr Cech

Styrkleikar:  Reynsla, staðsetningar, frábær í fyrirgjöfum

Veikleikar: Skaffaði ekki janfmörg stig í fyrra og áður með draumamarkvörslum, þokkalegur í fótunum

----

Thibaut Courtois

Styrkleikar: Frábærar stðsetningar, lætur hlutina líta auðveldlega út, yfirvegaðir

Veikleikar: Reynsluminni en Cech, þokkalegur í fótunum

----

Niðurstaða: Petr Cech verður aðalmarkvörður Chelsea

Tólf síðna sérblað um ensku úrvalsdeildina fylgir helgarblaði Fréttablaðsins á morgun. Í blaðinu er meðal annars rætt við Gylfa Þór Sigurðsson, leikmann Swansea, Grétar Rafn Steinsson fjallar um fyrrverandi læriföður sinn, Louis van Gaal, og fjallað er um sóknarlínu Liverpool eftir brotthvarf Luis Suárez svo fátt eitt sé nefnt.  Ekki missa af því.   

Stöð 2 Sport 2 sýnir 380 beinar útsendingar frá Enska boltanum á komandi tímabili. Net og heimasími fylgir með Enska pakkanum. Fáðu þér áskrift á 365.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×